Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 55
MINNING Marie Kristofa Kristoffersdatter Lysnes f. 12. október 1906 - d. 16. september 2004. Vær glad nár faren veier, hver evne som du eier. Jo större sak, jo tyngre tak. Men desto större seier. Björnstjerne Björnson. Baráttukonan og brautryöjandinn María Lysnes er látin á 98. aldursári. „Norðurljós - hjúkrunarnorðurljós“ var fyrirsögn sem Paul T. Banks, ritstjóri blaðsins Reflections on Nursing Leadership, hafði á grein er hann skrifaði um vinkonurnar Maríu Lysnes og Maríu Pétursdóttur. Fyrir okkur sem þekktum þær var þetta réttnefni, þær voru hvor um sig brautryðj- endur og frumkvöðlar hjúkrunar í sínu heima- landi. María Lysnes kom sem ráðgjafi til Nýja hjúkrunarskólans 6. janúar 1978. Hún var þá nýhætt sem rektor við Statens spesialskole i psykiatrisk sykepleie eftir 20 ára farsælt starf. Starf Maríu við Nýja hjúkrunarskólann var að endurskoða og skipuleggja framhaldsnám í geð- hjúkrun fyrir hjúkrunarfræðinga. Áratugareynsla hennar við að starfa með geðsjúkum, alþjóðlegt starf að þeirra málum, ásamt skólastarfinu skilaði sér vel. Þarna bundust þær vinaböndum er entist ævina út, hún og skólastjórinn María Pétursdóttir. Það sama var að segja um nemendurna, þeir nutu góðs af hennar viskubrunni ásamt því að eignast í henni einlæga og góða vinkonu. Hugur, hjarta og hönd er grunnurinn í skil- greiningu Virginíu Hendersons á hjúkrun. María hafði sömu skilgreiningu. Hún leit á sig sem sáðmann er ætti að reyna að sá fræjum þekkingar, hugsana, visku og góðra gjörða meðal sinna meðborgara. Þetta gerði hún með starfi sínu sem hjúkr- unarkona í heimaþjónustu, á vígvellinum, í héraðinu, á sjúkr- ahúsinu, á geðdeildum, sem stjórnandi, sem skólastjóri og rithöfundur. Alltaf var hún tilbúin að taka upp hanska fyrir þá sem minna máttu sfn. Oftar en ekki átti hún á brattann að sækja en hún sóttist aldrei eftir meðvindi og gerði mildar kröfur bæði til sjálfrar sín og annarra. Engan hef ég vitað brenna eins í andanum fyrir hjúkrun og Maríu Lysnes, sá neisti slokknaði aldrei. Hinn brennandi áhugi Maríu á öllu er að hjúkrun laut ætti að vera okkur sem yngri erum hvatning til fagmennsku. Eftir að starfi Maríu við Nýja hjúkrunarskól- ann lauk kom hún margoft til íslands, m.a. til endurhæfingar og hressingar á Heilsustofnunina í Hveragerði. Á 70 ára afmæli Hjúkrunarfélags Islands árið 1989 var María gerð að heiðursfélaga og mat hún það mikils. Hún var heiðursfélagi í sínu norska hjúkrunarfélagi og einnig í fagfélagi geðhjúkr- unarfræðinga. Árið 1977 hlaut hún Florence Nightingale orðuna. Fyrir framlag sitt í seinni heimsstyrjöldinni hlaut hún Deltagermedaljen og árið 1975 Kongens fortjenestemedalje i guld fyrir störf sín að hjúkrunar- og samféiagsmálum. Hún var einnig heiðursfélagi og heiðursdoktor í Sigma Theta Tau International. Árið 2003 kom út bókin Lofotboka með frásögn- um fólks frá Norður-Noregi. María Lysnes segir þar frá er hún sem nýútskrifuð hjúkrunarkona starfar í Flakstadhéraði: „Som distriktssykepleierske ytterst i havgapet Iærte jeg á beundre menneskene der, hvordan de tok sine ublide skjebne med verdighet, med hjelpsomhet og omtanke for de som var værre stillet. Man kunne böye seg i respekt for denne befolkning." (Sem héraðshjúkrunarkona lengst úti við hafsauga lærði ég að dást að fólkinu sem þarna bjó, hvernig það tók óblíðum örlög- um sínum með reisn, með hjálpsemi og umhyggju fyrir þeim sem ver voru settir. Það mátti sannarlega hneigja sig í virðingu fyrir þessu fólki.) Baráttukona og brautryðjandi er gengin. I virðingu og þökk hneigi ég mig fyrir Maríu Lysnes. Blessuð sé hennar minning. Sigþrúður Ingimundardóttir. Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.