Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 54
En skilningsleysið gat líka verið í eigin ranni eins og Þórður lýsti einnig: „Mér finnst ekki alveg vera skilningur hjá heimilisfólkinu ... þegar maður er svo þreyttur að maður getur ekki haldið sér uppi ...“ (bls. 61). Unnur benti einnig á að færniskerðing lokaði á margt sem áður taldist sjálfsagt: „Fólk er hreinlega ... það er að missa hluta af lífi sínu ... það er komið með langvinnan ósýnilegan og illkynja sjúkdóm" (bls. 85). Að mati samræðufélaga hafði langvinn streita, sem orsakaðist af togstreitu í samskiptum, afgerandi áhrif á sjúkdómseinkenni: „Þetta er eina tímabilið sem ég get sagt að liðagigtin ... andlegt álag og þessi togstreita hafi farið saman ... sjúkdómurinn blossaði upp [...] þarna er ég verstur af sjúkdómnum ..." (Gunnar, bls.117). Það er umhugsunarvert að það sama gilti um samskipti við heilbrigðisstarfsmenn. Annar hver samræðufélagi lýsti því að niðurbrjótandi, hamlandi eða hlutlaus samskiptaháttur heilbrigðisstarfsmanna orsakaði langvarandi streitu og versnun sjúkdómseinkenna. Sumum þeirra leið eins og ófrjálsu fólki í umkomuleysi sínu: Ég veit hérna ekki hvort er meiri byrði að vera með sjúkdóminn eða að eiga samskipti við NN [...] mér finnst ég aldrei fá neitt frá NN öðruvísi en ég sé gráti nær. Ég hef iðulega farið hágrátandi út í bíl eftir viðtöl við NN og keyrt grátandi heim [...] Ég get ekki skipt um NN ... ég myndi þá fá svo mikla tortryggni... ég legg ekki í það (Anna, bls. 30-32). Við rannsóknina kom fram að nokkrir samræðufélagar höfðu ekki unnið úr tilfinningum samfara alvarlegum áföllum á uppbyggilegan hátt. Helst var það að tilfinning eins og reiði, sem var lokuð niðri með áratuga þögn um raunverulega líðan, sem orsakaði langvarandi streitu Ifkt og Guðrún, sem missti móður sína á síðara skeiði barnaskólaaldurs, lýsti: Ég er mjög reið oft við Guð og ég var mjög reið við hann eftir að mamma dó (þögn) [...] en reiðin beinist gagnvart mér sjálfri ... og þeim sem mér þykir vænt um (þögn). Reiðin fer verst með mig [...] það má segja að ég hafi allt lífið verið í einhvers konar Pollýönnuleik ... reið en alltaf að þóknast öðrum [...] mig langar að finna aftur... já ... ég finn ekki lengur til gleði (þögn) (bls. 125 og 127). Tileinkun bjargráða Þolgæði var rauði þráðurinn í reynslu allra samræðufélaga af tileinkun bjargráða eins og kemur fram í orðum Söru: „Mér finnst það svo mikilvægt... að ekki gefast upp“ (bls. 85), þegar hún varð fyrir eignatjóni af völdum stórbruna. Bjargráðin, sem samræðufélagarnir tileinkuðu sér eftir alvarleg sálræn áföll, ýmist styrktu þolgæðið eða brutu það niður (sjá mynd 3). Trúnaðarvinir, dagbókarskrif og listsköpun voru bjargráð nokkurra samræðufélaga: Ég átti mjög góðar vinkonur og þessi mál voru öll rædd [...] ég var alltaf í sveit, skrifaði dagbækur... fyrst var það bara ... ,,fór að mjólka" og svona ... en síðan var það um tilfinningar og hvað var að gerast (Unnur, bls. 78). Mynd 3. Lýsing samræðufélaga á bjargráðum eftir alvarleg sálræn áföll. Listsköpun var ígildi samferðamanns hjá helmingi samræðu- félaga og var til að mynda bjargráð Önnu: „En ég verð svo mikið reið enn þá svo ég verð að halda áfram í listinni... fæ útrás þar ..." (bls. 31). Það lá fyrir flestum að taka vitræna ákvörðun og flétta sárar minningar inn í lífið með uppbyggilegum hætti en tilfinningin, sem eftir stóð, var dýrmætt einkamál sem erfitt var að færa í orð. Ásta lýsti þessu með eftirfarandi hætti: Ég hef ákveðið að það þýðir ekki að vera að hugsa um þessa hluti (missir barna í fæðingu) svona dags daglega ... en samt, já, ég get ekki lýst því... þetta er svo sterk tilfinning sem býr innra með mér... sem ég á fyrir mig (bls. 102). Þögnin reyndist nokkrum nauðsynlegt skjól eftir alvarleg sálræn áföll en þögnin varð að þraut þar sem erfiðar tilfinningar biðu úrvinnslu, þær flæktust í þögninni. Mikilvægast við úrvinnslu tilfinninga eftir alvarleg sálræn áföll var að fá viðurkenningu á líðaninni með virkri hlustun: „í raun getur enginn utanaðkomandi skilið ástandið nema kannski gigtarsjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Þeir björguðu lífi mínu (þögn) hlustuðu á mig“ (Anna, bls. 31). Orð Önnu endurspegla hvernig samkennd átti þátt í að greiða úr þungbærum tilfinningum eftir röð alvarlegra sálrænna áfalla og sjúkdómsgreiningu. Unnur ítrekaði þetta: „Ég sagði við lækninn minn fyrir fjórum árum síðan og líka við manninn minn að það væri algjört möst að bjóða upp á sálfræðiaðstoð eða að fá að tala við einhvern" (bls. 85). Reiðin hafði tvær hliðar líkt og þögnin. Hjá nokkrum varð hún drifkraftur til góðra verka og ruddi farveg til jákvæðra breytinga: Ég ásakaði ekki Guð ... nei... en ég var oft ofboðslega reið ... en ég las mikið, fór í skóla, var svo einn vetur í háskóla... ég ákvað þegar ég átti fatlaða barnið mitt og þetta allt (missir barna)... að nota tímann sem eftir er í eitthvað sem mér finnst skemmtilegt ... hreyfingin og þetta hefur hjálpað mér best að hugsa vel um sig ... bara það [...] mérfinnst aðalatriðið að spyrna á móti, gera það sem ég get sjálf (Ásta, bls. 102 og 105). Trú skipti alla miklu máli eða það að finna tilgang í lífinu en trúin mótaðist af mismunandi lífsreynslu. Anna fann leið til að 52 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.