Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Page 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Page 21
VIÐTAL Lífssýn einstaklinganna ræöur meiru en sjúkdómurinn sjálfur Hópurinn á námsskeiðinu ásamt leiðbeinendum og Wright. Sumar fjölskyldur taka greiningunni sem áskorun en aðrar líta á hana sem hegningu eða hótun. I sumum tilfellum sameinar sjtákdóms- greining fjölskylduna undir t.d. yfirlýsingunni: „Alhr í minni fjölskyldu eru með veik liðamót." Annars konar greining getur hins vegar sundrað fjölskyldum. Má þar nefna sjúkdómsgreininguna HIV og alnæmi. Fjölskyldur verja miklum tíma í að leita uppruna og finna afleiðingar sjúkdóma. Viðbrögð fjölskyldunnar við greiningu eru því allt frá reiði til sorgar og léttis. Margir sérfræðingar halda því fram að viðbrögð sjúklingsins við sjúk- dómsgreiningunni ráðist meira af viðbrögðum fjölskyldunnar heldur en eigin líðan og ástandi af völdum sjúkdómsins. - Hvaðan koma fjölskyldumeðlimir til með- ferðar hjá ykkur og hvernig bregðast þeir við þegar þeir finna að þeir þurfa sjálfir á hjálp að halda? Bell varð fyrir svörum og sagði aðstandendur, sem leita til þeirra á stofuna, koma að eigin frumkvæði en einnig væri þeim vísað til þeirra af heimilis- læknum eða hjúkrunarfræðingum á heilsugæslu- stöðvum. Varðandi viðbrögðin sagði hún: „Það er mjög algengt að fjölskyldan segist aldrei hafa verið spurð álits fyrr. „Það hefur aldrei neinn spurt hvernig mér líður,“ sagði einn aðstandandinn. Lifssýn og lífsgildi einstaklinganna skiptir veru- legu máli fyrir bataþróun. Reynsla fjölskyldunnar og skilningur á sjúkdómum er oft ekki sú sama og fulltrúa heilbrigðisstéttanna. Það er því gífurlega mikilvægt að spyrja fjölskylduna um reynslu henn- ar af viðkomandi sjúkdómi þannig að fjöskyldan fái að tjá sig um skilning sinn og líðan.“ Greina ástand og aðstæður - Af hverju hjúkrunarfræðingar? Er það ekki fremur hlutverk annarra fagstétta að sinna aðstandendum við þessar aðstæður? Þá á ég til dæmis við félagsfræðinga eða sálfræðinga? „Hjúkrunarfræðingar eru sú heilbrigðisstétt sem sinnir sjúkl- ingum allan liðlangan sólarhringinn. Þeir hitta einnig fjöl- skylduna fyrstir fagstétta. Það kemur því í þeirra hlut að greina og meta fjölskylduaðstæðurnar og einstaklingana. Urlausnir og meðferð geta síðan komið til kasta annarra faghópa en þáttur hjúkrunarfræðinga er og á að vera að greina ástand og aðstæð- ur,“ svaraði Wright. Þær stöllur stóðu fyrir sams konar námskeiði hérlendis fyrir ári en prófessor Lorraine M. Wright kom hingað fyrst árið 2001. Við ræddum þær breytingar sem orðið hafa hérlendis á þátt- töku fjölskyldunnar í starfsemi sjúkrahúsanna. Rifjað var upp að fyrir rúmlega þrjátíu árum skiluðu foreldrar ungum börnum sínum í aðgerð inn á sjúkradeild. Foreldrunum var tilkynnt að heppilegast væri að engar heimsóknir ættu sér stað nema e.t.v. þegar börnin svæfu. Núna eru hins vegar uppbúin rúm á barna- deildum fyrir foreldra og aðstandendur og æskilegast talið að þeir dvelji sem mest og lengst hjá börnunum. Wright sagði að þessi krafa væri eflaust á stundum komin yfir mörkin, sér- staklega ef aðstandendur væru dæmdir fyrir vanrækslu ef þeir flyttu ekki inn á spítalana með börnum sínum. Meðalvegurinn : væri hér sem annars staðar bestur. Þær Wright og Bell gáfu, ásamt Wendy L. Watson, út bókina „Beliefs: The Heart of Healing in Families and Illness“. Bókin kom út árið 1996 og var efni hennar notað sem grunnur kennsl- unnar á námskeiðinu. í inngangi bókarinnar er gerð grein fyrir sögu fjölskyldumeðferðar við fjölskyldulækningastofuna í Háskólanum í Calgary en starfsemi hófst á stofunni árið 1982. Stuðst er við efni bókarinnar í úrvinnslu þessa viðtals við Bell og Wright. Umræða fór fram meðal þátttakenda á námskeiðinu um þýð- ingu orðsins „beliefs" í tengslum við efni námskeiðsins. Orðið kemur m.a. fram í fyrirsögn bókarinnar og er þungamiðja í efni hennar enda sérstaklega fjallað um „Illness Beliefs“-líkanið. Þátttakendur voru með nokkrar tillögur að þýðingu og nefndu sem dæmi orðin lífssýn, lífsgildi eða væntingar. Enn fremur komu fram tillögur um orðin tilfinning og sannfæring. Aðstandendur eru þeir sem segjast vera það I bókinni segir að meiningar séu misjafnar um hverjir séu hinir raunverulega aðstandendur þegar langveikir eigi í hlut. Oft séu aðstandendur annað og meira en það sem tengir fólk saman með blóðblöndun, ættleiðingum eða hjúskaparvottorðum. Það hefur oft sýnt sig, segir í bókinni, að umhyggja nágranna, samstarfsmanna og jafnvel heimilisdýrs hefur meira að segja heldur en það sem kemur frá maka eða systkinum. Einnig er Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004 1

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.