Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Page 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Page 47
VIÐTAL „Sú ákvöröun sem viö tökum hefur áhrif á allt okkar líf' og þroska. „Þetta eru um það bil 5-7 dagar af 45 dögum sem ég hef til umráða. I þessum pakka er fjallað um gelgjuskeiðið og mikilvægi sam- skipta við einhvern fullorðinn sem unglingurinn treystir. Við fjöllum einnig um mikilvægi þess að taka ekki þátt í kynmökum eða lyfjanotkun eða áfengisneyslu fyrr en viðkomandi er tilbúinn til þess og hefur skuldbundið sig þeim sem hann ætlar að verja lífinu með. A unglingsárunum verða breytingar á tilfinningasviðinu. Við fjöllum einnig um hæfileikann til að segja nei, svo unnt sé að spyrna á móti þrýstingi á kynlífssviðinu og koma í veg fyrir ýmsa kynsjúkdóma." Dúkkan, sem notuð er í kennsluefninu „Hugsað um barn“, varð til í bílskúrnum hjá hjónunum Rick og Mary Jurmain og þau stofnuðu í framhaldi af því fyrirtækið Realityworks Inc. Þeim datt verkefnið í hug þegar þau voru að horfa á þátt í sjónvarpinu þar sem sagt var frá því að unglingar voru látnir hugsa um egg og hveitisekki til að líkja eftir umönnun ung- barna. Þeim hjónum fannst þetta asnaleg samlíking því það vantaði allan grátinn og næturumönnunina. Upp úr þessu fóru þau að búa til dúkku sem líktist meira raunverulegu ungbarni og mundi í leiðinni sýna unglingum raunverulega hversu mikið mál það er að hugsa um ungbarn. Fyrsta sýniseintakið varð svo til með nokkurra vikna vinnu í bílskúr þeirra hjóna. Stephanie segist hafa notað kennsluefnið „Hugsað um barn" í 6 ár og reynslan af því sé: mjög góð. „Kennsluefnið hefur breyst heilmikið á þessu tímabili og er orðið mun betra tæknilegaj því fyrirtækið sem býr þetta til er í Oakland þar sem ég bý og starfa, og við erum í góðu sambandi. Eg á sæti í rannsóknarhóp þar sem við förum yfir það sem er vel gert og það sem þarf að gera betur og þannig þróast þetta stöðugt." „Barnið“ hefur svo þróast og námsefnið samhliða því en það er unnið af a.m.k. fimm manns og það sem komið er hingað til lands er samsafn af því sem þau hafa gert og því sem ég hef gert. Við reyndum að taka það besta af því besta og setja það saman í námspakkann því fjórar klukkustundir í námi fljúga hratt.“ Það mikilvægasta í námsefninu segir hún vera að hjálpa unga fólkinu að gera sér grein fyrir því hversu mikilvægar ákvarð- anir, sem við tökum, eru. „Við tökum ákvörðun núna og það hefur áhrif á allt okkar líf. Ef ég tek t.d. ákvörðun um að ég Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.