Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Side 34
að mynda heimilislausum, innflytjendum, flóttamönnum og ferðamönnum (Hatchett, 2003). Þessi hugmynd fellur vel að þeim upplýsingum sem Sveinbjörn Bjarkason heitinn veitti í viðtali við blaðamann DV sumarið 2007. Hann sagði: „Enginn sem býr í strætinu er með heimilislækni. Þarna eru þó sykursjúkir jafnt og hjartasjúklingar, og margir eiga við þunglyndi að stríða. Helsta vonin er að fara til prests og fá aðstoð hjá honum til að leysa út lyf“ (Erla Hlynsdóttir, 2007). Rannsóknir, sem gerðar voru á breytingum á hlutverkum hjúkrunarfræðinga á þessum tíma, leiddu í Ijós að hlutverk þeirra höfðu víkkað en þó misjafnlega mikið. Breytingarnar fólust aðallega í greiningu, meðferð og eftirliti með einföldum og/ eða langvinnum vandamálum sjúklinga. Hjúkrunarfræðingarnir gáfu fyrirmæli um rannsóknir og röntgenmyndatökur til að greina sjúkdóma auk þess sem þeir vísuðu til sérfræðinga í læknisfræði jafnt sem í hjúkrunarfræði. Þeir settu á fót þjónustustöðvar sem höfðu það hlutverk að fullnægja ýmsum þörfum í umhverfi þeirra. Þetta voru til að mynda þjónustustöðvar sem sinntu húð- og ofnæmisvandamálum, fjölskylduráðgjöf og fíknefnamisnotkun (Walsh o.fl., 2003). Niðurstöður rannsóknar Walsh og félaga (2003) leiddu jafnframt í Ijós að hjúkrunarfræðingarnir efldust í nýju og breyttu starfi auk þess sem þeir sýndu mikinn áhuga á viðbótarnámi til að geta betur tekist á við nýju hlutverkin. Menntun, sjálfstraust og færni voru mikils metin og aðaláherslan var á þjónustu við sjúklinga. Rannsóknin varpaði einnig Ijósi á breytingar áfaglegum samskiptum hjúkrunarfræðinga og lækna sem endurspegluðust í nýjum jafnræðisgildum, virðingu fyrir faglegri hæfni og áherslum hvorrar stéttar fyrir sig auk mikilvægis þess að starfa saman að vandamálum sjúklinga. Á tímabilinu í kringum árið 2000 leit ný útfærsla á hjúkrunarstýrðri þjónustu dagsins Ijós en það voru svokölluð walk-in centers sem áður voru nefnd. Þjónustan er hjúkrunarstýrð en getur boðið upp á læknisþjónustu í afmarkaðan tíma. Hún sinnir sjúklingum sem ganga inn af götunni með ný heilsufarsvandamál og hafa ekki verið sjúkdómsgreindir af lækni. Vandamálin eru til að mynda minniháttar sár og brunasár, lið- og vöðvavandamál, höfuðverkur, hár hiti, minniháttar sýkingar eins og þvagfæra- sýkingar, eyrna- og nefsýkingar, augn- bólgur, bráðagetnaðarvarnir, fjölskyldu- ráðgjöf og þungunarpróf. Þessar þjónustustöðvar eru reknar á vegum heilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi (NHS) og á fyrstu árum hennar urðu strax til 40 slíkar í landinu. Þær eru staðsettar víða, til að mynda í miðborg Lundúna, á flugvöllum og á sjúkrahúslóðum. Margar þeirra hafa langan afgreiðslutíma, þó ekki sólarhringsþjónustu. Þjónustan er ætluð þeim sem eiga erfitt með að komast á heilsugæslustöð vegna vinnutíma síns eða vegna langs biðtíma. Einnig er þjónustunni ætlað að létta á bráðamótttökum sjúkrahúsa sem oft eiga fullt í fangi með tilfelli sem ekki eru bráðatilfelli í raun. Þjónustan er einnig ætluð minnihlutahópum eins og heimilislausum og innflytjendum. Talið