Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 43
VIÐTAL Foreldrahlutverkiö árangurs- ríkasta gjöfin... sem þekkingarskortur sé oft átakanlegur og þau hafi oft „frumstæðar" hugmyndir um börn, þarfir þeirra og velferð. „En það er ekki við neinn að sakast því við höfum ekki haft fræðslu og mennt- un fyrir fólk. Samfélagið hefur verið svo upptekið af því að lifa af og eiga fyrir mat á borðið handa okkur öllum. En nú eru breyttir tímar, allt til af öllu og kann ;'d er vandamálið núna að við erum öll ofdekruð, fáum aldrei nóg og viljum stöðugt meira af veraldlegum gæðum, höldum að ham- ingjan hljóti að koma með því að eignast meira.“ Vegna þessa segir hann að hann hafi ákveðið að snúa sér að því að hjálpa foreldrum til að aukauppeldishæfni sína og vinna að þvf að fólk skipuleggi og undirbúi barneignir. „Við gerum það með útgáfu á fræðsluefni, námskeiðum og ráðgjöf. Uppeldisnámskeiðin „Að alast upp aftur“ eru fyrir núverandi og verðandiuppalendur og fagfólk sem vinnur með börnum og foreldrum. Bjarni segir eina af grunnhugmyndunum að starfs- semi OB- ráðgjafar vera þá að hið ófædda barn eigi rétt á að fæðast inn í heilbrigða fjölskyldu. Til að svo megi verða þarf fólk að skipuleggja barneignir, mennta sig og fræðast um börn og| þarfir þeirra og auka þannig uppeldishæfni sína og skilning á börnum. Samfélagið þarf líka að axla ábyrgð og hafa á boð- stólum vandaða og faglega fræðslu fyrir uppalendur og foreldra framtíðarinnar. Þannig að einn daginn þyki það sjálfsagt að læra og mennta sig um börn og það eigi ekki að bjóða börn- um upp á hvaða uppeldisaðstæður sem er. Að því segir hann ÓB- ráðgjöf vinna með uppeldisnámskeiðum og ráðgjöf fyrir verðandi og núverandi foreldra. „Að mínu mati felst hamingjaforeldra fyrst og fremst í því að rækta uppeldishæfni sína og gefa börnum sínum meira í dag en í gær af kærleiksríkari ást og uppeldisaðferðum sem byggja upp jákvæða sjálfsmynd barnsins," segir Bjarni. „Velferð barns- ins og hamingja verða „laun“ og hamingja foreldranna - og samfélagsins alls.“ „Verðandi foreldrum bjóðum við að leigja „raunveruleika- barnið" eða tölvubrúðuna heim, svo þeir geti æft sig vel áður og verið vel búnir undir álagið sem fylgir því að eiga og ann- ast ungbarn. Það gleymist oft að álagið á unga fjölskyldu að eignast barn getur „eyðilagt" sterk sambönd og örugglega veik sambönd. Það er gott að komast að því áðurhvort hið unga samband telji sig, eftir reynsluna af raunveruleikabarninu, standast álagið og taka ákvarðanir út frá því.“ Þeir félagar eru spurðir að því hvernig þeir hafi kynnst dr. Jean Clarke, fyrirlesara á foreldranámskeiðinu, og Stephanie leið- beinanda í vinnusmiðjunni „Hugsað um barn“. „Þegar við Bjarni vorum í náminu í Bretlandi,“ segir Ólafur, „heilluðumst við af næmi og þekkingu dr. Jean Illsley Clarke á börnum og fjölskyldum. Þegar ég kom heim árið 2001 höfð- um við samband við hana og áður en tvö ár voru liðin var hún hér. Við Bjarni stofnuðu ÓB- ráðgjöf árið 2002 og fyrsta verk- efnið okkar var að þýða fræðsluefni eftir dr. Clarke á íslensku og standa fyrir ráðstefnu um uppeldishæfni á Hótel Sögu þar sem efnið var kynnt fagaðilum. Við kynntumst Stefaníu Arnardóttur hjúkrunarfræðingi á ráðstefnunni um uppeldis- hæfni og hefur hún verið ómetanlegur liðsauki við ÓB- ráðgjöf síðan, t.d. hefðum við ekki komist svona langt með verkefnið „Hugsað um barn“ á svona skömmum tíma án hennar." Ólafur segir að þátttakendur hafi verið mjög ánægðir með fræðsluefnið en á ráðstefnunni var dr. Clarke, höfundur efn- isins, aðalfyrirlesari. „I kjölfar ráðstefnunnar var ákveðið að bjóða upp á nám í samstarfi við J.I. Consultants í Minnesota þarsem fræðimaðurinn kenndi fagstéttum hvernig nota ætti fræðsluefnið við kennslu á sex vikna uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra og aðra uppalendur. Á árunum 2003 og 2004 tóku 48 fagaðilar af öllu landinu þátt í þessu námi en mennt- amálanefnd Alþingis styður verkefnið.“ Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.