Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 28
Framhald tafla 4. Upplýsingar um „stuðning" voru Hjálplegar 33 17 Frekar hjálplegar 43 67 Hlutlaus 19 8 Lítið hjálplegar 5 8 Ekki hjálplegar 0 0 Upplýsingar um „meðferöaraðila og meðferöarstaði" voru Áhugaveröar 12 25 Frekar áhugaverðar 65 25 Hlutlausar 17 42 Lítið áhugaverðar 6 8 Ekki áhugaverðar 0 0 Var liðurinn „spurningar og svör' einfaldur í notkun? Já 88 100 Nei 12 0 Niðurstöður þessar benda til þess að mat mæðra og feðra á gagnsemi heimasíðunnar sé talsvert þar sem 77% - 100% þeirra telja heimasíðuna vera aðgengilega, skiljanlega, hjálplega og gagnlega. Hvað varðar fræðsluefni heimasíðunnar kom fram að 68 - 95% mæðra og 50 - 92% feðra töldu fræðsluefnið vera gagnlegt eða frekar gagnlegt. Ekki mældist mikill munur milli mæðra og feðra. Þegar spurt var um hvort liðurinn „spurningar og svör“ hefði verið einfaldur í notkun töldu allir feður svo vera og meirihluti mæðra. Þessar niðurstöður benda til þess að feður noti jafnvel meira eða hafi frekar aðgang að tölvupóstforriti í vinnu en mæður enda var atvinnuþátttaka feðranna meiri. Umræða Rannsakendur hafa bent á mikilvægi þess að útbúa hjúkrun- arúrræði fyrir fjölskyldur barna með langvinna sjúkdóma, ekki síst vegna þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í allri meðferð á börnum og unglingum með langvarandi sjúkdóma í þá átt að auka dvöl barna í heimahúsum. Börn og foreldrar dveljast mun skemur á sjúkrahúsum og meðferð á göngudeild hefur auk- ist (Craft og Willadsen, 1992; Craft-Rosenberg og Denehy, 2001). Ljóst er að krabbamein hjá börnum og unglingum er alvarlegur heilsubrestur sem hefur áhrif á alla fjölskyldumeð- limi og fjölskyldan þarf að laga sig að. Með fræðslu á veraldarvefnum fyrir foreldra barna með krabba- mein eru vonir bundnar við að unnt væri að bæta líðan foreldra og veita þeim meiri styrk og öryggi við umönnun barnsins. Þannig ná foreldrar að sinna börnum sínum heima mun lengur og af meira öryggi. Slík fræðsla gæti auk þess leitt til færri endur- innlagna og þar af leiðandi til ánægjulegra fjölskyldulífs auk betri Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004 almennrar líðanar foreldra. Segja má að veraldarv- efurinn hafi orðið aðgengilegur hinum almenna notanda um 1995. Fyrstu árin birtust vefsíður með föstu innihaldi, texta og myndum. Nú er gagnvirkni á vefsíðum algeng og hin ýmsu form margmiðlunar nýtt, svo sem spjall, tal, póstur, hreyfimyndir og myndbönd. Gæði efnis á vefnum er misjafnt. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að fræðslu sem veitt er skjólstæðingum og yfirumsjón hennar sé í höndum fagaðila. Mikilvægt er að gera áætlun um framsetningu fræðsluefnis. Bæði er vandasamt og mikilvægt að setja fram fræðsluefni þannig að það veki áhuga lesandans, grípi hann með sér og geri honum kleift að finna þær upplýsingar sem hann leitar að. Því er mikilsvert fyrir hjúkrunarfræðinga að læra að nýta sér þessa tækni til þess að þeir séu í stakk búnir að koma gagnlegum upplýsingum á veraldarvefinn, en ekki síður til að aðstoða skjól- stæðingana við leit að áreiðanlegum upplýsingum á veraldarvefnum (Drake, 1999; Lamp og Howard, 1999). Fram hefur komið að Islendingar eru í far- arbroddi þjóða heims í notkun upplýsingatæknjnn- ar. Því má búast við að almenningur og sjúklingar leiti sér aukinnar heilbrigðisaðstoðar með hjálp veraldarvefjarins. Flestar erlendar rannsóknir, sem tengjast krabba- meinum hjá börnum og unglingum, taka á þörfurn foreldra á félagslegum stuðningi, aðlögun og við- brögðum foreldra að sjúkdómsástandi barnsins. 1 þeirri meðferð, sem hér er lýst, var sett fram hjúkrunarmeðferð fyrir foreldra barna og ung- linga með krabbamein þar sem notuð var nútíma fjarskipta- og upplýsingatækni. Hér er urn nýjung í heilbrigðisþjónustu á Islandi að ræða sem fellur vel að framtíðarsýn íslensku ríkisstjórnarinnar um „upplýsingasamfélag" og forystu íslendinga í nýtingu upplýsingatækni í þágu betra mann- lífs og aukinnar hagsældar (Framtíðarsýn ríkis- stjórnar Islands um upplýsingasamfélagið, 1996). Fræðsluefni var komið fyrir á Iokaðri heimasíðu þar sem foreldrar gátu sótt efni á vefinn hvenær sem var sólarhringsins. Mikilvægt er að vera sífellt vakandi og leita nýrra leiða til að veita heil- brigðisþjónustu sem leiðir til aukinna gæða þjón- ustunnar og þá ekki síst til þess að bæta þjónustu við landsbyggðina. Veraldarvefurinn er sá miðill sem býður upp á flest tækifæri í þessum efnum. Það er mikilvægt að fagaðilar í heilbrigðisþjónus- tunni taki höndum saman og nýti þetta tækifæri skjólstæðingum sínum til heilla. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.