Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Side 23
Sigríður Jónsdóttir, gbr2@simnet.is
VALDEFLING í VERKI
Hlutverkasetur og félags- og tryggingamálaráðuneytið héldu í samstarfi við
fagfólk, notendur og aðstandendur fræðsludaga um geðvernd á Húsavík
29.-30. ágúst síðastliðinn.
Opinberun geðröskunar
Það kom ekki á óvart að fordómar komu
til tals á fræðsludögum um geðvernd. Fólk
var á því að þeir blundi ekki hvað síst hjá
geðsjúkum sjálfum. Kjarkaðir einstaklingar
stigu fram og opinberuðu geðröskun
sína. Dregnir voru fram kostirnir við slíka
opinberun. Þeir helstu voru að það dregur
úr fordómum, veitir betri andlega líðan og
eykur sjálfstraust. Gallinn við opinberun
var álitinn vera að fólk yrði berskjaldað og
að við það ykjust líkurnar á að verða fyrir
félagslegri höfnun og ofbeldi.
Valdefling í verki
Sagt var frá tilraunaverkefninu
Geðheilsumiðstöð hjá heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins. Vinnuaðferðir þar
eru samhæfðar og felast í eftirfylgd/
meðfylgd við fólk utan stofnana á
forsendum bæði notenda þjónustunnar
og aðstandenda. Stuðst er við
hugmyndafræði sem nefnd hefur verið
valdefling (empowerment). Valdefling
snýst um að fólk nái tökum og stjórn
á eigin lífi, eflist og finni að það sjálft
hefur áhrif á líðan sína og á þá þjónustu
sem það fær. Lögð er rík áhersla á
rétt fólks til upplýstrar ákvarðanatöku,
til dæmis um meðferðarúrræði og að
meðferðaraðilar séu leiðsögumenn en
ekki yfirumsjónarmenn.
Heildstæð þjónusta
Með rannsóknum, fræðslu um geðsjúk-
dóma og umræðum um geðvernd hafa
geðsjúkir, aðstandendur geðsjúkra og
fagfólk hleypt áhugaverðum, ánægju-
legum en í og með átakanlegum straumum
út í samfélagið. Margir vaxtarbroddar hafa
sprottið upp og eiga einhverjir þeirra eftir
að slípast til og dafna. Grasrótin hefur
þannig dregið úr fordómum og skerpt á
samfélagslegri grunnþjónustu, til dæmis í
heilsugæslunni, en eftir situr spurningin:
„Er það lagt að jöfnu að fá geðsjúkdóm
og líkamlegan sjúkdóm?'1
Sigríður er hjúkrunarfræðingur, MS. Hún vinnur
á heilsugæslustöðinni á Húsavík.
G ^SL%,
w
Framboð til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins.
Samkvæmt lögum félagsins skal formaður kjörinn til tveggja ára í senn með allsherjaratkvæða-
greiðslu meðal félagsmanna það ár sem ber upp á oddatölu. Framboð berist til kjörnefndar
á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík.
Framboðsfrestur er til 3. mars 2009.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
21