Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Side 33
ÞANKASTRIK Ráöleggingar hjúkrunarfræöinga Vísindin leitast við að færa okkur nær sannleik- anum. Leitast er við að varpa nýju eða réttara Ijósi á ýmis fyrirbrigði og settar eru fram nýjar kenningar. Aðrir þættir hafa einnig áhrif á það hvað telst réttast, til að mynda tími og tíðarandi, menning, viðhorf og siðfræði. Enn í dag ráðleggja hjúkrunarfræðingar í Danmörku mjólkandi mæðrum að drekka einn bjór á dag til að auka mjólkina, ekki alveg í takt við það sem tíðkast hér á landi, ætla ég. Fyrir nokkrum árum (að mati móður minnar), eða um það leyti sem ég fæddist, þóttu það góð fræði að ráðleggja mæðrum að leggja börn sín á brjóst klukkan 6, 10, 14, 18 og 22. En á nótt- unni mátti barnið alls ekki sjúga. Þá var barninu óhollt að vera á brjósti lengur en í 9 mánuði og auk þess var „réttara" að gefa hálfsmánaðar göml- um börnum ávaxtasafa, og skyr þegar þau urðu mánaðargömul, vel hrært og örlítið sykrað! Eg er aldeilis heppin að móðir mín komst heil á geði í gegnum næturnar og ég á kné. I dag er það óðs manns æði að gefa svo ungum börnum annað en brjósta- eða þurrmjólk og það ótakmarkað magn, líka um nætur. ráðgjafar. Það sem mestu skiptir er líklega sú list sem felst í mannlegum samskiptum: fræða fólk og upplýsa á þann hátt að einstaklingar og fjölskyldur geti breytt og tekið ákvarðanir á eigin forsendum. Aukið aðgengi að heilbrigðisráðleggingum getur verið af hinu góða en hætta er á að meira verði um misvísandi skilaboð til almennings og það er svo aftur h'klegt til að grafa undan sjálfs- ábyrgð og trú á eigin getu til ákvarðanatöku. Mjúkrunarfræðingar og ljósmæður þurfa að vera sýnilegir ráðgefendur og láta til sín taka með fræðslu í fjölmiðlum. Almenningur verður að geta treyst að við gefum holl ráð sem við stöndum undir og aðgengi að þeim þarf að vera gott. En það mikilvægasta er að styrkja fólk í að taka upplýstar ákvarðanir, að það taki sjálft ábyrgð á eigin lífi og viðhorfum og breyti samkvæmt því. Það er í okkab valdi að fólk eigi kost á upplýstu vali. Við verðum að standa vörð um hjúkrunarþekkingu með því að fylgjast með nýjustu rannsóknaniðurstöðum, stunda end- urmenntun og gera rannsóknir til að geta tileinkað okkur ný fræði. Þannig er best að samræma hjúkrunarráðleggingar. Verum stolt af fræðiheitinu okkar og stöndum undir hollráðum til allra sem á þeim þurfa að halda. Ég skora á Guðrúnu Broddadóttur hjúkrunarfræðing, að skrifa næsta þankastrik. í dag þurfa hjúkrunarfræðingar í ungbarnavernd að hafa sig alla við að fylgja nýjustu staumunum um það sem þykir eða sannast vera þeim hollast. En það er eins og breytingarnar verði hraðari eftir því sem tíminn líður. Nú er svo komið að það er erfitt að fylgjast nógu náið með til að ekkert fari fram hjá hjúkrunarfræðingum. Við stöndum jafnvel frammi fyrir því að skjólstæðingar eru á undan okkur að kynna sér hvað er réttast og hvað er orðið úrelt. Á tímum internets er hægðarleikur fyrir hvern sem er að ná sér í upplýsingar og ráðleggingar um nánast hvað sem er, hvenær sem er, ekki síst um það sem snertir sjúkdóma og heilsufar. Það er einfalt að slá inn leitarorð, líklega einfaldara en að leita sér að hjúkrunarfræðingi sem veitt getur gagnlega fræðslu og ráðleggingar. Auk þess er vinsælt að senda inn fyrirspurnir á netið þar sem fjöldinn allur af misgóðum sérfræðingum eru til- búnir að gefa misgóð ráð. Helga Harðardóttir er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur á heils- ugæslunni í Kópavogi. Hún sinnir þar mæðravernd, ungbarna- vernd, foreldrafræðslu og unglingamóttöku. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Viö Útfararstofu kirkjugarö- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Ef til vill er það ekki gnægtabrunnur góðra ráða sem við þurfum til að kallast góðir hjúkrunar- Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.