Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 45
BÆKUR OG BÆKLINGAR > Bækur og bæklingar Krabbamein á íslandi Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands 50 ára Út er komin bókin Krabbamein á íslandi, krabb- ameinsskrá Krabbameinsfélags Islands 50 ára. Eins og nafnið gefur til kynna er bókin gefin út í tilefni hálfrar aldar starfsemi krabbameinsskrár en hún er ein elsta krabbameinsskrá heims og ein fárra sem byggist á þýði heillar þjóðar. I bók- inni er að finna fróðleik um hinar ýmsu gerðir krabbameina, m.a. meðferð, einkenni og horfur auk tölfræðilegra upplýsinga. Einnig eru upp- lýsingar um dreifingu krabbameina eftir búsetu, aldri, kynslóðum, kyni o.fl. Bókin er 140 síður, innbundin og með fjölda skýringarmynda. Bókin er ætluð jafnt almenningi sem og faglærðum og hentar vel til kennslu. Bókin er til sölu í verslunum Pennans og Eymundsson, Bóksölu stúdenta og hjá Krabbameinsfélaginu. Verö 3.490 kr. Sjálfsmorð hjá eldra fólki Sjálfsmorð eru algengust hjá eldra fólki þó það sé sjaldnast til umræðu. I bókinni eru greinar, ljóð og frásagnir af eldra fólki sem hefur fyrirfarið sér. Bókin lýsir tilfinningum og aðstæðum sem margir aldraðir búa við, einmanaleika, þunglyndi og missi sem fylgir því að eldast. Mörgu fólki finnst það vera byrði á ættingjum og samfélaginu og velur því þá leið að stytta sér aldur. Bókin er 240 síður og er gefin út af Nyt Nordisk Forlag Arnold Busck.n nf@nytnordiskforlag.dk. Eru Ijón í veginum? Eru Ijón í veginum? Wmá ag rjrliiji ifl |K wo wViaðostccCMW ^actavís .............. . Út er kominn 3. útgáfa af bæklingnum „Eru ljón í veginum?" sem gefinn er út af landsamtökum hjartasjúklinga en Actavis kostaði prentunina. Þeir sem áhuga hafa á að fá bæklinginn sendan til sín eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið hjarta@sibs.is eða hringja í síma 552 5744. Timarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 80. árg. 2004 43

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.