er að gott aðgengi og lítill sem enginn biðtími stuðli að því að þessir hópar leiti sér frekar hjálpar (Hatchett, 2003). Stuðningur bresku ríkistjórnarinnar Breski Verkamannaflokkurinn veitti hjúkrunarstýrðum þjónustustöðvum stuðning af ýmsum ástæðum, meðal annars til að auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustunni, nýta betur mannaflann, viðurkenna faglega þekkingu hjúkrunarfræðinga og fækka vinnustundum lækna. Stuðningurinn var með eftirtöldum hætti: • Áætlun ríkistjórnarinnar, sem nefndist „Making a difference", varpaði Ijósi á getu hjúkrunarstýrðra þjónustustöðva til að veita sjúklingum minniháttar meðferð, heilbrigðisupplýsingar og ráðgjöf til sjálfshjálpar (Department of health NHS Executive HSC 1999/158, 1999). • Crown-skýrslan gerði hjúkrunarfræð- ingum kleift að afla lyfseðilskyldra lyfja samkvæmt sérstökum reglum. Þetta einfaldaði og ýtti undir hjúkrunarstýrða þjónustu. • Árið 2000 ákvað ríkisstjórnin að auka fjárframlög til NHS um 35% á fimm ára tímabili. Ákvörðuninni fylgdu kvaðir um breytingar á starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þáverandi forsætisráðherra, Tony Blair, kynnti. Nýr samningur var gerður á milli ríkis- stjórnar og heilbrigðiskerfis og einn hluti hans fjallaði um hvernig taka mætti upp sveigjanlegri menntun og starfsaðferðir, tryggja að læknar eyddu ekki tíma sínum í að sinna sjúklingum sem annað heilbrigðisstarfsfólk gæti sinnt á öruggan hátt og fella niður óþarfa höft á störfum heilbrigðisstarfsfólks Slík höft taldi Blair ekki sæma nú- tímaheilbrigðisþjónustu. Þáverandi heilbrigðisráðherra, Alan Milburn, ávarpaði breska hjúkrunarfélagið, The Royal College of Nursing, á þessum tíma og ræddi þá um að hjúkrunarfræðingar væru miðpunktur í áformum ríkisstjórnarinnar um nútímavæðingu heilbrigðiskerfisins og lofaði breytingum sem „frelsuðu hjúkrunarfræðinga frekar en að setja á þá frekari takmarkanir". Hann sagði jafnframt að hjúkrunarfræðingar væru nýir leiðtogar breytinga og að gildi hjúkrunar væru þau sömu og leggja ætti til grundvallar í heilbrigðiskerfinu. Þessi gildi voru: umhyggja, samhygð, fagmennska og hollusta (Lewis, 2001). • Hlutverk hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- stýrðri þjónustu er viðurkennt á ýmsum sviðum. Dæmi um slíka viðurkenningu er The National Service Framework for Coronary Heart Disease sem er að finna hjá Department of Health 2000b: 48 (Hatchett, 2003). Gagnsemi þjónustunnar Hjúkrunarstýrð þjónusta er sérhæfð og fellur vel að heilbrigðisvandamálum þeirra sem eiga við langvinna sjúkdóma að stríða, eru aldraðir og veikir eða eru illa settir og utangarðs í samfélaginu. Þjónustan felur í sér að sjúklingar eiga greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu og markmið hennar er að fylgjast með heilsufari sjúklinganna og viðhalda og bæta heilsu þeirra. Þetta felur í sér að stytta biðtíma eftir þjónustu, veita öflugri þjónustu í heimahúsum, símaþjónustu og netþjónustu. Rannsóknir og reynsla af hjúkrunarstýrðum þjónustustöðvum hafa bent til þess að útvíkkað hlutverk 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.