Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2004, Qupperneq 26
Fram kom að 3 af þeim 22 fjölskyldum, sem tóku þátt í rann- sókninni, höfðu ekki aðgang að tölvum heima. Leitað var leiða til að fá tölvur fyrir þær fjölskyldur og niðurstaðan varð sú að Búnaðarbankinn hf. færði þeim tölvur að gjöf. Margmiðlun Internet hf. sá um uppsetningu á tölvum og internettengingu fyrir þessa foreldra. Niðurstöður rannsóknarinnar í heild verða birtar síðar á þessu ári. Börn og unglingar meö krabbamein Þegar dreifing barnanna eftir kyni var skoðuð voru í hópnum fleiri drengir (59%) en stúlkur (41%) (sjá töflu 2). Meðalaldur barnanna var 6,7 ár við greiningu sjúkdóms en 8,4 ár þegar rannsóknin fór fram. Börnin voru á aldrinum 6 mánaða til 17 ára við greiningu sjúkdóms. Þegar rannsóknin var framkvæmd voru börnin á aldrinum 23 mánaða Aðferðafræði I rannsókninni var stuðst við aðlagað tilraunasnið með einn hóp foreldra. Við gagnaúrvinnslu var aðallega beitt lýsandi töl- fræði. Meðferðin náði til hóps foreldra barna og unglinga sem greinst höfðu með krabbamein á tveggja ára tímabili, frá sept- ember 1997 til nóvember 1999. Um var að ræða allt þýðið sem í voru 22 fjölskyldur, þ.e. 22 mæður og 18 feður. Flest þessara barna og unglinga voru enn í meðferð vegna krabbameinsins eða höfðu nýlega lokið meðferð þegar rannsóknin fór fram. Þátttakendur Þátttakendur rannsóknar voru allir íslenskir foreldrar barna og unglinga yngri en 18 ára sem greinst höfðu með krabbamein á liðlega tveggja ára tímabili, frá september 1997 til nóvember 1999. Alls tóku 40 foreldrar þátt í rannsókninni. Þegar gögnin voru skoðuð kom í ljós að foreldrarnir höfðu ekki svarað öllum atriðum spurningalistanna. Það voru 21 móðir og 13 feður (eða 34 foreldrar) sem svöruðu spurningalistanum um mat foreldranna á heimasíðunni, mun meira brottfall kom fram hjá feðrum en mæðrum. Að lokum voru skoðaðar helstu lýð- fræðilegu breytur foreldranna, krabbameinsveiku barnanna og systkina þeirra. Foreldrar barna og unglinga með krabbamein Þeir foreldrar, sem þátt tóku í rannsókninni, voru flestir giftir eða í sambúð (82%), 4 mæður (18%) voru einstæðar. Meðalaldur mæðranna var 37,6 ár og feðranna 40,7 ár og með- allengd sambúðar í árum var 16 ár (sjá töflu 1). Tafla 1 Meöalaldur og lengd sambúöar foreldra til 19 ára. Sjúkdómsgreining barnanna skiptist þannig að 22,7% barnanna voru með hvítblæði, 18,2% með heilaæxli og 9,1% barnanna voru með eitlakrabbamein. Um helmingur barnanna (50%) reyndust vera með nýrna-, beina-, tauga- og nef- holsæxli (sjá töflu 2). Tafla 2 Tegundir krabbameina auk kyns og aldurs barnanna (n=22). n °/o Kyn Stúlkur 9 41 Drengir 13 59 Aldur barns viö greiningu sjúkdóms 6 mán. - 2 ára 6 27 3 - 5 ára 4 18 6 - 8 ára 6 27 9-11 ára 2 9 12 - 14 ára 1 5 15 - 17 ára 3 14 18-20 ára 0 0 Aldur barns viö þátttöku í rannsókn 6 mán. - 2 ára 4 18 3 - 5 ára 5 23 6 - 8 ára 2 9 9 - 11 ára 6 27 12 - 14 ára 2 9 15 - 17 ára 0 0 18-20 ára 3 14 Tegundir krabbameina Hvítblæöi 5 23 Eitlakrabbamein • 2 9 Heilaæxli 4 18 Önnur æxli, nýrna-, beina-, tauga- o.fl. 11 50 Mæöur Feður n M (SF) n M (SF) Aldur í árum 16 37,6 (8,26) 13 40,7 (6,75) Lengd sambúöar í árum 14 16,0 (6,88) 13 16,1 (6,45) Um helmingur barnanna var í virkri krabba- meinslyfjameðferð eða um 46% þeirra á árinu 1999. Um 55% barnanna höfðu farið í skurð- aðgerð vegna sjúkdómsins og 27% barnanna þurftu að gangast undir geislameðferð. Flest barnanna (86%) höfðu legið inni á sjúkrahúsi til að fá krabbameinslyfjameðferð í æð. 011 börnin Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 80. árg. 2004 24

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.