Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Blaðsíða 17
VIÐTAL Langur biölisti þeirra sem vilja ætt- leiöa börn með downsheilkenni ást því hún þarf að elska barnið eins og það er en ekki eins og það á að vera, eða átti að vera. Börnin eru opin á ýmsum sviðum og ættingjarnir segja að það jákvæða við að eiga barn og systkini með downsheilkenni sé miklu fleira en það sem er neikvætt við þá reynslu. Foreldrarnir segja þetta ekki alltaf auðvelt, einkum þó vegna þeirra krafna sem samfélagið gerir til einstaklinganna. I dag er meðalævilíkur fólks með downsheilkenni 50-60 ára en um 1900 voru meðalævilíkurnar 9 ár. Meðalaldurinn hefur hækkað þar sem betur er tekið á þeim heilsuvandamálum sem fylgja downsheilkenninu, svo sem hjartagöllum, göllum á meltingarfærum o.fl.“ Ein rannsókn Marciu fjallar um systkini þeirra sem eru með downsheilkennið, reynslu þeirra af því að alast upp með þeim sem er með downs- heilkennið. „Sumir hafa sagt að það að eiga barn með downsheilkenni eyðileggi líf hinna barnanna, en rannsóknin sem ég gerði leiddi það ekki í ljós. Systkinin sögðu að það jákvæða við þessa reynslu væri mun fleira en það sem væri neikvætt og þau töluðu um allt sem þau hefðu lært af barninu sem haldið var downsheilkenninu, hvernig þau hefðu Iært að meta það sem skiptir máli, lært þolinmæði og að vera umhyggjusamari við annað fólk. Börn hafa tilhneigingu til að vilja að allir fái það sama og að öllum sé gert jafnhátt undir höfði. Eg hef bent á að það sé erfitt að koma því við þegar barn er með downsheilkennið, barnið þarf alltaf meiri athygli, en það er hægt að draga úr þeim mismun sem er í systkinahópnum." Hún bætir við að miklu skipti að foreldrarnir viti að þeir geti beðið um hjálp ef þeir þurfa þess. „Stundum reyna þeir að gera of mikið, sumir virðast halda að ef þeir biðja um aðstoð þá merki það að þeir séu veikir. Fjölskyldurnar, sem ég hef unnið með, eru mjög sterkar og þrautseigar og hafa komið ákaflega mörgu til leiðar. Það er auð- vitað oft erfitt. Eg sé fyrir mér í framtíðinni að konur fari í legvatnsástungu á meðgöngunni og ef í ljós kemur að fóstrið er með downsheilkennið sé foreldrunum boðið að hitta aðra foreldra sem eiga börn með downsheilkenni og meta í fram- haldi af því hvað gert er. Ef þeir taka ákvörðun um að láta barnið fæðast geta þeir tekist á við sorgina að eignast ekki barnið sem þeir bjuggust við í fyrstu og þegar komið er að fæðingunni geta foreldrarnir fagnað því barni sem komið er í heiminn. Sumar fjölskyldur taka þá ákvörðun að það sé of erf- itt að eiga slíkt barn því legvatnsástungurnar geta sagt fyrir um hvort barnið er með downsheilkennið eða ekki en ekki á hvaða stigi eða hvaða líkamiega fötlun getur fylgt í kjölfarið. Oöryggið veldur fólki áhyggjum," segir Marcia. Hún bætir við að fólk með downsheilkenni geri það sama og annað fólk, „það gerir bara allt hægar, gengur, hleypur, dansar, leikur sér o.fl. þess háttar." Marcia hefur einnig gert rannsóknir á fólki sem fengið hefur huntingtonssjúkdóm en það er meðfæddur sjúkdómur sem kemur þó ekki fram fyrr en við 40-50 ára aldur. Fólk lifir í 10-15 ár eftir að það greinist með sjúkdóminn. Hún segir vera hægt að komast að með rannsókn hvort fólk er með sjúkdóm- inn og sumir hafi verið á móti slíkum rannsóknum þar sem fólk geti gripið til örþrifaráða, svo sem sjálfsmorðs, í kjölfar þess að greinast með sjúkdóminn. Ef foreldrarnir hafa greinst með þennan sjúkdóm eru helmingslíkur á að börnin fái hann líka. Börnin, sem fá sjúkdóminn ekki, geta hins vegar þjáðst af sektarkennd, það hefur verið kallað sektarkennd þess sem lifir af. En þau vita um leið að fram undan er að hugsa um þá sem eru eða verða veikir í fjölskyldunni, í sumum fjölskyldum eru t.d. bæði foreldrar og fjölmörg systkini veik. „Ég hef því séð mun meiri þjáningar í fjölskyldum þar sem fólk hefur greinst með huntingtonssjúkdóminn en hjá fjölskyldum þar sem börn fæðast með downsheilkennið. En í fjölskyldum sem hafa þurft að glíma við mikla erfiðleika segir fólk að það sé trúin sem hjálpi því að komast í gegnum mestu erfiðleikana og kemur í veg fyrir örvæntingu." Marcia hefur einnig unnið með fjölskyldum þeirra sem hafa greinst með brjóstakrabba. Hægt er að gera rannsóknir á því hvort líkur séu á því að konur fái arfgengt brjóstakrabbamein, en ein kona af hverjum níu fær brjóstakrabbamein. Hér áður fyrr var algengt að gera fleygskurð á þeim sem höfðu greinst með brjóstakrabba en nú er algengara að fjarlægja brjóstið. Ef líkur eru á að konur fái brjóstakrabbamein eru í sumum tilfellum bæði brjóstin fjarlægð. „Mikil framþróun hefur verið á tækni- sviðinu undanfarin ár í greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og fjölskyldur eiga um æ fleiri kosti að velja. Menn velta fyrir sér ýmsum siðferðilegum spurningum varðandi þessa þróun, t.d. réttinn til að vita ýmislegt um meðfædda sjúkdóma." Aðspurð um hvort margir hjúkrunarfræðingar starfi við erfða- fræðina segir hún fjöldan aukast ár frá ári og nú séu um 400 hjúkrunarfræðingar um heim allan á þessu sviði. Hún er að lokum spurð hvað unnt sé að gera til að draga úr neikvæðum viðhorfum samfélagsins til þeirra sem eru með downsheil- kennið. Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 80. árg. 2004 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.