Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Síða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Síða 39
LITIÐ UM OXL Viö vorum fínar í lyftingum mér afskaplega góðar. Þær höfðu svo gaman af fallegum hlutum. Eg var t.d. eitt sinn að fara á dansleik í svona afskaplega fallegum kjól með tjulli, hafði saumað hann sjálf, kom niður stigann og þær voru svo hrifnar af öllu svona. „Stoppaðu, stoppaðu," kölluðu þær, „og leyfðu okkur að sjá.“ Þessu höfðu þær svo gaman af, fallegum kápum og fötum. Og kapellan í Landakoti, lifandi skelfing sem hún var falleg. Eitthvað það fal- legasta sem ég hef komið inn í. Þetta var þeirra kapella. Það var allt svo indælt fólk sem vann á Landakoti, allt mikið stífara á Landspítalanum, mikið um þéringar. Það var bara siður þar.“ Klara segir nunnurnar hafa verið mjög sparsamar og farið vel með. „Einu sinni sat ég yfir manni sem var að deyja. Hann var órólegur og ég reyndi að halda honum í rúminu svo hann dytti ekki fram úr og settist á rúmið til að styðja við hann. En þá komu nunnurnar og gerðu athugasemd við að ég sæti á lakinu, sögðu að það slitnaði við það og báðu mig að standa heldur." Þær stöllur segjast hafa fylgst með miklum breyt- ingum á starfinu. „Fólk kvartar yfir því að það sé ekki nóg hugsað um það, allt sé orðið svo tækni- legt. En þegar ég kom í heimsókn á Vífilsstaði og á Sólvang í Hafnarfirði finnst mér eins og gamla andrúmsloftið væri þar, sjúklingurinn í fyrirrúmi," segir Helga. Og Klara bætir við að á Landspítalanum í garnla daga hafi læknarnir allt- af spurt hvernig ástandið væri heima, „og ef það var enginn til að hjálpa til þá fékk fólkið að vera lengur. Það var alltaf tekið tillit til þess hvernig heimilisástæður voru. Mér finnst engin mannúð í þessu lengur, það er eins og það sé ekki hugs- að um hvað tekur við þegar fólk er útskrifað af sjúkrahúsinu. Ég hef heyrt að fólk sé stundum sent heim en það þarf svo að koma aftur eftir einn eða tvo daga. Þetta er oft erfitt því það eru allir á fleygiferð í samfélaginu. Það þyrfti að vera eitthvað millistig, fleiri staðir eins og Rauði krossinn, svona sjúkrahótel." Klara segist hafa heimsótt gamla sjúkrahúsið sitt á Seyðisfirði fyrir skömmu. „Nú er búið að byggja nýtt og yndislegt sjúkrahús, það var reyndar mað- urinn minn sem stóð fyrir því að það var reist. Gamla sjúkrahúsið var á tveimur hæðum en nú er sjúkrahúsið bara á einni hæð, á neðri hæð- inni eru skrifstofur, móttaka, mæðraskoðun og lækningastofur. Það munar óskaplega miklu. Hér áður þurfti stundum að bera sjúklingana upp og niður. Rétt áður en ég fór suður var kominn svona stóll sem var hægt að láta fólkið sitja í og fara þannig upp stigann. Þetta var náttúrlega ekki góð aðstaða oft.“ Helga hætti að vinna '91. „Þá var ég búin að vera uppi á Vífilsstöðum í 13 ár. A þessum tíma breyttust Vífilsstaðir mjög mikið, það var orðið lítið um berkla síðustu árin sem ég vann þar. Sjálf fékk ég berkla en sem betur fer var það ekki mikið þó ég hafi verið sett á lyf, því allir fengju lyfjagjafir sem fengu berklasmit. Ég lærði mjög mikið á Vífilsstöðum, bæði andlega og hvað snertir verklag. Betra fólki hef ég aldrei kynnst, það var svo góður andi á Vífilsstöðum, fólkið bjó saman, starfs- fólkið og sjúklingarnir, allir sem ein heild. Þegar veðrið var gott voru allir úti í skála. Enginn var tekinn fram yfir annan. Yfirlæknirinn var alveg sérstakur og þannig skapaðist þetta einstaka andrúmsloft. Það var h'ka mikið af gömlum berkla- sjúklingum sem unnu þarna, fólki sem fengið hafði bakter- funa, því í þá daga var ekkert verið að spá í hvort fólk smitaðist af einhverju," segir hún að lokum. Helga fór svo að vinna á Sólvangi í Hafnarfirði og vann þar í 20 ár. „Ég undi mér vel innan um það góða fólk sem þar vinnur, og það er alltaf gaman að koma þangað í heimsókn." Þær segja reynsluna af hjúkrunarstörfum ómetanlega. „Það eru margar minningar sem koma upp í hugann,“ segir Klara. „Mér er t.d. minnisstætt þegar við vorum tvær að ganga frá Iíki ungs drengs en hann hafði látist úr blóðsjúkdómi 8 ára gamall. Það var svo sorglegt að það runnu tárin úr augunum á okkur og læknirinn, sem kom að okkur, hafði orð á að það væri gott að sjá að við hefðum tilfinningar. Það var margt erfitt, ég man einu sinni eftir að ég sat yfir manni sem var að deyja og eftir að hafa setið lengi yfir honum gat ég það ekki lengur, fór fram, hágrét og bað aðra um að leysa mig af. Og stundum var eins og maður fengi yfirnáttúrulegan stuðning. Ég man eftir að ég var eitt sinn að ljúka vakt á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, var á stiga- pallinum og var hreinlega að detta niður stigann af þreytu. Þá var tekið í handlegginn á mér, þéttingsfast, til að forða mér frá falli. Ég leit við og þar var engan að sjá.“ Og úr því að talað er um einkennilega reynslu segir Helga í Iokin frá því er hana dreymdi nýlátinn sjúkling sem kom til hennar og sagði að honum væri svo kalt á fótunum. Daginn eftir segist hún hafa flýtt sér út í líkhús og þá lágu sokkarnir hjá líkinu, gleymst hafði að klæða það í þá. Þær segjast tilbún- ar að vinna líka við hjúkrun í næsta lífi. „En þá viljum við vera vakandi yfir velferð sjúklinganna eins og var hér áður,“ segja þær. Og við kveðjum þær með því að smella af þeim einni mynd af svölunum á Holtsgötunni. Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.