Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 44
Bjarni bætir við að þeir hafi séð frétt í Ríkissjónvarpinu um árangur verkefnisins „Hugsað um barn“ í Halden í Noregi í janúar 2003. „Eftir að hafa kynnt það í okkar tengslaneti fórum við til Minnesota og Wisconsin í Bandaríkjunum en þar varð verkefnið til. Við sáum Stephanie að störfum í kennslustofunni og í framhaldi fengum við hana til að koma til íslands.“ En hvernig finnst þeim húið að fjölskyldum á Islandi? „Fjölskyldur á Islandi eins og á öðrum Vesturlöndum eiga undir högg að sækja vegna hraðans og gerviþarfanna, sem virðast búnar að taka völd í mannheimum. Börnin þjást mest og það er sorglegt! Það þarf allt samfélagið að leggja hönd á plóg til að breyta þessu,“ segir Olafur. „Þó það væri ekki nema fyrir börnin okkar, því þau þurfa tíma og ást og það þurfa hinir fullorðnu líka.“ Finnst þeim eitthvað mega fara hetur? Ólafur segir að þeir telji það mikið framfaraskref að unglingum og ungu fólki standi til boða heilbrigðis-og uppeldisfræði svo þeir eigi möguleika á að taka upplýsta ákvörðun um mikilvægu málefnin í lífinu, t.d. hvenær þeir telji sig tilbúna í barneignir og fjölskyldulíf, hvaða markmið þeir hafi og hvað komi í veg fyrir að þau rætist, svo sem áfengis- og vímuefnaneysla, lítil menntun og óheilbrigður lífstíll. „f öðru lagi að hið opinbera, sveitarfélög og aðilar vinnumark- aðarins skuli bjóða fólki fræðslu um heilbrigðis-, fjölskyldu- og uppeldismál," segir Ólafur og bætir við að fjöldi hjúkrunar- fræðinga hafi sótt leiðbeinendanámið. „Félagsþjónustan í Reykjavík notar foreldra-og uppeldisnámskeiðið okkar á öllum sínum starfssvæðum," segir hann. einkalífs sé eitt mikilvægasta verkefni 21. aldar. „Uppeldisfræðsla fyrir bæði kynin er afar árang- ursrfk í því verkefni. í fleiri tilvikum en færri þurfa t.d.mæður að læra að treysta feðrum og stíga eitt skref til baka í umönnunarhlutverkinu og feður þurfa að læra að takast á við óörygg sitt og stíga eitt skref áfram í umönnunarhlutverkinu. Börn og fullorðnir þurfa tíma og samverustundir til að læra að rækta og styrkja kærleikann í sam- böndum sínum. Lífsandinn í okkur snýst ekki um gerviþarfir og peninga þó hann virðist oft gera það. Lífið er stórkostlegra en það.“ Ólafur bætir við að Ellen Galinsky, stofnandi og forseti Family and Work Institute, en það er sú stofnun sem hefur verið í fararbroddi í umræð- um um jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, hafi frá árinu 1989 skrifað bækur um börn og barn- auppeldi. „A vefsetri Hins gullna jafnvægis voru foreldrar, sem heimsóttu vefsetrið (www.hgj.is) í júlí og ágúst sk, spurðir: Hve mikla þörf hefur þú fyrir fræðslu um uppeldi barna? 73 % svöruðu mjög mikla eða frekar mikla!“ Þeir félagar segja að uppeldisfræðsla fyrir bæði kynin sé mjög áhrifarík leið fyrir jafnréttið. Þeir senda í lokin hlýjar kveðjur til allra hjúkrunar- fræðinga og þakka þeim innilega fyrir hvað vel þeir hafa tekið þjónustu þeirra. „Skólaskrifstofan í Mosfellsbæ notar námskeiðið sem hluta af sínu fræðslu- og forvarnastarfi og hafa foreldrar tekið þessari nýjung skólaskrifstofunnar fagnandi. Fjöldi sveitarfélaga er að undirbúa að bjóða foreldrum sömu fræðslu. Sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins hafa valið efnið „Að að alast upp aftur“ og hafa sent fagfólk (félagsráðgjafa, sálfræðinga, leikskólakennara, leikskólastjóra, kennara og skólastjóra) í leiðbeinendanámið árið 2003 og 2004 hjá okkur til að læra að stýra og stjórna á 6 vikna foreldranámskeiðum. Einnig hafa aðilar vinnumarkaðarins verið að leita leiða til að leggja sitt af mörkum og þurfa að halda því starfi áfram. Verslunarmannafélag Reykjavfkur hefur stutt starfsemi okkar og Landsbankinn bauð starfsmönnum sínum á uppeldisnám- skeið á okkar vegum. Við erum í viðræðum við fleiri vinnu- veitendur um að gera það sama.“ Ólafur segir í lokin að þeir félagar séu innilega sammála Blair, forsætisráðherrafrú Bretlands, að jafnvægi á milli vinnu og Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.