Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 14
Annar en sjaldgæfur fylgikvilli downsheilkennisins er hvít- blæði (Van Riper og Cohen, 2001). Um það bil eitt af hverjum 150 börnum, sem fæðast með downsheiikenni, fær hvítblæði og er það 10-15 sinnum hærri tíðni en hjá börnum sem ekki fæðast með heilkennið (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að börn með downsheilkenni standi betur að vígi en önnur börn í baráttunni við bráðahvítblæði (Van Riper og Cohen, 2001). Báðir þessir hópar barna standa þó jafnfætis þegar greinist eitilfrumuhvítblæði (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Innkirtlastarfsemi Afbrigðileiki í starfsemi innkirtla hefur fundist í meira mæli hjá börnum með downsheilkenni heldur en börnum sem ekki hafa fæðst með litningagallann. Meðfædd vangeta skjald- kirtils kemur fram hjá einu af hverju 141 lifandi fæddu barni með downsheilkenni. Þetta er um það bil 28 sinnum hærri tíðni en gengur og gerist hjá öðrum börnum (Roizen, 2002). Þar sem einkenni skjaldkirtilssjúkdóma geta dulist vegna annarra einkenna, sem fylgja heilkenninu, hefur verið talið nauðsynlegt og mælt hefur verið með reglulegum mælingum á skjaldkirtilshormónum vegna mikilvægi þessara hormóna fyrir vöxt og þroska barna (Van Riper og Cohen, 2001; Roizen og Patterson, 2003). Rasmussen og Friedman (2002), sem gerð var á Iífslíkum einstaldinga með downsheilkenni, i kom í ljós að lífslíkur hafa hækkað úr 25 árum árið 1983 í 47 ár árið 1997. Hjá fólki með downsheilkenni gætir áhrifa aldurs óvenju snemma í ýmsum líffærum, til dæmis í húð og augum (Sólveig Sigurðardóttir, 2001) og rannsóknir sýna að það er í aukinni hættu á að fá alzheimersjúkdóm (Roizen, 2002). Framtíðin ^ á þó eftir að skera úr um hvernig hækkandi aldur hefur áhrif á heilsufar og líðan fólks með downs- heilkenni. Lokaorð Þrátt fyrir að ýmis frávik í heilsufari barna, sem fæðast með downsheilkenni, séu algeng vegnar flestum þeirra nokkuð vel í lífinu og eru stolt ástvina sinna þótt vissulega fari þetta fólk í gegn- um erfiðleika sem oft virðast óyfirstíganlegir í fyrstu. Hafa skal í huga að slíkt getur komið fyrir allt fólk. Sykursýki kemur fram hjá einu af hverjum 250 lifandi fæddum börnum með downsheilkenni og er það tvöföld sú tíðni sem er almennt meðal barna (Roizen, 2002). Félagsleg og geöræn vandamál Oft er erfitt að greina á milli félagslegra og geðrænna frávika hjá börnum jafnt sem fullorðnum og gildir það einnig um einstakl- inga með downsheilkenni. Þeir virðast þó hafa meiri tilhneig- ingu til hegðunarvanda og geðrænna vandamála en aðrir, en þó er lægri tíðni hjá þeim en öðrum þroskaheftum einstaklingum (Roizen og Patterson, 2003). Hjá börnum með downsheilkenni er algengust ýmiss konar ofvirkni- og hegðunarröskun en önnur geðræn vandamál, t.d. þunglyndi, virðast hafa tilhneigingu til að aukast með aldrinum líkt og hjá öðrum (Roizen og Patterson, 2003). Lítið er þó til af samanburðarrannsóknum um þetta efni. Fáar rannsóknir eru til um andlega líðan og félagslega stöðu fólks, barna sem fullorðinna, með downsheilkenni (Hedov, Annerén og Wikblad, 2000) og er þar um mikilvægan rannsókn- ar vettvang fyrir hjúkrunarfræðinga að ræða. Öldrun og lífslíkur Eins og fram hefur komið hafa orðið miklar framfarir í umönnun barna með downsheilkenni síðustu áratugi. Það hefur haft í för með sér að einstaklingarnir lifa lengur og eiga betri ævi (Van Riper og Cohen, 2001). I rannsókn Yang, Það vekur furðu okkar við upphaf rannsókna okkar á högum barna með downsheilkenni, hve fáir hjúkrunarfræðingar hafa Iagt sig fram við rannsóknir, öflun þekkingar og miðlun hennar um hjúkrun þessara einstaklinga. Reyndar gildir þetta um mörg svið sem skarast við fötlunar- fræði. Einnig vekur það furðu hve lítið er skrifað um jákvæða eiginleika þessara barna og hæfileika þeirra til að sinna sínum eigin þörfum og taka þátt í samskiptum við sína nánustu. Þarna þarf að gera bragarbót á. Hjúkrunarfræðingar sem og aðrir geta nú gert ráð fyrir að börn með downsheilkenni fylgi hliðstæðu lífsmynstri og ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Þau fara í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, flytja að heiman, stunda vinnu og eru almennt virkir þátttakendur í samfélaginu. Það skortir þó enn talsvert á að fötluð ungmenni eigi sama val og ófatlaðir jafnaldrar þeirra á ýmsum sviðum, svo sem hvað varðar búsetu og gagnvart heilbrigð- isþjónustunni (Þór G. Þórarinsson og Ævar H. Kolbeinsson, 2001). Einnig skortir á að fagmenn þekki nægilega þarfir þeirra og getu og kunni að meta líðan þeirra og óskir til samræmis við það sem gert er við aðra skjólstæðinga (Hedov, Annerén og Wikblad, 2000). Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.