Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 27
FRÉTTAPUNKTUR Inflúensuveirur af stofni A Veikindi í fæðingarorlofi Veikindi í fæðingarorlofi teljast ekki til veikindaforfalla og á starfsmaður ekki rétt til launa þann tíma. Veikindi barna Annað foreldri á rétt á að vera frá vinnu í samtals 10 vinnudaga (80 vinnu- skyldustundir miðað við fullt starf) á hverju almanaksári vegna veikinda barna undir 13 ára aldri verði annarri umönnun ekki komið við. í þessum fjarvistum greiðast dagvinnulaun og vaktaálag skv. - reglubundinni vaktskrá. Veikindi/fráfall nákomina í kjarasamníngum félagsins er ekki kveðið á um fjarvistir vegna þessa að undanskildu ákvæði um fráfall í kjarasamningi félagsins við Launanefnd sveitarfélaga (LN) sem fjallað er um hér á eftir. Starfsmenn, sem starfa á kjarasamningi félagsins við Launanefnd sveitafélaga (LN), eiga rétt á eftirfarandi að auki. Tæknifrjóvgun Starfsmönnum, sem eru fjarverandi vegna tæknifrjóvgunar, verði greidd dag- vinnulaun og eftir atvikum vaktaálag skv. reglubundinni vaktskrá (eins og vegna veikinda barns) í allt að 15 vinnudaga ef nauðsyn krefur. Starfsmaður skili vottorði frá lækninum, sem framkvæmir tæknifrjóvgunina, eða lækninum sem sendir starfsmanninn í þessa aðgerð, en þá verður það að koma fram á vottorðinu að um slíka ákvörðun sé að ræða. Fráfall Við andlát nákomins ættingja eða aðstandanda skal starfsmaður eiga rétt á allt að 1/2 mánaðar fríi á venjubundnum launum ef nauðsyn krefur. Forföll af óviðráðanlegum ástæðum Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar (force majeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem krefjast tafarlausrar nærveru starfsmanns. Starfs- maður á ekki rétt á launum frá atvinnu- rekanda í framangreindum tilfellum. Viðbótarréttindi hjá BHM * Hjúkrunarfræðingar, sem starfa hjá hinu opinbera eða hjá stofnunum sem reknar eru að meirihluta fyrir almannafé, eiga rétt á dagpeningum úr Styrktarsjóði BHM sem nema 9.000 kr. fyrir hvern virkan dag fyrir fullt starf og hlutfallslega fyrir hlutastarf í allt að 1 ár eftir að veikindarétti frá vinnuveitanda lýkur. * Hjúkrunarfræðingar, sem starfa á almennum markaði og eru með fulla aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM, eiga rétt á 80% af heildarlaunum í allt að 1 ár eftir að veikindarétti frá vinnuveitanda lýkur. Stöðvið leghálskrabbamein - áskorun frá leitarstöð Krabbameinsfélagsins Leghálskrabbamein er næstalgeng- asta krabbamein meðal kvenna ef litið er til heimsins alls. Á hverju ári greinast í Evrópu 50.000 konur og 25.000 deyja af völdum þessa sjúkdóms. Við íslendingar eigum því láni að fagna að hérlendis er dánartíðni af völdum leghálskrabbameins hvað lægst á heimsvísu vegna vel skipulagðrar leitar. Aðrar þjóðir, jafnvel innan Evrópu, geta ekki státað af slíkum árangri. Evrópusamtökin ECCA (European Cervical Cancer Association: http://www.ecca.info) berjast fyrir því að allar evrópskar konur hafi sama rétt til bestu fáanlegra for- varna gegn þessum sjúkdómi. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur borist beiðni frá ECCA um aðstoð við að safna undirskriftum á íslandi undir áskorun sem nefnist á ensku „STOP Cervical Cancer Petition“ en þar eru Evrópu- þingið, framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins og ríkisstjórnir allra landa í Evrópu hvött til að veita öllum evrópskum konum þennan rétt. Þú getur skráð þig á http://www. cervicalcancerpetition.eu/ - smelltu á íslenska fánann og skráðu þig inn sem stuðningsaðila. Markmiðið er að fá undirskriftir frá einni milljón íbúa í Evrópu. 15 febrúar síðastliðinn höfðu samtals 143.017 skráð sig, þar af 7.429 á íslandi. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 25

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.