Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 16
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is HJÚKRUN Á VETTVANGI ER LÍKA HJÚKRUN Viðtal við Báru Benediktsdóttur Bára Benediktsdóttir er fjölhæfur og kraftmikill hjúkrunarfræðingur sem hefur reynt ýmislegt á starfsferli sínum. Hún er ekki mikið fyrir að tala um reynslu sína en fékkst til að ræða við ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga um víðtækt starf sitt utan sjúkrastofnana, bæði innan lands og utan. Bára er úr Háskólanum á Akureyri og var með nokkurra ára reynslu sem hjúkrunarfræðingur þegar hún hóf störf á slysa- og bráðamóttöku á Sjúkrahúsi Reykjavíkur haustið 1996. Hún starfar enn þar sem nú heitir slysa- og bráðadeild Landspítala í Fossvogi, aðallega sem fræðslustjóri og verkefnastjóri utanspítalaþjónustu. Hún er reyndar að hætta sem fræðslustjóri og fer að vinna við að innleiða stefnumiðað árangursmat á slysa- og bráðasviði. Stefnumótun og árangursmat voru áherslur hennar í meistaranámi í mannauðsstjórnun sem hún lauk vorið 2007. Á flugslysaæfingu á Egilsstöðum 2000 En af hverju fór hún að vinna við það sem hún kallar utanspítalaþjónustu? „Fljótlega eftir að ég byrjaði á slysadeild fann ég að oft skorti samhæfingu milli heilbrigðiskerfisins og þeirra björgunar- aðila sem voru að vinna á slysavettvangi," segir Bára. „Spítalinn er mikilvægur hlekkur í móttöku og meðhöndlun veikra og slasaðra en við getum ekki sinnt slösuðu fólki ein. Þetta varðar öryggi sjúklinga og krefst þess að við tölum betur saman." Þegar hún var í fyrsta sinn send með greiningarsveit á æfingu á Reykjavíkurflugvelli var ekki alveg Ijóst hvert hennar hlutverk eða hlutverk greiningarsveitar væri. Henni fannst heilbrigðisstarfsfólkið reyna of mikið að taka að sér stjórnunarhlutverk og það ynni ekki nógu vel með hinum og einangraðist þess vegna. Allir hinir viðbragðsaðilarnir virtust vera þjálfaðir í að vinna saman en það vantaði að samhæfa greiningarsveit og aðila eins og Almannavarnir og lögreglu. Þetta á ekki bara við á hópslysaæfingum heldur einnig í daglegu starfi, til dæmis í samskiptum við sjúkraflutningamenn. Sjúklingurinn á það skilið að fá samfellda hjúkrun frá upphafi slyss eða veikinda. Það er hægt að flýta fyrir útskrift með því að meðhöndla og hjúkra sjúklingnum rétt á slysstað og með því að fá greinargóðar upplýsingar um hvað hefur verið gert áður en sjúklingurinn kemur í hús. Báru fannst starfsfólk á sjúkrahúsum vita of lítið um það sem gerist fyrir utan þeirra vinnustað. „Heilbrigðisstarfsfólk og ekki síst hjúkrunarfræðingar þurfa að þekkja almannavarnakerfið og hvernig það virkar. Það eru meira að segja ákvæði í almannavarnalögunum um heilbrigðisstarfsfólk. Ég vildi vita meira um þetta en átti erfitt með að sækja þessa þekkingu innan spítalans," segir Bára. Á flugslysaæfingu á Sauðárkróki 2007 Áhugi Báru á utanspítalaþjónustu varð til þess að hún var fengin í ráðgjafahóp Flugmálastjórnar þar sem eru saman komnir ýmsir sérfræðingar í viðbrögðum við hópslysum. Hún er þar fulltrúi landlæknisembættisins en nýturstuðnings Landspítala. Undanfarin ár hefur hún farið á alla áætlunarflugvelli á íslandi þegar þar hafa verið hópslysaæfingar. Hlutverk hennar er að fylgjast með ferli, forgangsröðun og aðbúnaði slasaðra. Hún tekur einnig þátt í gerð aðgerðaráætlunar heilbrigðisstarfsmanna í flugslysaáætlunum. Út úr þessum æfingum hefur meðal annars komið 14 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.