Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 5
FORMANNSPISTILL ÍMYNDARVERKEFNI FÍH Elsa B. Friðfinnsdóttir Ég óska hjúkrunarfræöingum og öðrum lesendum gleðilegs og heillaríks árs. Það er hjúkrunarfræðingum afar mikilvægt að hafa skýra sýn á fag sitt og starf, og að geta komið þeirri sýn á framfæri á þann veg að almenningur hafi þá mynd af hjúkrunarfræðingum sem þeir telja hina réttu. Hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa skýra ímynd. íslenska hugtakið ímynd er í raun notað í stað tveggja enskra hugtaka, þ.e. hugtakanna „image" og „identity". ímynd felur þannig bæði í sér það hvernig aðrir sjá okkur, og einnig hvernig við sjáum okkur og viljum að aðrir sjái okkur. ímynd heillar stéttar er því flókið fyrirbæri og líklega harla erfitt að fá nærri 4000 hjúkrunarfræðinga til að líta starf sitt sömu augum og lýsa því á sama veg. Engu að síður hefur fjöldi félagsmanna FÍH hvatt til þess að félagið beiti sér fyrir átaki varðandi ímynd stéttarinnar, bæði inn á við og út á við. Stjórn félagsins hefur ákveðið að taka hvatningunni og hefur nú hrundið af stað viðamiklu verkefni er varðar ímynd hjúkrunarfræðinga. Skipaður hefur verið átakshópur félags- manna, sem mun verða bakland verk- efnastjórans, Jóns Aðalbjörns Jóns- sonar, og almennatengslafyrirtækisins og auglýsingastofunnar sem fengnar hafa verið til samstarfs. Þó sérstakt átak verði gert nú á vormánuðum er ímyndarverkefnið hugsað sem viðvarandi viðfangsefni í störfum félagsins. Kjörorð verkefnisins er Þegar mest á reynir. ímyndarverkefnið miðast við tvo mark- hópa, almenning og hjúkrunarfræðinga sjálfa. Þó hjúkrunarfræðingar njóti trausts almennings, skv. þeim könnunum sem fyrir liggja, er Ijóst að alltaf má kynna menntun og störf hjúkrunarfræðinga betur. Alls er óvíst að fólk geri sér almennt grein fyrir því að hjúkrunarfræðingar hafa lokið fjögurra ára ströngu háskólanámi, auk þess sem sístækkandi hópur hefur lokið eins til tveggja ára viðbótarnámi. Á þriðja tug hjúkrunarfræðinga hefur lokið doktorsnámi. Hjúkrunarfræðingar hafa þannig góða menntun og sinna viðamiklum og ábyrgðarmiklum störfum í mæðravernd, ungbarnavernd, skóla- hjúkrun, heimahjúkrun, á skurðstofum, gjörgæsludeildum, legudeildum, göngu- deildum, hjúkrunarheimilum og svona mætti áfram telja. Það er mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir því að hjúkrunarstarfið krefst mikillar þekkingar, símenntunar, faglegrar færni og tækni- þekkingar. Að margra mati hefur hjúkr- unarfræðingum ekki tekist að koma þessum upplýsingum til aimennings og má í því sambandi benda á bækur og greinar Suzanne Gordon. Sá þáttur ímyndarverkefnisins, sem lýtur að hjúkrunarfræðingum sjálfum, er ekki síður mikilvægur. Hjúkrunarfræðingar verða að meta menntun sína og starf að verðleikum, virða það og tala af virðingu um það, ef skapa á jákvæða mynd út á við. Viðhorf hjúkrunarfræðinga og umtal um fagið og starfið smitar út frá sér, til annarra hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðinema, samstarfsmanna, sjúklinga og annarra sem til heyra. Ábyrgð hvers og eins okkar er því mikil. ímyndarverkefnið inn á við mun einkum lúta að þremur þáttum, námskeiðum fyrir hjúkrunarfræðinga í samstarfi FÍH og Endurmenntunar Háskóla íslands, ýmiss konar útgefnu efni og síðast en ekki síst verður mikil áhersla á samspil ímyndarinnar og kjarasamninganna fram undan. Þó kjarasamningar séu gerðir á félags- legum grunni verður hver og einn hjúkr- unarfræðingur að bera ábyrgð á eigin launum. Þekking á og eftirlit með að starfsheiti sé viðeigandi, starfslýsing réttmæt og launasetning sanngjörn eru lykilatriði. Hjúkrunarfræðingar þurfa að þekkja kjarasamningsbundin réttindi sín og hafa eftirlit með því að þau séu virt. Mikil umframeftirspurn er eftir hjúkrunar- fræðingum, bæði á opinberum og almennum markaði. Almennt gildir lög- mál framboðs og eftirspurnar á vinnu- markaði þannig að þegar eftirspurn eftir ákveðnum hópum launamanna, þekkingu þeirra og færni er meiri en framboðið þá hækka launin. Það skapast samkeppni um vinnuaflið. Þetta lögmál hefur ekki gilt hjá hjúkrunarfræðingum. Fram tii þessa hefur hið opinbera nánast haft algjöra einokunaraðstöðu og þannig getað hunsað þetta almenna lögmál. Nú eru hins vegar tímar og aðstæður að breytast. Hjúkrunarfræðingar, hver og einn, geta nú og verða að leggja niður fyrir sér hvað þeir telji sanngjörn laun fyrir þá þekkingu og færni sem þeir eru að „selja". Það innleiðir enginn umrætt lögmál framboðs og eftirspurnar fyrir okkur, það verðum við að gera sjálf. Sterk og jákvæð ímynd, samstarf og samhugur eru lykilhugtök í störfum FÍH og hjúkrunarfræðinga allra á næstu mánuðum. Samstaðan skiptir sköpum þegar mest á reynir. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.