Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Qupperneq 51
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Fram kemur hjá Gardner og Matsen (2002) að genaþátturinn HLA-DR4, sem talinn er hafa áhrif á tilhneiginguna til að fá iktsýki, stjórnar einnig starfsemi ónæmiskerfisins. Iktsýki kemur hins vegar ekki fram hjá öllum sem bera genaþáttinn en sjúkdómurínn virðist koma fram við truflun í streituhormóna- og ónæmiskerfi líkamans sem í kjölfaríð fer að meðhöndla eigin vefi eins og um aðskotahlut sé að ræða. Frumur ónæmiskerfisins ráðast á liðþekju, liðbrjósk og undirliggjandi vefi í liðamótum með þeim afleiðingum að liðþekjan bólgnar en sjúkdómurinn getur líka haft áhrif á stoðvef, vöðva, sinar og bandvef (Gardner og Matsen, 2002; fslensk erfðagreining, 2004; Kristján Steinsson, 2003; Kuhn o.fl., 2006; Walker o.fl., 1999). Rannsóknir í vitundarónæmisfræði (psychoneuroimmunology) hafa aukið þekkingu okkar og skilning á samspili streitu og heilbrigðis. Rannsóknir Glaser og Kiecolt-Glaser (2005) hafa t.d. sýnt að öflugir streituvakar og þær neikvæðu tilfinningar, sem þeim fylgja, valda lífeðlisfræðilegum breytingum. Vitað er að mikil eða langvarandi streita truflar ónæmiskerfið verulega (Kemeny og Gruenewald, 1999). Hún getur valdið margháttuðum breytingum og langvarandi streita getur gert einstaklinginn viðkvæmari fyrir smitsjúkdómum (Brosschot o.fl., 1998). Það er Ifka vitað að sú tilfinning, að fá engu breytt þegar mikið álag dynur yfir, getur haft áhrif á ónæmiskerfið sem eru langtum meiri en álagið sjálft segir til um (Pert o.fl., 1998). Hvort sem alvarleg áföll eru af líkamlegum eða andlegum toga virkja þau streitukerfi iíkamans en alvarleg sálræn áföll eru hins vegar þekkt að því að ýmist auka andlegan vöxt og þroska fólks eða valda andlegu niðurbroti vegna langvarandi streitu sem skapast af ófullnægjandi úrvinnslu tilfinninga eftir áfaliið (Bonanno og Kaltman, 2001; Calhoun og Tedeschi, 2001; Geels og Wikström, 1999; Neimeyer, 2001; Parkes og Weiss, 1983). Þannig eru til staðar vísbendingar um að 15-20% fólks nái ekki að vinna á fullnægjandi hátt úr reynslu sem flokkast tii alvarlegra sálrænna áfalia (Bonanno og Kaltman, 2001; Rudolf R. Adolfsson, 2004) og að hætta sé á að andlega niðurbrotinn einstaklingur þrói með sér sjúklegt ástand eða geðröskun á borð við áfallaröskun sem hrjáir um 6% fólks (Altemus o.fl., 2003; Guðfinnur P. Sigurfinnsson og Kristinn Tómasson, 2001; Kawamura o.fl., 2001). Með samspil streitu og iktsýki í huga eru niðurstöður Kawamura, Kim og Asukai (2001), sem rannsökuðu 1550 japanska iðnverkamenn, athyglisverðar. í þessum hópi fundu vísindamennirnir með áreiðanlegum spurningalistum 12 manns sem höfðu einkenni um áfailaröskun eða höfðu áður orðið fyrir henni. Til samanburðar voru valdir 48 menn úr hópnum sem ekki höfðu orðið fyrír áfallaröskun. Niðurstöður benda til þess að áfallaröskun valdi truflun f innkirtla- og ónæmiskerfinu og hafi neikvæð langtímaáhrif á heilsufar. Margar megindlegar rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum streitu og iktsýki, en engarfyrirbærafræðilegar rannsóknirfundust á reynslu iktsjúkra