Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 41
VIÐTAL Foreldrahlutverkiö árangurs- ríkasta gjöfin... og nauðsynlegan aga sem skapar börnum öryggi. Þetta var gert á myndrænan hátt og uppeldinu líkt við þjóðveg sem foreldrabíllinn ekur eftir og verður hann að forðast að fara út í vegakantana eða skurðina með fram veginum. Arið 2004 hélt Clarke námskeið með yfirskrift- inni: Hvernig segja á „Nei“ við látlausu „Eg vil fá“. I ríkari mæli en nokkru sinni fyrr dynja á börnum menningarboð sem segja: „Þú átt að vilja það núna og eignast það strax!“ Þar eð á mörgum ungum börnum dynja ríflega 200 boð daglega um að þau eigi að kaupa, ásælast, eign- ast og neyta, þurfa foreldrar á að halda mörgum virkum aðferðum til að segja „Nei“ en halda eftir sem áður kærleiksríku sambandi við barnið. Hvernig geta foreldrar áfram haldið uppi stjórn gagnvart ágengni auglýsingageirans og nöldur- valdi barnsins? Þeir þurfa að læra aðferðir til að hjálpa börnunum að greina á milli þarfa og langana. Þeir þurfa að læra aðferðir til að styrkja beinið í nefinu og halda samt góðu sambandi við börnin. Clarke telur að börn þarfnist jafnvægis milli ástar og aðhalds. „Hugsað um barn" Þeir Olafur og Bjarni hafa nú í haust skipulagt námskeið, m.a. fyrir skólahjúkrunarfræðinga, þar sem þátttakendum er kennt að nota fræðsluefni um kynlíf og barneignir fyrir nemendur í 8. og 9. bekk. að ræða við unglingana sína um samskipti kynjanna því það er oft erfitt og viðkvæmt umræðuefni. Markmiðið með verkefn- inu „Hugsað um barn“er að seinka ótímabærum barneignum og auka ábyrgð unglinga, m.a. varðandi kynlíf og barneignir. Námsefnið hefur m.a. verið notað í Noregi með þeim árangri að fyrstu kynlífsreynslu seinkaði, færri fengu kynsjúkdóma og unglingarnir fundu að þeir voru ekki tilbúnir að taka á sig þá ábyrgð að verða foreldrar. Engin stúlka hafði þannig orðið ófrísk 3 árum eftir að námsefnið var kynnt eða við 17 og 18 ára aldur, en áður urðu 10% unglingsstúlkna ófrískar og valdi helmingurinn að fara í fóstureyðingu. En hvað varð til þess að þeir félagar fengu áhuga á að styrkja fólk í foreldrahlutverkinu með vinnusmiðjum, útgáfu o.fl. þess Meö dúkkubörnin Til landsins kom Stephanie A. Rowe en hún hefur lokið meistaranámi í heilbrigðisfræðum frá Bandaríkjunum. Hér kynnti hún verkefnið „Baby, think it over“ eða „Hugsað um barn“ eins og það hefur verið þýtt á íslensku. Efnið er sett þannig fram að nemendur fá fræðslu um kynheil- brigði og barneignir í nokkrar klukkustundir áður en þeir fá að reyna hvernig það er að vera foreldri ungbarns. Nemendur fá í hendur dúkku sem líkist nýfæddu ungbarni og hefur sömu þarfir, það þarf að drekka, grætur og það þarf að skipta á því. Nemendurnir fara heim með barnið og sjá um það í tvo sólarhringa. „Barnið“ eða dúkkan er tölvustýrð og tölvuforritið metur hvernig hugsað er um það. Foreldrar nemendanna fá samhliða kynningu á því hvernig verkefnið gengur fyrir sig og hafa þeir sem tekið hafa þátt í því rætt um hve mikið þátttaka þeirra hafi hjálpað þeim til „Ég var einn af þeim sem hélt að ég vissi allt um sambönd og uppeldi! Svo byrjaði ég að búa, varð svo faðir og komst að því að ég vissi ekki allt og margt að því sem ég vissi þjónaði mér ekki vel. Síðan hef ég verið áhugasamur og opinn fyrir að styrkja mig í þessum hlutverkum. A námsárum mínum í Bretlandi sótti ég námskeið fyrir foreldra um uppeldi barna með 13 öðrum þátttakendum sem allt voru konur. Ég var í ráðgjafanámi og undirstöðunámi í sálmeðferð og hlakkaði til vikulegra námskeiðsfundanna og það kom mér á óvart hvað ég lærði mikið um börn og foreldrahlutverkið. Börnin mín voru á Islandi og ég saknaði þeirra en það að rækta mig sem föður gerði mér skilnaðinn auðveldari og samskiptin yfir hafið gáfu mér og þeim meira. Það var mjög gefandi að vera með foreldr- um sem voru opnir fyrir að ræða óöryggi sitt og voru tilbúnir að ræða það en það er ein árangursríkasta aðferðin til að verða öruggari í foreldrah!utverkinu.“ Olafur segist um þetta leyti hafa verið byrjaður að vinna við ráðgjöf á vinnustöðum.„Það kom mér oft á óvart að stjórnend- Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.