Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Side 37
„Við unnum við allt á nemaárunum", segja þær Klara og Helga sem hafa verið vinkonur í 60 ár ar og rúmin voru ekki á hjólum, það var ekki hægt að hækka þau né lækka og allir voru liggjandi, við vorum á handahlaupum með bekken allan sólar- hringinn. Svo biluðu stundum þessi blessuð hjól, sem voru sett báðum megin undir og þá voru nemarnir látnir bera rúmin fram. Við vorum fínar í lyftingunum enda varð maður sterkur af þessu. Hjúkrunarfræðingar í dag skilja ekki þegar maður er að segja þeim frá þessu. Þetta var á stríðsárun- um, það var eiginlega ekkert hægt að fá af neinu. A skurðstofunni voru allar kompressur soðnar, settar í klór og notaðar aftur og aftur. Sjáið þetta nú í anda í dag! Eg man alltaf þegar ég braut kolbuna á þessum tíma. Ég var að fara með hana fram í langa- býtibúr sem kallað var og setti hana upp á borð sem þar var en slangan rann niður og kolban á eftir og brotnaði, ég gleymi þessu aldrei. Eg var svo hrædd, fór til Þórunnar Þorsteinsdóttur og segi við hana að ég hafi brotið kolbuna og mér leið eins og ég hefði skotið mann. „Þú verður að fara til forstöðukonunnar,“ sagði hún og svo beið maður þar til klukkan fjögur er hún kom á skrifstofuna, fór þá inn með lafandi skottið. Forstöðukonan var þá Kristín Thoroddsen. Ég segi bara að ég hafi brotið kolbuna. „Jæja, hvern- ig fórstu að því?“ Ég svaraði því og þá sagði hún: „Hérna eru lyklarnir.“ Ég horfði á hana og sagði ekki neitt. „Hérna eru lyklarnir farðu upp á lager, þú veist hvar hann er, þú hefur komið með mér þangað og sæktu kolbu.“ Ef ég hef nokkurn tímann orðið hissa, þá var það þarna, ég hélt ég fengi skammir, en svo fór ég og náði í kolbu og þvílíkt farg sem fór af mér.“ Hún hlær dátt. „Já, nú getur maður hlegið að þessu, það var ekki gaman meðan á því stóð og mikið var ég hrædd þegar ég bankaði á dyrnar. Þá var ekkert hægt að fá, það var ekki hægt að fara út og kaupa kolbu.“ Hún rifjar upp annað minnisstætt atvik frá nemaárunum. „Það var síminn til mín niðri, aldrei þessu vant. Það var stelpa sem hljóp og kallaði í mig, annars mátti aldrei kalla á okkur í símann. I símanum var vinkona mín sem var með veikan strák sem spurði hvort ég gæti ekki skroppið til sín. Ég var búin að taka blæjuna af mér og áttaði mig ekkert á því að ég hljóp niður, það mátti ekki koma svoleiðis á deildina, ekki höfuðfats- laus. Ég var svo vel heppin að ég mætti forstöðukonunni um leið og ég var að hlaupa niður. Hún spurði: „Af hverju eruð þér ekki með á höfðinu?" „É, é é, mér var sagt að fara í símann," svaraði ég , ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, staglaði þessu út úr mér. Þetta var strangt, við áttum við að vera komnar inn klukkan 10 á veturna og 11 á sumrin. Þá var Landspftalanum lokað og við þurftum að skrifa nafnið okkar og hvenær við komum í bók sem lá á lyfjadeildinni. Takk.“ Hún hlær dátt. Aðspurð um hvað sé minnisstæðast frá þessum tíma segir hún allt jafn ljóslifandi. „Við unnum við allt á nemaárunum. Mér fannst t.d. mjög gott að vinna á Landakoti hjá nunnunum. Þær voru Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004 35

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.