Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 21
Anna B. Garðarsdóttir fór með ritnefndina í skoðunarferð um heilsugæslustöðina í Borgarnesi. glöggt er gestsaugað og fór undrun gestanna vaxandi með hverju skrefinu er þeir gengu um stöðina með Önnu og sáu hversu víðfeðmt starfssvið hjúkrunarfræðinganna reyndist. Enda kom í ijós að hér er fjölbreytnin í fyrirrúmi, enginn dagur er eins og „líður sem korter" eins og Anna orðaði það. Meðal annars sinna hjúkrunarfræðingarnir hér hefðbundnum verkefnum, svo sem ungbarnaeftirliti, heimahjúkrun og skólahjúkrun, en einnig vinna þeir á skiptistofu, taka röntgenmyndir, sinna dauðhreinsun, útköllum með sjúkrabíl og sjá um Ijósalampameðferð. Lifandi dæmi um þetta var þegar við hittum í lok heimsóknarinnar á Rósu hjúkrunarfor- stjóra sem kom brunandi úr vitjun með tösku og blóðprufur í hendi, engin lognmolla þar á ferð. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að gagnstætt mörgum öðrum stöðum ríkir hér ekki mannekla. Hjúkrunarfræðingarnir telja sig að mestu leyti vel mannaða þrátt fyrir að á sumrin sé mikill erill vegna vaxandi fjölda gesta sem dvelja í sumarbústöðum á svæðinu á þeim tíma. Það hafði enn kólnað og fyrstu snjókorn vetrarins sigu af himni er við lögðum aftur af stað. Hlýjar móttökur og tilfinning fyrír mannhelgi og virðingu fyrir skjólstæðingnum urðu þó til þess að kuldaboli beit síður á ritnefndinni. Þá lá leiðin í snjó og muggu yfir Bröttu- brekku og alla leið í Búðardal. Þar hittum við Ásgerði Jónsdóttur, hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöðinni, en viðtal við Ásgerði birtist í næsta tölublaði. Áttum við þar gott spjall yfir kaffibolla. Vorum við stolt yfir þessum hjúkrunarfræðingi sem með atorku og dugnaði sinnir ótrúlega breiðu starfssviði Ifkt og stallsystur hennar í Borgarnesi. Eftir að Ásgerður hafði sagt okkur frá sínum högum og starfsemi heilsugæslustöðvarinnar höfðum við á orði að hér væri þjónustan við hinn almenna sjúkling á margan hátt síst lakari en á höfuðborgarsvæðinu. Hér er til að mynda auðvelt að fá viðtal við lækni eða heimavitjun samdægurs. Þá lá leið okkar í Stykkishólm. Á sjúkrahúsinu þar beið okkar Anna Gyða Gunniaugsdóttir, hjúkrunarforstjóri St. Franciskusspítala. Margt bar á góma í samræðum okkar, þar á meðal sameining heilsugæslustöðva og sjúkrahússins á Vesturlandi. Greinilegt er að ákveðinn beygur rfkir vegna fyrirhugaðrar sameiningar Vesturlands í eina heilbrigðisstofnun og þess að fulls jafnræðis verði gætt við þá sameiningu. Jafnframt sjá menn þar talsverð tækifæri til bóta, eins og öflugra aðgengi að sérfræðingum, bættari upplýsingarkerfis, sameiginleg innkaup svo eitthvað sé nefnt. Talsvert verk virðist enn óunnið hvað varðar samvinnu við og milli heilsugæslustöðvanna og sjúkrahússins Heilugæslustöðin í Borgamesi þjónar bænum og héraðinu í kring. íbúafjöldinn í héraðinu er um 4500 manns en svæðið, sem stöðin þjónar, nærfrá Hafnarfjalli vestur að Vegamótum á Snæfellsnesi, upp að Langjökli og upp á miðja Holtavörðuheiði. Lengsta vegalengdin, sem hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar þurfa að aka í heimahjúkrun, er 1 klukkustund aðra leiðina. Sumarbústaðir eru í kringum 2000 og hér eru 2 háskólar sem heilsugæslan þjónar. Á svæðinu, sem heilsugæslan nær til, eru einnig 5 grunnskólar og í Borgarnesi er þar að auki framhaldsskóli. Á heilsugæslustöðina kemur Ijósmóðir einu sinni í viku. Einnig koma sálfræðingur, heyrnartæknir og augnlæknir auk þess sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari er í húsinu. Hjúkrunarfræðingarnir á stöðinni eru 5 og auk þess er 1 sjúkraliði en það gerir 4,5 stöðugildi. Stöður lækna eru 3 en leyfi er fyrir 4 á sumrin. Til marks um vaxandi umsvif stöðvarinnar er að frá 1. janúar til l.október eru komnar 1856 vitjanir í heimahjúkrun (voru 1745 á sama tímabili í fyrra). Á þessu sama tímabili eru komin 21210 samskipti (símtöl þar með talin) á stöðina en það er u.þ.b. 650 samskiptum fleira en á sama tímabili í fyrra. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.