Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 42
Stella Hrafnkelsdóttir og Alda Gunnarsdóttir, stellahr@landspitali.is KYNNING Á FAGDEILD LUNGNAHJÚKRUNARFRÆÐINGA Tímarit hjúkrunarfræðinga heldur áfram að kynna fagdeildir og er röðin nú komin að fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga. Deildin er 12 ára á þessu ári og hefur margt gengið á síðan hún var stofnuð en starfið og stjórnin er örugg og traust. Upphaf stofnunar fagdeildar lungna- hjúkrunarfræðinga má rekja til ferðar þriggja hjúkrunarfræðinga frá Vífilsstöðum á ráðstefnu lungnahjúkrunarfræðinga í Bergen í Noregi árið 1994. Þær sem fóru voru Alda Gunnarsdóttir, Stella Hrafnkelsdóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Þetta var fyrsta þing norrænna lungnahjúkrunarfræðinga og var það haldið í samstarfi við þing lungnalækna. Þar hittust fulltrúar þeirra lungnafagdeilda sem þegar höfðu verið stofnaðar, þ.e. SLIF í Svíþjóð og NLFI f Noregi, fulltrúar sem voru að undirbúa stofnun fagdeildar í Danmörku auk fulltrúa frá íslandi, Finnlandi og Færeyjum. Mikill áhugi var fyrir því að efla norrænt samstarf og voru lögð drög að því í Bergen. Ráðstefnan í Bergen stendur upp úr fyrir margra hluta sakir, einkum fyrir þau áhrif sem hún hafði á okkur og hvernig hún fyllti okkur eldmóði. í framhaldi af því tókum við ákvörðun um að stofna eigin fagdeild. Tveimur árum seinna var hist í tengslum við norræna lungnaráðstefnu sem haldin var í Lundi og sátu tveir íslenskir fulltrúar aðalfund fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga í Svíþjóð. Stofnun fagdeildarinnar krafðist mikils undirbúnings og var leitað til Helgu Jónsdóttur, nú prófessors í hjúkrun, eftir liðsauka. Auk þess var leitað til hjúkrunarfræðinga á helstu sjúkrahúsum landsins, verkefnið kynnt þeim og þeim boðin þátttaka. Jónína Sigurgeirsdóttir frá lungnadeildinni á Reykjalundi og Jónína Óskarsdóttir frá lungnadeildinni á Borgarspítalanum komu til samstarfs við okkur. Margir undirbúningsfundir voru haldnir í fundar- herbergi Vífilsstaðaspítala. Lögð var mikil vinna í að semja reglur fagdeildarinnar og var stuðst við reglur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og reglur annarra fagdeilda. Ýmislegt gekk á við stofnun fagdeildarinnar og fannst sumum oft nóg um og héldu reyndar í upphafi að þetta ætti bara að vera eins konar saumaklúbbur þar sem væri hist til skrafs og ráðagerða. En reyndin varð önnur. Til dæmis var ekki hlaupið að því að fá nafn fagdeildarinnar samþykkt og voru heilmikil bréfaskrif á milli okkar og þáverandi formanns FÍH. Hugnaðist formanni félagsins ekki nafnið fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga og þótti það vísa til þess að við værum að hjúkra lungum en ekki sjúklingum og að heitið lungnahjúkrunarfræðingurværiekkitil. Kom hún með ýmsar hugmyndir að nöfnum svo sem fagdeild hjúkrunarfæðinga sem vinna við hjúkrun lungnasjúklinga. Var að lokum leitað álits hjá íslenskri málstöð sem gerði ekki athugasemd við nafnið. Niðurstaða umræðna var sú að stjórn fagdeildarinnar færi þess á leit við FÍH að nafn þetta myndi skoðast sem nýyrði og viðbót við íðorðasafn hjúkrunarfræðinga. Fékkst heiti fagdeidarinnar þar með samþykkt. Stofnfundur fagdeildar lungnahjúkrunar- fræðinga var haldinn í húsnæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 9. maí 1996. Við hæfi þótt að þeir sem stóðu að stofnun fagdeildarinnar sætu í fyrstu stjórninni og lagði Helga það til á stofnfundinum og var það samþykkt rússneskri kosningu. Fyrsta stjórn deildarinnar var því þannig skipuð: Alda Gunnarsdóttir, formaður Stella Hrafnkelsdóttir, gjaldkeri Jónína Sigurgeirsdóttir, ritari Jónína Óskarsdóttir, meðstjórnandi Helga Jónsdóttir, meðstjórnandi Endurskoðendur: Anna S. Ólafsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Ástofnfundinnkom21 hjúkrunarfræðingur en þeim fjölgaði fljótlega í 30 og eru félagsmenn núna um 70 talsins. í upphafi var lögð mikil áhersla á að í tengslum við fundi væri boðið upp á metnaðarfulla fræðslu og hefur verið staðið við það. Margir góðir fyrirlestrar um málefni lungnasjúklinga hafa verið haldnir. Undantekningalaust hefur verið góð mæting. En hver var tilgangurinn með stofnun fagdeildarinnar? í fysta lagi vildum við stuðla að bættri hjúkrun lungnasjúklinga með því að bæta menntun og hvetja hjúkrunarfræðingatilaðaukahæfnisínaog þekkingu. Einnig vildum við auka samstarf milli hjúkrunarfræðinga á stofnunum sem annast lungnasjúklinga og efla tengsl við hjúkrunarfræðinga erlendis. Þá var okkur ofarlega í huga að auka möguleika hjúkrunarfræðinga til áhrifa á stefnumótun í heilbrigðisþjónustu varðandi málefni lungnasjúklinga. Einnig vildum við efla tengsl við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og vera til ráðgjafar í því sem snýr að hjúkrun lungnasjúklinga. Margt hefur áunnist frá stofnun fagdeildarinnar og hefur verið unnið ötullega að ýmsu sem snýr að málefnum 40 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.