Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 45
„í opinberum rekstri fara peningarnir á marga pósta og milliliði sem ekki eru til staðar í einkarekstri sem fyrir vikið getur greitt starfsfólki hærri laun.“ eða fastráðnum hjúkrunarfræðingum eða þá öðru starfsfólki. Það er alþekkt að sumir hjúkrunarfræðingar ráða sig í hlutastarf og taka síðan aukavaktir til að drýgja tekjurnar. Slíkt er sjúkrahúsunum mjög dýrt sem eiga, að mínum dómi, að laða starfsfóik til sín í hærra starfshlutfalli til að draga úr yfirvinnukostnaði. Vissulega kostar aðkeypt vinna á sjúkrastofnunum meira en laun fastra starfsmanna í dagvinnu. Dæmið snýst hins vegar við þegar kemur að yfirvinnu. Hér verður því að hafa heildarmyndina í huga og eins lögmál ríkis- og einkarekstrar. í opinberum rekstri fara peningarnir á marga pósta og milliliði sem ekki eru til staðar í einkarekstri sem fyrir vikið getur greitt starfsfólki hærri laun.“ Veikindadagar borgaðir sem bónus Meðallaun hjúkrunarfræðinga, sem starfa hjá ríkinu, miðast við kjarasamninga sem allir eru bundnir af. Alhjúkrun er hins vegar einkafyrirtæki og hefur því beina samninga við sína starfsmenn og hefur þar af ieiðandi meiri sveigjanleika. Samkvæmt samningum og hefð á íslenskum vinnumarkaði er veikindaréttur starfsfólks tveir dagar í mánuði „En þurfi fólk ekki að nýta sér þessa daga borgum við þá út sem bónus. Það er enda mjög mikilvægt í okkar starfsemi að engar vaktir falli niður vegna veikinda, ella erum við að bregðast þeim skyldum sem við gefum okkur út fyrir að geta sinnt. Það fer ekki vel í stjórnendur ef við getum ekki staðið okkar plikt," segir Dagmar og bendir á að síðan Alhjúkrun var sett á laggirnar hafi veikindaforföll hjá fyrirtækinu verið innan við 1% en í nýútkominni úttekt um mönnun hjúkrunar á Landspítalanum kemur fram að veikindi starfsfólks í vaktavinnu eru 7,6% á árunum 2005 og 2006. „Við getum að sjálfsögðu ekki fullyrt að aðrir misnoti sér veikindaréttinn en í öllu falli hefur það fyrirkomulag okkar, að greiða fólki bónus veikist það ekki, gefið mjög góða raun," segir Jóna Ingibjörg. Verði hluti af heildinni Sem fyrr segir leita stjórnendur heil- brigðisstofnana einkum og helst til Alhjúkrunar þegar mannekla er því sem næst að setja alla starfsemi úr skorðum. Sumarleyfi og stórhátíðir eru álagstímar í þessu sambandi og svo aðrar skyndilegar og oft tímabundnar aðstæður þegar skapast vandamál sem þarf að leysa úr. „Svo að starfsmaður frá okkur verði einn af heildinni þarf hann að koma nokkuð oft inn á viðkomandi deild. Ef starfsmaður okkar kemur inn á deildina kannski einn dag í mánuði eða eitthvað ámóta nýtist hann ekki sem skyldi. Því reynum við að tryggja að sami starfsmaðurinn sinni alltaf ákveðnum deildum og stofnunum. En annars erum við með vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem geta gengið í hvaða verkefni sem er og það er miður ef stjórnendur geta ekki nýtt sér þekkingu og reynslu viðkomandi starfsmanns sem vera ber,“ segir Jóna Ingibjörg sem stóð vaktina á geðsviði Landspítala drjúgan hluta úr síðasta ári. Fjölbreytni og forvarnir Eins og nafn fyrirtækisins, Alhjúkrun, ber ef tii vill með sér er stefna fyrirtækisins sú að geta sinnt fjölbreyttri starfsemi. „Hugur okkar stendur einnig til þess að geta sinnt forvörnum, heilsuráðgjöf í fyrirtækjum og fleiru slíku. Þar er stór og vaxandi markaður. Meginþunginn í starfseminni hefur þó farið í að leysa bráðavanda á sjúkrastofnunum þegar starfsfólk vantar," segir Dagmar sem kveðst finna mjög vaxandi áhuga hjúkrunarfræðinga á að komast í störf hjá öðrum en ríkinu. Fjöldi fólks í stéttinni hafi til dæmis ráðið sig til starfa hjá lyfjafyrirtækjunum og ýmsum einkareknum stofnunum sem starfa skv. þjónustusamningum við ríkið. Þeir sem komið hafi til starfa hjá Alhjúkrun eru, segir framkvæmdastjórinn, margir hverjir að leita eftir fjölbreytni í starfi. Samkvæmt starfsmannaathugun, sem fyrirtækið gerði á síðasta ári, eru margir áfram um að geta stjórnað sínum vinnutíma sjálfir. Þannig séu flestir þeirra hjúkrunarfræðinga, sem starfa hjá Alhjúkrun, í föstu starfi annars staðar en taki vaktir hjá fyrirtækinu og sinni þannig fjölþættari störfum en ella væri. Markvissari forgangsröðun Guðlaugur Þór Þórðarson, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra sl. sumar, hefur boðað nýjar áherslur í heilbrigðismálum og jafnframt skarpari skil milli þeirra sem þjónustu veiti og ríkisins sem áfram muni fyrir greiða. Til framtíðar iitið segir ráðherrann Ijóst að fleiri muni veita heilbrigðisþjónustu en nú sé raunin. „í mínum huga er málið einfalt: Tryggja þarf sem besta þjónustu fyrir takmarkaða fjármuni og þá reyni ég að nýta jafn vel og mögulega er hægt. Mig gildir í raun einu hver leysir verkefnið af hendi, það eina sem ég geri kröfu um er að þjóðin fái áfram notið góðrar heilbrigðisþjónustu," sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Mannlíf sl. haust og einmitt í þessari stefnu sjá þær Dagmar og Jóna Ingibjörg sóknarfæri og möguleika. „Þjónusta heilbrigðiskerfisins þarf að vera fjölbreyttari. Þar nefni ég til dæmis öldrunarmálin, með stuðningi getur fjöldi aldraðra dvalist mun lengur heima í stað þess að þurfa að fara inn á stofnanir," segir Dagmar. „Kvóti Tryggingastofnunar varðandi greiðslur til þeirra sem sinna heimahjúkrun er takmarkaður og dugar ekki til að sinna þörf fyrir heimahjúkrun sem til staðar er. Raunar á þetta við fleiri svið heilbrigðisþjónustunnar; fjárveitingarnar haldast ekki í hendur við það sem gera þarf. Því er mikil þörf á heildstæðri úttekt á samtryggingakerfi iandsmanna þar sem þörf er á markvissari forgangsröðun og sömuleiðis að skapa örugg rekstrarskilyrði fyrir fleiri rekstrarform en nú er raunin.“ Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 43

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.