Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Síða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Síða 49
* fjallar allt um að styrkja sjálfsmyndina.“ Hún segir miklu skipta að byrja snemma að kenna þessi atriði, sjálf byrjar hún að kynna börnum í 6 ára bekk mikilvægi þess að læra að bera ábyrgð á heilsunni. Stefanía er skólahjúkrunarfraeðingur í Artúns- skóla. „Mér finnst við skólahjúkrunarfræðingar vera í svipuðum sporum og Stephanie í Banda- ríkjunum eða þeir sem kenna heilbrigt líferni. Við höfum að vísu ekki jafn mikinn tíma til að kenna nemendunum en nú er unnið að því að skólahjúkrunarfræðingar fái fleiri tíma með nemendunum til að fræða þá. Menntakerfið og heilbrigðiskerfið hér verða að fara að tala sama tungumál. Það er til margvíslegt kennsluefni er varðar lífsleikni í skólunum en það er ef til vill ekki til mikið efni á heilbrigðissviði." Stefanía ætlar að vinna meistaraverkefni á þessu sviði, fylgjast með þeim breytingum sem verða í kjölfarið á því að námsefnið verður kennt. „En ég er alveg á byrjunarreit hvað þetta snertir en ætla að fylgjast með frá upphafi, og fyrstu niðurstöður verða byggðar á reynslu unglinganna og væntan- legri viðhorfsbreytingu. Nýlega er komin könnun sem gerð var á vegum Háskóla Reykjavíkur þar sem 6% nemenda í 8. bekk sögðust vera tilbúin til að verða foreldrar, en eftir að hafa gengið í gegnum kennsluefnið „Hugsað um barn“ eru þeir eflaust ekki jafn tilbúnir, a.m.k. hefur það verið reynsla þeirra sem hafa notað efnið. Þremur árum eftir að það var kennt í Halden í Noregi hafði engin 17 ára stúlka orðið móðir en áður urðu 10 % unglingsstúlkna þungaðar. Ég vona svo að við getum fylgt nemendunum eftir þannig að eftir 3 ár getum við séð hvernig þetta hefur skilað sér. Ég held það skipti miklu máli að skólahjúkrunar- fræðingar fái tækifæri til að kenna unglingunum raunveruleikanám með tölvubarninu. Við lærum mest á því að framkvæma hlutina, ræða saman og bera saman bækur okkar. Við þroskumst og finn- um sífellt betur hvernig þetta vinnur. Islendingar erum opnir og tilbúnir til að takast á við nýja og spennandi hluti og ég hef trú á að við getum skip- ulagt líf okkar betur og haft stjórn á því hvernig við bregðumst við ýmsu sem gerist í lífi okkar,“ segir hún að lokum. Afsláttur af matarskömmtum hjá Grænum kosti Heilsubitastaðurinn Grænn kostur býöur hjúkrunarfræðingum 20% afslátt af matarskömmtum sínum og hafa margir notfært sér þaö á fundum og á ýmsum deildum sjúkrahúsanna. Grænn kostur hóf rekstur fyrir rúmum 9 árum á Skólavöröustíg 8, í nýju húsnæöi á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis en Guðjón Bjarnason hannaði veitingastaðinn. Grænn kostur notar ekki hvítt hveiti í matargerö sinni, engan sykur og ekkert ger. Mjóikurvörur eru ekki notaðar við matargerðina en boðið upp á ab-salatsósu, kryddaða fersku grænmeti og kryddjurtum. Kökurnar eru einnig sykurlausar. Egg og ger er heldur ekki notaö við köku- gerðina. Hjördís Gísladóttir, sem var annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins, er nú eini eigandinn. Kokkarnir eru þrír, Miehael Levin, Sigurður Karl Guðgeirsson og Eydís Gunnarsdóttir. Grænn kostur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.