af samspili streitu og sjúkdómseinkenna. Til að átta sig á þeirri reynslu þótti nauðsynlegt að skoða hvaða bjargráð iktsjúkir nota við alvarleg sálræn áföll. Tilgangur rannsóknarinnar er því að auka skilning á iktsýki, streitu og bjargráðum við alvarleg sálræn áföll, en einnig að gefa heildstæða mynd af þeirri mannlegu reynslu að fá iktsýki og lifa við hana. Aukinn skilningur getur gefið vísbendingar um hvar skórinn kreppir að í þjónustu heilbrigðiskerfísins gagnvart iktsjúkum sem og þolendum alvarlegra sálrænna áfalla. Meginhugtök rannsóknarinnar eru fjögur og koma fram í tilgangi rannsóknarinnar og rannsóknarspurningunni. Sökum þess að merking orða er ekki eins í hugum fólks skilgreinum við hugtökin, svo það fari ekki á milli mála hvað við eigum við í umfjölluninni. 1) Iktsýki (arthritis rheumatoides): Langvinnur bólgu- og sjálfsnæmisjúkdómur sem lýsir sér með verkjum, bólgnum liðum, þreytu, morgunstirðleika, færniskerðingu og aflögun liða. 2) Alvarlegt sálrænt áfall (serious psychological trauma); Er rakið til yfirþyrmandi atburðar og lífeðlisfræðileg áhrif áfallsins geta verið lífshættuleg. Skyndilegt dauðsfall nákomins, missir barns, náttúruhamfarir, að verða fyrir kynferðislegri misnotkun sem bam, nauðgun, gróft einelti, að verða fyrir eða vitni að lífshættulegum atburði og stríðsátök flokkast m.a. til alvarlegra sálrænna áfalla. 3) Langvarandi streita (long-term stress): Er af tvennum toga, a) orsakast af samskiptum sem valda togstreitu til lengri tíma og b) djúpstæð streita eða beiskja, stundum ómeðvituð, sem býr um sig þegar bjargráð eftir alvarleg sálræn áföll reynast ófullnægjandi til að ná fyrra jafnvægi. 4) Bjargráð (attribution style): Þau ráð sem fólk tileinkar sér við að ná fótanna á ný eftir alvarlegt sálrænt áfall. Bjargráð fólks og hvernig það tileinkar sér þau eru háð því hvernig það skilgreinir aðstæðurnar sem það lendir í. Aðferð Markmið þessarar fyrirbærafræðilegu rannsóknar var að lýsa viðhorfum og túlka sjónarhorn iktsjúkra á fyrirbærin sem endurspeglast í spurningunni: „Getur þú lýst því hvað leysti iktsýkina úr læðingi að þínu mati, hvaða áhrif langvarandi streita hefur á sjúkdómseinkenni og hvaða bjargráð þú tileinkaðir þér við úrvinnslu alvarlegra áfalla?" Við rannsóknina var beitt aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði sem byggist á tólf meginþrepum (Sigríður Halldórsdóttir, 2000 og 2003a, sjá töfiu 1). Helstu rök fyrir að velja þá aðferð er góð reynsla af notkun hennar við rannsóknir á mannlegum fyrirbærum. Aðferðinni er ætlað að dýpka skilning á viðfangsefninu og draga upp heildstæða mynd af reynslu þátttakenda. Vancouver-skólinn grundvallast á hringferli sem stjórnast af sjö vitrænum þáttum (sjá mynd 1) og farið er í gegnum þá í öllum tólf þrepunum. Fjórar siðfræðireglur, sjálfræðisreglan, skaðleysisreglan, velgjörðarreglan og réttlætis- reglan (Sigurður Kristinsson, 2003), fléttast inn í beitingu aðferðarinnar. í fyrirrúmi var haft að halda trúnaði gagnvart þátttakendum og að valda þeim ekki skaða. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008 49

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.