Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 12
fjölda frumna sem verða fyrir truflunum, því fleiri frumur sem verða fyrir truflun því meiri einkenni (Roizen, 2002). Þegar kona hefur náð 35 ára aldri aukast líkurnar á að barn hennar fæðist með litningagalla eins og downsheilkenni (Schonberg og Tifft, 2002). Líkur á að lifandi fætt barn 25 ára konu eða yngri sé með downsheilkenni eru um 1:2000 (Sólveig Sigurðardóttir, 2001), líkurnar hjá 35 ára konu eru hins vegar um 1:230 lifandi fæddum börnum og hjá 45 ára konu eru lík- urnar um 1:20 (Schonberg og Tifft, 2002). Fóstrum með downsheilkenni hefur fjölgað samfara því hversu algengt það er að konur bíði með barneignir fram eftir aldri. Eyðingum fóstra, sem greinast með downsheilkenni, hefur því einnig fjölgað samfara auknum möguleikum og aðgengi að greiningu þess (Roizen og Patterson, 2003) en þó er vitað að rúmlega 80% barna með downsheilkenni eru fædd af mæðrum yngri en 35 ára (Sólveig Sigurðardóttir, 2001) enda er það algengasti barneignaraldurinn. Einkenni og afleiðingar þeirra Vöxtur og þroski Downsheilkenni greinist yfirleitt mjög fljótt eftir fæðinguna því heilkenninu fylgja ákveðin útlitssérkenni (Roizen, 2002). Þessi útlitssérkenni eru meðal annarra flatt andlitsfall, skásett augu, lítið höfuð með flötum hnakka, húðfellingar á hálsi, stök þverrák í lófa, lág vöðvaspenna og of hreyfanleg liðamót (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Hreyfiþroski barna með downsheilkenni er seinni miðað við börn almennt. Að meðaltali byrja börn með downsheilkenni að sitja ein og án stuðnings 12 mánaða gömul, skríða um 18 mánaða og ganga 24 mánaða gömul (Palisano o.fl., 2001). Þrátt fyrir að grófhreyfingarnar þroskist hægt er mikil líkam- leg fötlun sjaldgæf meðal einstaldinga með downsheilkenni og þeir getá lært að hlaupa, hjóla og taka þátt í íþróttum eins og önnur börn (Roizen, 2002). Það að vera með downsheilkenni hefur í för með sér mismikla fötlun bæði líkamlega, vitsmunalega og félagslega (Hedov, Annerén og Wikblad, 2000). Meðalframmistaða fólks með downsheilkenni á stöðluðum greindarprófum er meira en tveimur staðalfrávikum fyrir neðan meðaltal annarra og félags- legri færni er að jafnaði áfátt miðað við jafnaldra (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Meðalgreindarvísitala almennings er um 100 stig og til að einstaklingur teljist þroskaskertur þarf greindarvísitala hans að vera undir 75 stigum (Aitken og Crossley, 1992). Rannsóknir benda til að 85% barna með downsheilkenni séu með greindarvísitölu á bilinu 40 til 60 en það þýðir að þau eru með væga og upp í miðlungs þrosk- ahömlun (Roizen, 2002). Fyrstu tvö æviárin virðast börn með downsheilkenni vera minna þroskahömluð en þau eru í raun. Við 2 ára aldur kemur oftast í Ijós að þessi börn eru seinni til máls (Roizen, 2002). Flest börn með downsheil- kenni ná þó góðum tökum á talmáli, það tekur þau aðeins Iengri tíma, en talið er að málskiln- ingur þeirra sé betri en máltjáningin (Chapman, Seung, Schwartz og Kay-Raining Bird, 1998). Astæður þess að þau eru sein til máls eru ýmsar: tungan er stór miðað við munnholið og önnur hlutföll í andliti, vöðvaspenna í koki og and- Iitsvöðvum er lág og börnunum veitist því erfitt að stjórna talfærunum (Sólveig Sigurðardóttir, 2001). Börn með downsheilkenni eru töluvert lágvaxnari en jafnaldrar þeirra og vaxtarkippur unglingsár- anna er minni. Fullvaxið fólk með downsheil- kenni er að meðaltali tveimur til fjórum staðal- frávikum undir meðalhæð (Cronk o.fh, 1988). Vegna hægari efnaskipta og lægri vöðvaspennu fram eftir aldri eru börn með downsheilkenni að meðaltali þyngri en jafnaldrar þeirra. Á fyrsta ári eru börn með downsheilkenni þó oft létt miðað við hæð sína en svo virðist mynstrið breytast og á næstu árunum þyngjast þau oft meira en þau hækka (Roizen, 2002; Roizen og Patterson, 2003). Stúlkur og drengir með downsheilkenni verða kynþroska á svipuðum aldri og aðrir unglingar (Goldstein, 1988; Pueschel, Orson, Boylan og! Pezzullo, 1985). Konur með heilkennið geta eignast börn en karlar hafa skerta hæfni til frjóvgunar (Roizen og Patterson, 2003). Almennt séð er algengt að fólk álíti einstaklinga með downsheilkenni vera vinalega, elskulega, gefandi og að þeir séu sífellt glaðir, en þessir einstaklingar eru ólíkir innbyrðis líkt og gildir um annað fólk (Pueschel og Myers, 1994). Líkamleg vandamál Margvíslegir meðfæddir gallar á líffærum og ýmsir sjúkdómar eru algengari hjá börnum með downsheilkenni en öðrum. Veikindin eru oftast mest á fyrstu mánuðunum og er álag á foreldra og systkini þá mikið. Með góðri umönnun og; þjálfun styrkjast þau flest með tímanum (Sólveig! 10 Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.