Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 31
FRETTAPUNKTUR Finnsdóttur í maí 2007). María „hófst því þegar handa við að bæta aðbúnað sjúklinganna. Hún hafði forgöngu um að þeir fengju eigin föt en hættu að klæðast svokölluðum spítalafötum. Hún fór í fataskápa sjúklinganna og komst þá að raun um að hin svokölluðu spariföt voru venjulega komin til ára sinna enda höfðu margir komið með þau með sér mörgum árum áður. Farið var að kaupa föt á sjúklingana í verslunum úti í bæ til að styrkja sjálfsmynd fólks og minnka stofnanasvipinn sem var á deildunum. Skipt var út málmdiskum fyrir borðbúnað úr gleri og gekk það ágætlega þrátt fyrir margar bölsýnisraddir sem sögðu að sjúklingarnir myndu brjóta þessa diska við fyrsta tækifæri. Deildirnar voru skreyttar blómum og fengin ný og þægilegri hús- gögn svo deildirnar yrðu sem heimilis- legastar. Félagsleg virkni sjúklinganna var aukin mjög með skemmtunum í salnum, samkomum á hátíðisdögum, ferðalögum og verslunarferðunT (bls. 111). Læknum og hjúkrunarfræðingum fjölgaði á þessu tímabili og fólk lærði að nota nýju lyfin og áttaði sig á þeim meðferðarmöguleikum sem fyrir hendi voru. Hjúkrunarfræðingar á Kleppi tóku virkari þátt í ailri meðferð á deildunum en hjúkrunarfræðingar með sérmenntun í geðhjúkrun voru allt of fáir. f tíð Maríu fór innlögnum og komum á göngudeild fjölgandi en það skýrðist af breyttum áherslum í lækningum og hjúkrun og betri aðstöðu fyrirgöngudeildarþjónustu. Nýtt úrræði í meðferð varð til þegar tími sambýlanna rann upp. Fyrsta sambýlið fyrir geðsjúka „Guðríður Jónsdóttir, fyrrum forstöðukona, stofnaði að Reynimel 55 fyrsta sambýli fyrir sjúklinga. Hún seldi litla íbúð sem hún átti og keypti einbýlishús í staðinn. Til kaupanna fékk hún lán sem ríkisstjórnin gekk í ábyrgð fyrir og Lionsmenn hjálpuðu henni að innrétta húsið. Fyrstu árin rak Guðríður heimilið sjálf og bjó 8-9 sjúklingum heimili. í viðtali við Hjúkrunarblaðið árið 1967 segir hún að margir af sjúklingum Kieppsspítala hafi eftir útskrift ekki átt neitt heimili þar sem þeir fengju nauðsynlegan stuðning og aðhlynningu. Oft leið skammur tími þar til þeir gáfust upp í lífsþaráttunni og þurftu að ieggjast inn á nýjan leik. Henni varð þá Ijós nauðsyn stofnun heimilis fyrir þessa Heilsustefna heilbrigðisráðherra kynnt Skrifað var undir viljayfirlýsingu Lýðheilsustöðvar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla íslands og heilbrigðisráðuneytis um eflingu lýðheilsurannsókna. í heilbrigðisráðuneytinu hefur lengi verið unnið að heilsustefnu og hafa menn beðið eftir henni með nokkurri eftirvæntingu. Stefnan leit dagsins Ijós 18. nóvember sl. á kynningu á hóteli Nordica Hilton. Stefnan markar þáttaskil því þar setur ríkisvaldið í fyrsta sinn fram stefnu út frá hugmyndafræði heilsueflingar. í stefnunni er megináhersla lögð á heilsueflingu - að fólk hafi aukin áhrif á heilsu sína og vinni að því að bæta hana. Reynt hefur verið að ná breiðri þátttöku við mótun stefnunnar og leitaði ráðuneytið til félagasamtaka, sveitarfélaga og ýmissa áhugahópa. í stefnunni er að finna metnaðarfulla aógerðaáætlun með fjölda markmiða og aðgerða tengdum mismunandi markhópum. Ein aðgerð, sem hefur vakið athygli, er að heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð geri lýðheilsumat á öllum málum sem heilbrigðisráðherra leggur fram á Alþingi, en lýðheilsumat er nýjung í íslenskri stjórnsýslu. Samfara kynningunni var skrifað undir viljayfirlýsingu Lýðheilsu- stöðvar, Háskólans í Reykjavík og Háskóla íslands um að vinna með heilbrigðisráðuneytinu að eflingu lýðheilsurannsókna. Bæjarráð Akureyrar furðar sig reyndar í yfirlýsingu á því að Háskólinn á Akureyri skuli ekki hafa verið hafður méð þar sem tvær helstu lýðheilsurannsóknir undanfarinna ára hafi verið unnar á vegum hans. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.