Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 11
Magnús Ólafsson, magnol@simnet.is
„Lífið hefur oft verið fjölskyldunni erfitt en við höfum
borið gæfu til að standa saman. Að sjálfsögðu
hefur fjölskyldan ekki lifað hinu hefðbundna lífi
sem svo er kallað.“
svonefndu, sem mörg hefur rekið upp
á sker að undanförnu, hafi styrkt frjáls
félagasamtök, sem vinna að málum
fatlaðra, myndarlega auk þess sem
velgengni þeirra og skattgreiðslur hafi
skapað opinberum aðilum svigrúm til
að leggja málum lið. Auður bendir á
að samkvæmt fjárlögum þessa árs hafi
þrír milljarðar króna verið eyrnamerktir
þróunarmálum erlendis og til hafi staðið
að auka framlögin á næsta ári.
„í Ijósi aðstæðna verðurfjárlagafrumvarpið
væntanlega endurskoðað. Ég hef
reynt að sannfæra alþingismenn og
ráðherra um að flokka eigi lækningu á
mænuskaða undir þróunarmál og hef
reynt að fá fjárveitingar til málaflokksins
á þeim forsendum. Það þarf að hafa allar
klær úti. Alþjóðlegar viðmiðanir um hvað
flokka skuli sem þróunarmál leyfa ekki
slíkt orðalag en í Ijósi aðstæðna dagsins
í dag finnst mér kjörið að endurskoða
hlutina. Hagræða ætti þróunarhjálpinni
þannig að meiri fjármunir fari til málefna
fatlaðra sem eru sá hópur fólks sem
minnstra mannréttinda nýtur. Ef það
kæmi í heimsfréttum að ísland hefði
lagt stóra fjárupphæð til framþróunar á
vísindasviði mænuskaðans myndi ísland
sannarlega styrkja ímynd sína. Hjálp til
læknavísindanna nær til alls mannkyns."
Álagið er gríðarlegt
Ekki er svo hægt að skilja við Auði
öðruvísi en að forvitnast um hennar
einkahagi. Hún hefur í áratugi starfað
sem hjúkrunarfræðingur á skurðstofum
Landspítalans við Hringbraut og hafði
stefnt að því að fara á eftirlaun í maí
á næsta ári. í Ijósi taps lífeyrissjóða í
bankahruninu í haust segist hún velta
fyrir sér hvort slíkt sé gerlegt. Spurning
sé hvort greiðslur til lífeyrisþega á
komandi tíð verði þannig, að fólk geti
lifað sómasamlegu lífi af þeim.
„Ég er heilsuhraust og mér hefur tekist
að stunda fasta vinnu alla tíð, jafnvel
líka eftir að Hrafnhildur slasaðist. Álagið
hefur þó oft verið gífurlegt og stundum
velti ég því fyrir mér hvernig fólk, sem
ekki hefur heilbrigðismenntun né þekkir
innviði heilbrigðiskerfisins, fer að þegar
mikið bjátar á. Það hefur verið mér
mikill styrkur að hafa þá menntun og
reynslu sem ég bý yfir og ómetanlegt
er að þekkja lækna, hjúkrunarfræðinga
og aðra sem hafa verið boðnir og búnir
að hjálpa mér í tíma og ótíma. Ég á líka
góða og trausta fjölskyldu. Ég á móður á
lífi sem reynst hefur mér afar vel. Það er
ósjaldan sem hún hefur tekið til hendinni,
fjölskyldunni til hjálpar. Hún mamma mín
hlær með mér þegar ég hlæ og grætur
með mér þegar ég græt."
Auður er gift Bjarna Halldórssyn
skipstjóra, ættuðum frá Bolungarvík. Hún
á þrjár dætur: Ólöfu, sem er menntaður
hönnuður og á tvö börn, Hrafnhildi
og Guðrúnu Dóru sem lýkur prófi í
læknisfræði á næsta ári.
Baráttan skili árangri
„Lífið hefur oft verið fjölskyldunni
erfitt en við höfum borið gæfu til að
standa saman,“ segir Auður. „Að
sjálfsögðu hefur fjölskyldan ekki lifað
hinu hefðbundna lífi sem svo er kallað.
Börnin mín og eiginmaðurinn hafa farið
á mis við ýmislegt vegna afleiðinga slyss
Hrafnhildar og köllunar minnar. Þegar allt
kemur til alls erum við ekki óhamingjusöm
fjölskylda og öll höfum við lært hvaða
gildi það eru í lífinu sem skipta mestu
máli. Þetta er allt bitur lífsreynsla sem
er að sjálfsögðu sárust fyrir Hrafnhildi.
Hvað mig persónulega varðar þá tel ég
mig hafa notað þjáningu mína í góðum
tilgangi og vona að barátta mín skili
mannkyni árangri. Verði svo get ég kvatt
lífið sátt við Guð og menn."
HIN SANNA
JÓLARÓS
Lítið Ijóð um kærleikann, eina af æðstu
dygðum mannsins. Hin sanna jólarós er í
Ijóðinu tákn fyrir kærleikann.
Hún rís hæst meðal tignustu rósa,
reigir blómstur mót lágsætri sól.
Hún er lofberi Ijóssins Ijósa
og leiðir hin helgu jól.
Hún er hugsana gjafmildi og gleði,
glæðir dýrustu mannanna Ijóð.
Leggur líf sitt af alúð að veði
og lætur lausnir á alheimsins slóð.
Hún er í háborgum hugheima þinna,
hvar hún eflir hinn innri mann.
Með nánd mun hún ávallt á minna
hvað mannviskan metur og ann.
Frá nálægð er náttmyrkrið svarta,
nú lýsa hin fegurstu Ijós.
Hún á hásæti í hugföngnu hjarta,
hin sanna jólarós.
Ljóð þetta var samið í nóvember 2007.
Björgvin Þ. Valdimarsson samdi sér-
staklega við það lag og var það frum-
flutt í Hallgrímskirkju 14. desember
2007 á jólatónleikum Vox Feminae og
Gospelsystra Reykjavíkur undir stjórn
Margrétar J. Pálmadóttur.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
9