Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 56
fótanna á ný eftir alvarleg sálræn áföll og styrktust í þolgæðinu, við eik. Viðbrögð hennar við miklum stormum eru að skjóta rótunum dýpra niður í moldina og standa fyrir vikið sterkari á eftir. lykilfruma ónæmiskerfisins (Levy o.fl., 1990). Drápsfrumur tengjast m.a. vörn gegn útbreiðslu krabbameinsfruma ásamt því að finna og setja upp vörn gegn veirum. Þær geta brugðist gegn mótefnisvökum án þess að hafa nokkru sinni mætt þeim áður (Ader, 2001). Nokkrir samræðufélagar nefndu mikilvægi þess að fá að tala um það sem íþyngdi þeim og að einhver væri til staðar sem hlustaði vel en sumir notuðu listsköpun sem bjargráð. Fræðileg umfjöllun Péturs Péturssonar (2002) beinir sjónum að þýðingu listsköpunar fyrir fólk en hann bendir á að líklega sé það fyrst og fremst uppeldislegt þjálfunaratriði hvernig fólk tjáir sig um reynslu og hugsjónir. Huga þurfi að því að það hafa ekki allir vilja eða getu til að opinbera tilfinningarnar sem búa í undirvitundinni með orðræðu. Rannsóknir á því að tjá tilfinningar sínar benda til þess að tilfinningaleg tjáning komi jafnvægi á taugapept- íðaviðtakakerfið og hafi læknandi áhrif. Tilfinningaleg tjáning hefur einnig jákvæð og endurnýjandi sálræn áhrif (Bergsma, 1994). Sálfræðingurinn James Pennebaker og starfshópur hans er þekktur fyrir rannsóknir sínar á jákvæðum áhrifum þess að fá að segja frá, eða skrifa um það sem hvílir þungt á einstaklingnum, á andlega líðan. Niðurstöður rannsókna hans og starfshóps hans síðustu tvo áratugi benda til þess að þessi einföldu bjargráð bæti andlega líðan, styrki ónæmiskerfið og fækki heimsóknum til lækna (Pennebaker, 1997). Vert er að gefa því gaum að fjórir samræðufélagar höfðu jafnframt orðið fyrir alvarlegum sálrænum áföllum í bernsku (sjá töflu 2). Bjargráð þeirra við alvarlegum sálrænum áföllum síðar á lífsleiðinni virtust draga dám af bjargráðunum sem þeir tileinkuðu sér í æsku. Þolgæði nokkurra þeirra var við það að bresta vegna þagnar og innibyrgðrar áratugareiði sem verkaði eins og hlekkir á hugarfar þeirra. Tilfinningar á borð við gleði og tilhlökkun voru horfnar. Um var að ræða ástand sem Sigfinnur Þorleifsson (2001) líkir við sorg í sjálfheldu. Uppeldislegt atriði „þú átt að standa þig“ kom fram hjá öllum samræðufélögum og þeim þótti flestum erfitt að leita eftir sálrænum stuðningi hjá nákomnum þegar eigin bjargráð þraut. Þetta hefur kannski eitthvað með aðlögunarmynstrið „þegja, þrauka og þola“ að gera sem Sigrún Júlíusdóttir (1997) lýsir í niðurstöðum rannsóknar sinnar sem einkenni á íslenskum fjölskyldum. Þátttakendur lýstu því að trú og von og að finna tilgang í lífinu skipti miklu máli. Geðlæknirinn Victor E. Frankl, sem lifði af dvöl í Auschwitz, leggur út af orðum þýska heimspekingsins Nietzsche um að tilgangsleysi sé kjarni andlegrar þjáningar, þegar hann lýsir því að lífsneisti fanga, sem misstu vonina, kafnaði líkt og gerist með logandi Ijós þegar súrefni þrýtur (Frankl, 1996). Hjá hugsandi manni, sem hefur hæfileika til að skoða minningar sínar, er sorg samfara alvarlegu sálrænu áfalli sársaukafull og meira en viðfangsefni sem lýkur einhvern daginn. Sumir þátttakendur urðu þess aðnjótandi að finna til samkenndar og hafði það styrkjandi áhrif á þolgæði þeirra. Fram kemur hjá Kristjáni Kristjánssyni (2003) að samkennd stuðlar að skipulegri meðvitaðri tjáningu tilfinninga í orðum eða myndrænt. Það hljómar í samræmi við það sem kom í Ijós hjá samræðufélögum. Það er hægt að líkja þeim, sem náðu Tillögur að framtíðarrannsóknum Sjónarhornið, sem niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla, ýtir vonandi undir rannsóknir bæði á reynslu af iktsýki og streitu samfara alvarlegum sálrænum áföllum. Helstu tillögur að rannsóknarefnum eru: • Gera megindlega rannsókn á hversu hátt hlutfall iktsjúkra hefur orðið fyrir alvarlegum sálrænum áföllum fyrir sjúkdóms- greiningu. • Rannsaka hvort iktsjúkir teldu til bóta að breyta núverandi grunnþjónustu og þá hvernig. • Rannsaka þátt hjúkrunarfræðinga í meðferð iktsjúkra. • Bera saman þjónustu við iktsjúka á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. • Rannsaka líðan maka iktsjúkra. Rannsóknin undirstrikar að mörgu er ósvarað um orsök og eðli iktsýki en sjónarhorn sjúklinganna sjálfra er að okkar mati athyglivert. Viðbrögð samfara alvarlegum sálrænum áföllum eru ekki sjúkdómur en í Ijósi þessarar rannsóknar teljum við mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk hafi góðan grunn til að meta þörf fyrir sálrænan stuðning í kjölfar alvarlegra áfalla hjá fólki. Bæði við alvarlegt sálrænt áfall og við það að greinast með langvinnan sjúkdóm, sem skerðir færni, getur fólk þurft á aðstoð að halda við að taka meðvitaða ákvörðun um að finna farveg sem mótast af nýjum tilgangi, merkingu og jafnvel breyttum lífsstíl. í því sambandi þarf að beita öllum ráðum til að fyrirbyggja óþarfa líkamlega og andlega þjáningu. Heilbrigðisstarfsmenn verða að tileinka sér eflandi samskipti og veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Teymisvinna með áherslu á fræðslu gerir fólk dómbært á úrræði og hvenær þörf er fyrir sérfræðihjálp. Árangur heildstæðrar þjónustu gæti komið fram í þetri Ifðan sjúklinga, aukinni samfellu í þjónustunni, lægri lyfjakostnaði og að heimsóknir til gigtarsérfræðinga og geðlækna gætu orðið markvissari. Að lokum vonum við að þessi rannsókn verði okkur íslendingum hvatning til að efla forvarnir gagnvart þeim sem þurfa stuðning og fræðslu bæði við greiningu langvinnra sjúkdóma og eftir alvarleg sálræn áföll. Höfundar þakka þátttakendum í rannsókninni fyrir ómetanlegt framlag. Kristjáni Kristjánssyni, prófessor í heimspeki, og Pétri Péturssyni, prófessor í félagsfræði og kennimannlegri guðfræði, þökkum við kærlega fyrir gagnlega ráðgjöf. Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og vísindasjóði Gigtarfélags íslands eru færðar þakkir fyrir veitta styrki til rannsóknarinnar. Lokaorð Þakkir 54 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.