Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 42
ur, sem voru mjög hæfir í starfi, voru óöruggir og ósáttir í fjöl- skyldulífinu. Foreldrahlutverkið er að mínu mati árangursrí- kasta gjöfin sem fólk fær til sjálfsstyrkingar og aukins þroska. 1 samræðum mínum við vin minn og kollega Bjarna Þórarinsson og þá stjórnendur, Arna Sigfússon og Sigurð Gísla Pálmason, ákvað ég að gefa út fræðsluefni fyrir foreldra. Við Bjarni vorum þá búnir að vera vinir í mörg ár og höfðum unnið saman að félagsmálum en Árna og Sigurði Gísla kynntist ég vel í starfi mínu hjá Stjórnunarfélagi Islands.“ Árið 1998 stóð Olafur að útgáfu á námsefni í samstarfi við Eignarhaldsfélagið Hof og Family Caring Trust í Bretlandi fyrir foreldra barna undir sex ára aldri. „Reynslan úr Stjórnunarfélaginu kom sér vel en að auki hafði ég reynslu af útgáfu og námskeiðum í Bókaútgáfunni Vexti, við gáfum t.d. út „Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus“ og héld- um hjónanámskeiðið „Listin að elska og njóta" með Önnu Valdimarsdóttur sálfræðingi og Braga Skúlasýni sjúkrahús- presti. Eftir að hafa sótt þriggja daga námskeið hjá höfundin- um, dr. John Gray, sem nefndist „Ástfanginn upp fyrir haus og að verða enn ástfangari", ákvað ég að vinna í að gefa bókina út á íslensku og bjóða námskeið fyrir hjón og pör. Námskeiðið hjá dr. Gray hafði mikil áhrif á mig fyrir utan að ég varð enn ástfangnari." Hann segir foreldra barna sex ára og yngri hafa verið mjög áhugasama. „Ég fékk ómetanlega hjálp hjá miklum fjölda og nefndi t.d. Albert Eðvaldsson og Viktor Kjartansson sem unnu með mér í Reykjanesbæ, Auðun G. Árnason og Fríðu J. Jónsdóttur í Hafnarfirði og Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur og Sólveigu Eiríksdóttur í Reykjavík. Einnig hjálpuðu elsku systk- inin mín mér mikið, þau Guðbjörn og Margrét. Árni Sigfússon og Sigurður Gísli buðu starfsfólki sínu að sækja námskeiðið í fyrirtækjum sem þeir stjórnuðu á þeim tíma. Þetta var byrjunin á að foreldrafræðsla yrði almenn í Reykjanesbæ og foreldrum í öllum skólum Hjallastefnunnar ehf. er boðið upp á námskeiðið. Að auki hafa stjórnendur leikskólanna Fossakots og Korpukots notað námskeiðið fyrir starfsfólk sitt og foreldra. Á fimmta hundrað foreldra, kennara og skólastarfsfólks hafa sótt námskeiðin." Bjarni segir að eftir ráðgjafanámið í London hafi hann skipu- lagt eftir hugmyndum sínum vímuefnameðferð fyrir unglinga og starfað sem dagskrárstjóri og ráðgjafi, bæði með unglingun- um og foreldrum þeirra. „Þessi ungmenni höfðu ánetjast ýmiss konar vímuefnum en stór hluti af því vandamáli er að börnum, sem ánetjast vímuefnum, finnst þau ekki tilheyra fjölskyldu sinni nema á mjög neikvæðan hátt því sjálfsmynd þeirra er svo sársaukafull og neikvæð þar sem traustið á milli þeirra og upp- alenda er brostið. Vandinn stafar m.a. af því að hinir fullorðnu kunna ekki, af ýmsum ástæðum, að ráða í og skilja sitt eigið tilfinninga- og sálarlíf og geta því ekki talað við börnin sín um tilfinningar þeirra og geta ekki fylgst með tilfinningalífi barna sinna og þetta finnst börnunum „svik" við sig. Börn þurfa „kennsiu" og örvun til að læra að tjá sig opið um tilfinningar sínar því það er mikilvægur liður í myndun jákvæðrar sjálfsmyndar barnsins. Um mikilvægi tilfinningalegs uppeldis eru fullorðnir oft algjörlega ómeðvitaðir,“ segir hann. Bjarni bætir við að reiði, sársauki og tilfinningin um að hafa verið svikin séu oft ríkjandi tilfinn- ingar og aðferð barnanna til að tjá þá tilfinningu sé meðal annarsvímuefnaneysla. „Þegar þau nota vímugjafa finna þau hamingjutilfinningu, finna til léttis og frelsis undan sársaukafullri sjálf- smynd og „neikvæðum“ tilfinningum. Þetta verð- ur því þeirra aðferð til að láta sér líða vel. Börn fæðast ekki með sjálfseyðingarhvöt eða að það sé vont að vera þau! Ég vil taka fram að auðvitað ánetjast ekki allir vímuefnum þó þeir hafi sár í sálinni eftir uppeldi sitt og að ekkert uppeldi er fullkomið, allir hljóta einhver sár. Það „bjóðast" líka ýmis önnur áráttukennd hegð- unarmynstur og flóttaleiðir til að deyfa sig fyrir óhamingju og neikvæðri sjálfsmynd, t.d. nikót- ínfíkn, vinnufíkn, matarfíkn, valdafíkn og kyn- lífsfíkn svo eitthvað sé nefnt. Flestir foreldrar, og reyndar samfélagið allt, geta gert mun meira til að börn fái jákvæðari og kærleiksríkari sjálf- smynd,“ segir hann. Bjarni segir að uppalendur og samfélag þurfi að læra um börn, þarfir þeirra og hvað er hollt og þroskandi fyrir tilfinninga- og sálarlíf þeirra og hvað meiði þau. „Atvinnulífið, skólinn og sam- félagið bera hér líka mikla ábyrgð. Börnin og velferð þeirra er á ábyrgð okkar allra því það þarf þorp til að ala upp barn og það höfum við vitað í árþúsundir. Við störf mín áttaði ég mig á því að það að vera góður uppalandi er alls ekki sjálfgefið og meðfætt," segir Bjarni. „Það sem er „meðfætt" er að endurtaka uppeldisaðferðir foreldra og for- feðra þó við ætlum okkur ekki að gera það.“ Bjarni segir áberandi í flestöllu starfi með for- eldrum þessara unglinga að allflestir foreldrar elski börnin sín mikið en að þeir kunni ekki að ala börnin upp á tilfinningalegan hátt auk þess Timarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.