Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Síða 48
ÞANKASTRIK Inga Lútersdóttir HVE GLOÐ ER VOR ÆSKA ... Vangaveltur um líðan framhaldsskólanemenda Eftir útskrift úr hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands hóf ég vinnu á LSH eins og flest skólasystkin mín. Eftir tveggja ára vinnu þar og framhaldsnám í kennslufræðum hóf ég síðan störf við kennslu á framhaldsskólastigi. Ég var einnig ráðin sem skólahjúkrunarfræðingur skólans. Mér fannst mjög áhugavert að takast á við þetta nýja starf og velti töluvert fyrir mér hvað skólahjúkrunarfræðingur í framhaldsskóla ætti nú að gera. Inga Lútersdóttir Enginn fastur rammi er til um starfs- svið skólahjúkrunarfræðinga í framhalds- skólum og því er enn sem komið umfangið í höndum hvers skóla. Ég er með viðtalstíma tvisvar í viku og sinni síðan þeim tilfellum sem koma upp á hverju sinni. Þegar ég byrjaði kom mér verulega á óvart hve vanlíðan og erfiðleikar eru áberandi hjá ungmennum í dag. Vissulega hef ég, eins og aðrir, vitað að ekki er allt eins og best verður á kosið hjá ungu fólki en ekki kom mér í hug að svo margir glímdu við vanlíðan. Þau tilfelli, sem koma helst inn á borð til mín, eru einstaklingar sem glíma við depurð, þunglyndi eða erfiðleika heima fyrir. Hlutfallið er að mínu mati hátt, fimm til sex af hverjum tíu. Ég varð satt að segja fyrir hálfgerðu áfalli þegar mér varð þetta Ijóst. Nemendur í framhaldsskóla eiga einfaldlega margir mjög erfitt og ég get ekki annað en velt fyrir mér hvers vegna. Hvað er það sem veidur vaniíðan hjá ungu fólki, svo mikilli að það á erfitt með að komast fram úr á morgnana, hefur engan að tala við um sín mál og er í litlum tengslum við foreldra sína? Ég hef mikið velt þessu fyrir mér og velt þessari spurningu upp í umræðum við nemendur í kennslustundum. Það sem helst kemur fram í þeim umræðum er álag samfélagsins, krafan um að standa sig í kapphlaupinu og lítil tengsl við aðra í fjölskyldunni. Margir vinna með námi til að geta séð fyrir sér og skapar það vissulega mikið álag á nemendur. Eins virðast margir alls ekki geta rætt við sína nánustu ef eitthvað bjátar á og er skýringin oft einfaldlega sú að „ég er nú ekki vön/vanur að ræða svona mál við foreldra mína'1. Mörg þessara ungmenna koma til mín í viðtalstíma til að létta á sér og spjalla um lífið og tilveruna og þær áhyggjur sem þau hafa. Það er gott og gilt og vissulega er ég glöð yfir því að þau skuli gera það. Ég lýsi hins vegar yfir áhyggjum mínum vegna andlegrar heilsu ungs fólks. Hvað eigum við sem eidri erum og eigum að vera vegvísar þessara ungmenna að gera til að bæta úr? Er hraðinn og leitin að staðalímyndinni svona mikil að allt of margir verða út undan? Gleymum við að líta til beggja hliða og taka eftir fólkinu okkar sem hefur það bara alls ekkert svo gott? Höfum við sem erum stöðugt á hlaupum það endilega svo gott? Mér er spurn. Nú þegar jólahátíðin er um garð gengin með pompi og prakt þar sem öll markaðssetning gengur út á að segja okkur hversu glöð og ánægð við eigum að vera, helst alltaf, get ég ekki annað en hugsað, sérstaklega ef ég er stödd í stórmarkaði svona rétt yfir hátíðarnar: „En þetta gengur bara ekki svona vel.“ Ef ég lít í kringum mig sé ég að fæstir eiga auðvelt með að lifa í takt við hina lífsglöðu markaðssetningu. Ég vona að á nýju ári staldri sem flestir við og hugsi hvert stefnan sé tekin, hvað skiptir okkur máli í raun og veru. Vellíðan okkar nánustu, og okkar allra, ætti að koma fljótt upp í hugann og þess vegna vona ég að við öll getum horft betur til beggja hliða og tekið eftir unga fólkinu sem virkilega þarf á okkur að halda og munum að það þarf ekki endilega alltaf svo mikið ef við bara nýtum okkur tækifærin. Ég vona að nýja árið færi okkur öllum ánægjulegar stundir. Ég skora á Kristínu Sæmundsdóttur hjúkr- unarfræðing að skrifa næsta þankastrik. 46 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.