Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 26
Cecilie Björgvinsdóttir, cissy@hjukrun,is FJARVISTIR VEGNA VEIKINDA EÐA SLYSS í 5. tbl. 2007 fjallaði Cecilie Björgvinsdóttir, verkefnastjóri kjaramála hjá FÍH, um bætur og réttindi við vinnutengd veikindaforföll . Hér er sagt frá réttindi félagsmanna við veikindi eða slys sem tengjast ekki beint vinnunni. Nú þegar flensutíð rikir getur verið ágætt að hafa eftirfarandi i huga: Veikindaréttur starfsmanns er háður þeim ráðningarkjörum sem hver og einn er á. Þetta á sérstaklega við um þá sem starfa á almennum markaði en þar gilda ekki samtryggingarákvæði kjarasamninga nema tekið sé fram að viðkomandi starfsmaður þiggi laun skv. ákveðnum kjarasamningi. Hjá þeim sem starfa á kjara- samningum Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga gilda eftirfarandi ákvæði. Veikindi starfsmanns Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem í kjölfarið ákveður hvort læknisvottorðs sé krafist. Yfirmaður- inn getur ákveðið hvort trúnaðarlæknir við- komandi stofnunar á að gefa vottorðið út í stað meðferðarlæknis. Læknisvottorð Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem yfirmanni stofnunar þykir þörf á. Komi starfsmaður ekki til vinnu í meira en 5 vinnudaga samfleytt ber honum aö sanna óvinnufærni sína með læknisvottorði. Sé starfsmaður óvinnufær um langan tíma þarf hann að endurnýja læknisvottorðið eftir nánari ákvörðun yfirmanns, þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Frá þessu má víkja að tillögu trúnaðarlæknis. Endurgreiða skal starfsmanni gjöld vegna læknisvottorðs. Þáttur trúnaðarlæknis Starfsmanni er skylt að fara í hverja þá læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir telur nauðsynlega til þess að skera úr því hvort forföll séu lögmæt. Vinnuveitandi greiðir fyrir þessar rannsóknir. Réttur til launa vegna veikinda og slysa Fastráðinn starfsmaður: Starfsmaður, sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum, skal halda launum svo lengi sem veikindadagar taldir í almanaksdögum verða ekki fleiri en greinir hér að neðan á hverjum 12 mánuðum: Starfstími Fyrstu 3 mánuðir í starfi Næstu 3 mánuðir í starfi Eftir 6 mánuði í starfi Eftir 1 ár í starfi Eftir 7 ár í starfi Eftir 12 ár í starfi Eftir 18 ár í starfi Réttur eftirlaunaþega í tímavinnu til launa vegna veikinda er 1 mánuður á hverjum 12 mánuðum. Laun í veikindum skal miða við meðaltal dagvinnulauna síðustu 3 mánuði fyrir veikindi. Laun greiðast ekki lengur en ráðningu var ætlað að standa. Við framantalinn rétt bætist að auki réttur til dagvinnulauna í 13 vikur eða 91 dag ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi. Launagreiðslur í fyrstu viku veikinda greiðast auk mánaðarlauna fastar greiðslur, svo sem fyrir yfirvinnu, vakta-, gæsluvakta-, og óþægindaálag, enda sé um fyrirfram- ákveðinn vinnutíma að ræða. Starfsmenn, sem skila vinnuskyldu sinni óreglubundið, teljast hafa verið fjarverandi í eina viku þegar vikulegri vinnuskyldu viðkomandi er náð. Fjöldi daga 14 dagar 35 dagar 119 dagar 133 dagar 175 dagar 273 dagar 360 dagar Starfsmaður í tímavinnu: Starfsmaður, sem ráðinn er í tímavinnu, skal halda launum svo lengi sem veikindadagar taldir í almanaksdögum verða ekki fleiri en greinir hér að neðan á hverjum 12 mánuðum: Eftir fyrstu viku veikinda skal starfsmaðurfá greitt meðaltal þeirra yfirvinnustunda sem hann fékk greiddar sl. 12 almanaksmánuði auk þeirra launa sem um getur hér að ofan, þ.e. vegna álagsgreiðslna. Starfstími Á 1. mánuði í starfi Á 2. mánuði í starfi Á 3. mánuði í starfi Eftir 3 mánuði í starfi Eftir 6 mánuði í starfi Fjöldi daga 2 dagar 4 dagar 6 dagar 14 dagar 30 dagar Starfshæfnisvottorð Hafi starfsmaður verið fjarverandi vegna veikinda í samfellt 1 mánuð eða meira skal hann ekki hefja starf að nýju nema læknir votti að heilsa viðkomandi leyfi það; stofnun er heimilt að krefjast vottorðs trúnaðarlæknis hlutaðeigandi stofnunar. 24 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.