Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 35
PISTILL Sögur úr starfinu Nýr pistill hefur hér göngu sína. Hér fá hjúkrunarfræðingar tækifæri til að segja frá reynslu sinni í starfi, einhverju sem þeir vilja miðla öðrum til gamans og gagns. Fullrar nafnleyndar er gætt, bæði hvað varðar höfund og skjól- stæðinga. Þeim sem vilja koma reynslu sinni á framfæri er bent á að senda ritstjóra línu, valgerdur@hjukrun.is. Aö snerta streng Á námsárum mínum í hjúkrunarfræði var ég svo heppin að fá sumarvinnu á sjúkrahúsi í Berlín. Eg starfaði á deild fyrir aldraðar konur. Þær voru flestar rúmliggjandi og það voru tvær til fjórar konur á hverri stofu. Vinnulagið á deildinni var gerólíkt því sem ég átti að venjast á litla sjúkrahúsinu heima þar sem ég hafði unnið í nokkur sumur. Við urðum að vinna miklu hraðar, það var enginn tími til þess að „dúlla“ við gömlu konurnar, en í staðinn kom nuddari, hárgreiðsludama, fót- og handsnyrtir og svo framvegis. I byrjun var ég ekki til neins gagns, ég skildi ekki hvernig var hægt að vinna svona hratt. Síðan tók einn hjúkrunarfræðingur mig að sér og kenndi mér vinnulagið. Þannig lærði ég hvernig ætti að setja eina gamla konu í sturtu á 15 mínútum og svo auðvitað fjórar á klukkutíma og átta á tveimur tímum. Og trúið mér, þetta var hægt. Konurnar, sem ég annaðist, höfðu reynt margt um dagana. Þær höfðu Iifað af hildarleik stríðs- áranna og margar höfðu misst menn sína frá ungum börnum. Margar þeirra eru mér mjög minnisstæðar. Frú Schöne var alveg lömuð eftir nokkur heila- blóðföll. Hún hafði verið ritari hjá hátt settum foringja í þriðja ríkinu. Hún var einstæðingur, hafði verið einkabarn foreldra sinna. Við rúm hennar voru myndir af þeim og svo nokkrum hundum. Hún talaði helst um hundana sína. Frú Grande var sett í stól annan hvern dag. Hina dagana var hún sett í sturtu. Hún var mjög döpur enda mjög illa farin af gigt og verkjum. Hún vildi helst vera í friði enda olli framúrferð henni mikl- um kvölum. Hún hafði átt erfitt líf. Fyrri maður hennar lést í stríðinu og eftir það giftist hún öðrum sem misst hafði fæturna. Sonur hennar sagði okkur að það hefði ekki verið farsæl sam- búð, hvað sem það nú þýddi. Og nú eyddi hún ömurlegu ævikvöldi þarna, vildi ekki tala við neinn heldur fá að vera í friði. Dag einn, þegar ég átti að setja hana í sturtu, lá hún í rúminu með krepptar hendur og grét. „Eg vil ekki, ég vil ekki,“ endurtók hún í sífellu. Mér féllust hendur og leitaði til hjúkrunarfræðingsins og sagðist ekki geta sett hana í sturtu fyrst hún vildi það ekki. „Liebe Schwester," sagði hún, „frú Grande lætur alltaf svona. Taktu hana bara, hún getur ekki legið óhreyfð í rúminu allan daginn." Ég sneri aftur og sagði: „Frú Grande, ég verð að setja yður í sturtu, mér er skipað að gera það. Ég vil það ekki og þér ekki heldur, en svona er það bara.“ Svo ég setti gömlu krepptu konuna á sturtustólinn og keyrði inn í sturtuherbergið. Þegar ég byrjaði að baða hana fór ég að syngja Maístjörnuna. Frú Grande hætti að gráta og horfði undrandi á mig. „Ljóð,“ sagði hún, „þér syngið ljóð.“ Svo byrjaði hún að fara með ljóð og ég skildi bara eitt og eitt orð. Eftir þetta beið hún alltaf eftir því að hitta mig og var þá búin að rifja upp ljóð sem hún vildi leyfa mér að heyra. Þetta voru löng ljóð á erfiðri þýsku sem hún hafði lært þegar hún var ung og ég skildi oftast bara eitt og eitt orð. Af tilviljun hafði ég snert streng í sálu þessarar konu. Þegar ég svo kom aftur að vinna þarna næsta vor ljómaði hún og hélt áfram að fara með ljóð. Nú, löngu síðar, er þetta mér dýrmæt minning. Ég vildi gjarnan hafa skrifað niður eitthvert Ijóðanna sem frú Grande fór með, en ég hafði ekki vit á því þá enda ung og upptekin af öðrum ævintýrum. Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.