Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 13
Fjallað er ítarlega um og útskýrt hvernig sjúkdómar og skurðaðgerðir breyta forsendum næringar, næringarþarfa og hæfni til að nærast eðlilega. Ekki er tekið á öðrum þáttum en þeim líkamlegu hvað varðar næringu skurðsjúklinga, svo sem hvernig megi meðhöndla lystarleysi, áhugaleysi við að matast, og annað sem fellur undir starfssvið hjúkrunarfræðinga enda ekki að sjá að hjúkrunarfræðingar hafi átt þátt í að semja bókina. Hins vegar sé ég fyrir mér að bókin sé gulls ígildi við gerð ýmiss konar vinnuleiðbeininga og skipulagningu verklags innan deilda þar sem heilbrigðisstarfsfólk vill, í fjölfaglegu samstarfi, tryggja eins og hægt er að sjúklingar nærist eðlilega þrátt fyrir þau áhrif sem veikindi þeirra og aðgerðir hafa. Þessi bók fjallar meðal annars um næringaraðstoð fyrir skurðaðgerðir til að minnka líkur á fylgikvillum og bæta árangur aðgerða. Góð viðbót við þá þjónustu, sem nú er veitt, væri að greina markvisst vannærða sjúklinga, til dæmis þá sem bíða lengi eftir aðgerð, og meta hvort þeir þurfa næringarstuðning fyrir aðgerð sem hægt væri að veita á biðtíma. Oft halda hjúkrunarfræðingar utan um biðlista og eru í sambandi við sjúklingana og því gæti það verið í þeirra verkahring að hefja máls á þessu og nýta biðtímann. Sérkaflarnir, sem tengjast einstökum aðgerðum, eru einnig mjög nytsamlegir fyrir þá sem starfa innan þeirra sérgreina, þeir skýra vandlega sérstöðu hverrar og einnar sérgreinar. Bókin er vandað heimildarit fyrir þá sem vilja efla þekkingu sína á sviði næringar hjá skurðsjúklingum og kaflarnir um mat á næringarástandi og gróningu sára eiga mikið erindi til hjúkrunarfræðinga og eru sérstaklega vandaðir. Bókin er til á þókasafni Landspítalans. Brynja Ingadóttir er hjúkrunardeildarstjóri á LSH og klínískur sérfræðingur í hjúkrun skurð- sjúkiinga. Sigríður Jónsdóttir, gbr2@simnet.is HUGLEIÐING FORDÓMAR j| ..•itjWSWiÆ.-.- 1 |\v dk. -SSS9E'.' 1 lll ■■■■ Þeir sem tilheyra minnihlutahópum reynast oft auðveld bráð fyrir fordómafullt fólk og þekkt er að fórnarlamb fordóma finnur jafnframt mjög greinilega fyrir fordómum í eigin garð og einsemd. Samkvæmt hugtakagreiningu Kristjáns Kristjánssonar heimspekings er fordómur álit sem gefið er án þess að kynna sér skipulega og af sanngirni rök og réttmæti máls. Kristján greinir fordóma í tvennt eftir eðli þeirra: a. hleypidóma eða fljótadóma b. forherta dóma Fordómar, sem eiga rót sína að rekja til forhertra dóma, geta verið lífshættulegir, dæmi eru um að fólk telji sér ekki líft vegna þeirra. Lítum til reynslu Nelsons Mandela sem lýsti því í „Leiðinni til frelsis" að menntun breytti gildisdómum fólks í garð minnihlutahópa. Eins og hann lýsti því reyndist uppfræðsla beittasta vopnið gegn fordómum. Hvert og eitt okkar getur slfpað einn af steinunum sem móta umgjörðina að betra samfélagi með því að: 1. íhuga eðli eigin fordóma 2. ákveða að breyta eigin viðhorfum 3. fræða, ekki síst börnin okkar, um hve alvarlegir fordómar eru og hve mikilvægt er að virða tilfinningar og ólík lífsviðhorf fólks Frekari lestur: Kristján Kristjánsson (2002). Mannkostir, ritgerðir um siðfræði (bls. 37-40). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Mandela, N. (1996). Leiðin til frelsis, sjálfsævisaga (bls. 268 og 401). (Pýðing Jón Þ. Pór og Elín Guðmundsdóttir.) Reykjavik: Fjölvaútgáfan. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.