Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 13
FRÆÐIGREIN Downsheilkenni Sigurðardóttir, 2001). Þau líkamlegu frávik, sem geta komið upp, snerta flest líkamskerfi og verð- ur hér farið yfir þau helstu. Stoðkerfið Einstaklingum með downsheilkenni hættir til einkenna frá stoðkerfi, svo sem ilsigs, ökkla- og hryggskekkju og óstöðugleika efst í hálshrygg sem stafar af lágri vöðvaspennu í líkama þeirra. Vöðvaspennan eykst með tímanum en sam- hæfingu hreyfinga er yfirleitt ábótavant fram eftir aldri (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Sökum þessa þurfa börn með downsheilkenni oft á sér- hæfðri þjálfun að halda og á síðustu árum hafa' komið fram upplýsingar sem styðja að best sé að þjálfun hefjist strax á fyrstu ævimánuðunum (Capone, 2004). Sjón og heyrn Sjón- og heyrnarvandamál eru einnig algeng- ari hjá börnum með downsheilkenni en hjá öðrum börnum (Roizen, 2002), m.a. sjónskerð- ing sökum skýs á augasteini (Saenz, 1999). Talið er að á bilinu 38-78% þeirra séu með ein- hverja heyrnarskerðingu (Roizen og Patterson, 2003). Eftirlit og meðferð vegna heyrnar- og sjónskerðingar er því afar mikilvægt hjá þessum einstaklingum. logy of Fallot) (Baptista o.fl., 2000). í meirihluta tilfella eru hjartagallarnir alvarlegir og þarfnast meðferðar fyrr eða síðar, það er því mikilvægt að öll börn með downsheilkenni fari í hjartaómskoðun fljótlega eftir fæðingu (Roizen og Patterson, 2003). Ohljóð frá hjarta heyrist ekki alltaf og einkenni geta verið óljós fyrstu vikurnar og er því mælt með ómskoðun á hjarta sem allra fyrst, helst fyrir útskrift af sjúkrahúsi (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Melting Um það bil 5% barna með downsheilkenni eru með einhvers konar galla á meltingarfærum (Roizen, 2002). Algengustu gallarnir eru lokun á vélinda með fistill [göng] milli barka og vélinda, þrengsli eða lokun á skeifugörn og hirschsprungs sjúkdómur (Sólveig Sigurðardóttir, 2001; Roizen, 2002).: Flestir þessara galla gera vart við sig hjá ungbarninu, t.d. að það nærist illa, æli oft, fái vökvalungnabólga eða þrífist illa (Roizen, 2002; Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Sumar þessar meltingarfæratruflanir er hægt að meðhöndla með nákvæmri stjórnun á mataræðinu en aðrar er einungis hægt að laga með skurðaðgerð. Þrátt fyrir að næringarvandamál séu oft til stað- ar á fyrstu æviárum barna með downsheilkenni þá er þeim hættara en öðrum börnum við ofþyngd þegar þau komast á unglingsárin (Beker, Farber og Yanni, 2002; Cronkofl., 1988; Rubin, Rimmer, Chicoine, Braddock og McGuire, 1998). Þetta stafar af því að einstaklingar með downsheilkenni eru með hægari efnaskipti og lægri vöðvaspennu (Rozien og Patterson, 2003). Tennur og tannhold Vandamál tengd tönnum og tannholdi fylgja gjarn- an downsheilkenninu (Saenz, 1999). Algengt er að tennurnar séu óvenjulegar í laginu, uppröðun óvenjuleg og að það vanti tennur, en athyglisvert er að tannskemmdir eru fátíðar meðal þessara barna (Roizen, 2003; Roizen, 2002). Meiri til- hneiging er þó til að þau fái bólgur eða sýkingar í tannhold en aðrir og því er góð munnhirða og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir mikilvægar. Hjarta Flestar rannsóknir sýna að 40-50% barna með downsheilkenni greinast með meðfædda galla á hjarta, samanborið við um 1% barna almennt (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Gallarnir eru ýmist einn galli eða sambland alvarlegra galla. Af þeim sem eru með hjartagalla eru um 43% með op á milli slegla og gátta (atrioventricular septal defect), 32% eru með op á milli slegla (ventricular septal defect), 19% eru með op á milli gátta (atrial septal defect) og 6% eru með hjartagalla sem nefnist „ferna Fallots“ (tetra- Taugavirkni Eins og fram hefur komið eru allflest börn með downsheil- kenni með Iægri vöðvaspennu en önnur börn frá fæðingu og fram eftir ævi. Rannsóknir sýna þó að flýta megi því að þau nái upp spennunni með þjálfun og þá helst strax á fyrstu mánuðum (Roizen, 2003). Flogaveiki greinist hjá um það bil 6% einstaklinga með downsheilkenni og er það hærri tíðni en almennt hjá börnum (Roizen, 2003; Roizen, 2002; Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Algengast er að þeir sem flogaveiki fá fái fyrsta flogakastið fyrir þriggja ára aldur eða þá ekki fyrr en eftir þrettán ára aldurinn (Roizen, 2002). Börn með downs- heilkenni, sem fá kippiflog (infantile spasms) á fyrsta ári, eru þó með betri batahorfur en almennt gerist en yfirleitt eru horf- ur í þessum krampasjúkdómi slæmar (Roizen, 2002; Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Ónæmisvirkni Tíðari sýkingar, m.a. í tannholdi, stafa meðal annars af því að börn með downheilkenni eru að jafnaði með veikara ónæmis- kerfi en önnur börn. Yfirleitt er um væga ónæmisbælingu að ræða sem tekur bæði til frumubundins ónæmis og mótefna- myndunar (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.