Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 24
Ragnheiður Alfreðsdóttir, rangalf@krabb.is MIKILVÆG RÁÐGJÖF HPV-veirur: leghálskrabbamein, kynfæravörtusmit og bólusetning Leghálskrabbameín er næstalgengasta krabbamein meðal kvenna ef litið er til heimsins alls, Á íslandi var leghálskrabbamein ellefta algengasta krabbameinið hjá konum á árunum 2002-2006 og dánartíðni af völdum þess hvað lægst á heimsvísu. Þessi einstaki árangur á íslandi er að þakka skipulagðri leit sem framkvæmd er með leghálsskoðun. Það var fyrir meira en 50 árum að læknir að nafni Papanicolaou gerði þá uppgötvun að hægt væri með stroki frá leghálsi að finna konur sem ættu á hættu að fá leghálskrabbameín. Skipulögð leit að leghálskrabbameíni hófst á íslandi árið 1964. Markmið leitarstarfsins er að lækka nýgengi* og dánartíðni** af völdum leghálskrabbameins og er árangurinn ótvíræður þar sem nýgengi hefur í árslok 2006 lækkað um 65% og dánartíðnín um 87%. Á meðfylgjandi línuriti, sem tekur mið af alheimsstaðlaðri*** aldurstíðni****, sést árangur af leit að leghálskrabbameini á íslandi. Efskoðaðareru aldursstaðlaðar**** skýrslur um nýgengi miðað við 100.000 konur þá greindust 16,2 konur á árunum 1957-1961, 23,1 kona á árunum 1967- 1971 en 8,8 konur á árunum 2002-2006. Legháskrabbamein 1956-2006: Nýgengi og dánartíðni Árlegt aldursstaðlað m.v. alheimsþýði sem tekur mið af heimsstaðlaðri aldurstíðni Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur, samkvæmt þjónustusamningi við heil- brigðisráðuneytið, umsjón með skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsleitar í nánu samstarfi við frumurannsóknastofu félagsins. Tilgangur leitarinnar er að koma í veg fyrir myndun krabbameins með því að finna forstig sjúkdómsins áður en ífarandi***** vöxtur hefur myndast eða þá að finna meinið á hulinstigi, þ.e. eftir að ífarandi vöxtur hefur byrjað en áður en hann leiðir til einkenna. Hulinstig er meðhöndlað með keiluskurði og hefur ekki áhrif á frjósemi konunnar. Boðunaraldur og millibil skoðana hefur lengst af tekið mið af konum á aldrinum 25-69 ára sem hafa verið boðaðar á þriggja ára fresti. Vegna hækkandi tíðni mikilla forstigsbreytinga (CIN 2-3) og ífarandi krabbameins eftir 1980 meðal kvenna voru neðri aldursmörk færð niður í 20 ára aldur 1988. Frá sama tíma hafa konurnar verið boðaðar til leitar á tveggja ára fresti í þeim tilgangi að fá sem alflestar konur í boðunarhópi til að mæta a.m.k. á þriggja ára fresti. Rannsóknir á leitarstöðinni benda þó til að bil milli skoðana geti verið allt að 4 ár hjá konum eftir fertugt hafi þær mætt reglulega og frumustrok verið eðlileg. Á árunum 2003 til 2006, þ.e. á þriggja ára tímabili, mættu 78% boðaðra kvenna á aldrinum 25-69 ára í skoðun að meðtöldum þeim konum sem leituðu til sérfræðinga og sjúkrastofnana. Á sama tímabili mættu aðeins 58% kvenna á aldrinum 20-24. Þetta er áhyggjuefni og gefur tilefni til aukinnar fræðslu um orsakir og áhættuþætti sjúkdómsins og mikilvægi leghálskrabbameinsleitar í forvörnum. Jafnframt er mikilvægt að benda á að krabbamein á byrjunarstigi í leghálsi er án einkenna en það gerir markvissa leit enn mikilvægari. Nú er vitað að leghálskrabbamein orsakast af svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru (human papillioma virus) ásamt öðrum þáttum en þeir eru aldur við fyrstu samfarir, fjöldi rekkjunauta, kynsjúkdómar, reykingar, getnaðarvarnarpillan og fleira. HPV-veiran smitast við kynmök en ekki er unnt að útiloka smit milli fólks með beinni snertingu. Áætlað er að um 80% allra kvenna smitist af HPV-veiru einhvern tíma á lífsleiðinni. Slíkt smit er algengast meðal yngri kvenna og er talið að um 40-50% kvenna smitist af HPV-veirunni fyrir 25 ára aldur. Hækkandi hlutfall forstigsbreytinga 22 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.