Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Side 35
úr fiskvinnslu, sjómennsku eða annarri
erfiðri vinnu þá veit ég hvernig aðstæður
þess eru. Ég þekki kuldann, álagið og
gigtina sem því fylgir." Þegar Grazyna
var farin að ná tökum á íslenskunni fór
hún að svipast um eftir annarri vinnu.
Hún var þá gift íslenskum manni, átti með
honum einn son og var ekkert á leið heim
eða til Kanada. Hún frétti af því að það
vantaði hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu
á ísafirði. Það tók sinn tíma að fá
hjúkrunarleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu
en í janúar 1994 gat hún byrjað að vinna
sem hjúkrunarfræðingur.
Hvernig varað vinna á íslandi? „Mér fannst
ég alltaf vera velkomin í frystihúsinu. Þar
voru margir innflytjendur fyrir og mér
fannst ég ekkert öðruvísi en aðrir. Á
sjúkrahúsinu var sumt starfsfólkið meira
á varðbergi og ekki vant því að vinna
með erlendum hjúkrunarfræðingum. Það
voru yfirhöfuð fáir Þólverjar að vinna í
öðru en fiski. Sumir voru því tortryggnir
en það voru ekki allir með þessi viðhorf.
Ég var fyst á almennri deild sem var
einnig bráðadeild. Á vöktum þurfti ég
að aðstoða við fæðingar og einnig að
hjálpa til á öldrunardeild. Svo var ég í
eitt ár deildarstjóri á öldrunardeild. Með
deildinni fylgdi einnig yfirumsjón með
hjúkrunardeild sem var á einni hæð í
húsi með þjónustuíbúðum fyrir aldraða.
Vinnan á öldrunardeild fannst mér mjög
skemmtileg. Ég lærði mikið um ísland
og sögu íslands á að spjalla við gamla
fólkið. Þegar ég hætti á ísafirði fékk
ég í kveðjugjöf frá einum skjólstæðingi
málverk sem ég held mikið upp á.“
Grazyna flutti suður 2002 og fór þá
að vinna hjá Liðsinni. „Þau auglýstu
eftir hjúkrunarfræðingum og mér
fannst það mjög spennandi," segir
hún. Þau ár, sem hún var hjá Liðsinni,
vann hún á 18 mismunandi deildum.
Mest var hún á lyflækningadeildum,
öldrunardeildum og í heilsugæslu í
Reykjavík, Keflavík og Bolungarvík, en
einnig á skurðlækningadeildum. „Ég á
auðvelt með að aðlagast aðstæðum og
er ekkert að velta mér upp úr því hvort
mér finnst gaman eða ekki. Þetta er
bara vinna og mér finnst alltaf gaman að
vinna, kynnast nýju fólki og takast á við
ný verkefni," segir Grazyna. Hún þekkti
engan í bænum þegar hún flutti suður
og henni fannst gott að vera hjá Liðsinni
og kynnast þannig mörgum deildum og
vinnustöðum. „Ég hef langa reynslu sem
hjúkrunarfræðingur og treysti mér til að
vinna á flestum stöðum. Sonur minn var
10 ára þegar við fluttum suður og það
var gott að geta ráðið vinnutímanum.
Stundum vann ég meira þegar hann var
hjá pabba sínum og stundum minna."
2004 innritaði Grazyna sig í háskólanám
í Róllandi. Námið var 20 einingar og tók
hún það með vinnu. Hún hafði ætlað sér
að fara í diplómanám í Háskóla íslands
en hjúkrunarfræðideild mat það þannig
að hana vantaði ýmislegt upp á til þess
að fá inngöngu. Grazyna valdi að bæta
við sig í Póllandi. „Þetta var mjög erfiður
tími. í fjóra mánuði var ég í skóla með
vinnu og fórfram og til baka milli Þóllands
og íslands. Skólinn lagaði námið að mér
eins og hægt var og á einni helgi tók
ég 11 próf. Ég hvíldi mig svo fram að
hausti en fór þá í diplómanám í Háskóla
íslands. Þetta var einnig mjög erfitt þar
sem mikið af námsefninu var á ensku en
enskan er ekki mín sterkasta hlið. En ég
var ákveðin í að sýna að ég gæti þetta
og lauk náminu á þrjóskunni. Ég er mjög
ákveðin manneskja og gefst aldrei upp,
tek bara eitt skref í einu.“
Eftir námið fór Grazyna að vinna á
Landspítala, fyrst á lungnadeild og svo
á bæklunardeild. í dag vinnur hún á
sýkingavarnadeild. Sonur hennar var
orðinn þreyttur á vaktavinnunni en á
sýkingavarnadeild er unnið í dagvinnu.
Þetta er að nafni til skrifstofuvinna en samt
mjög fjölbreytt. Fræðsla til starfsfólks er
stór hluti vinnunnar. Grazyna fer mikið
um og heimsækir deildir og finnst það
mjög skemmtilegt.
Ég er mjög ákveðin
manneskja og gefst
aldrei upp, tek bara eitt
skref í einu.“
En að vera í starfi og námi er alls
ekki nóg fyrir Grazynu. Hún hefur alltaf
haft gaman af félagsstörfum og af
kennslu og byrjaði snemma að kenna
Rólverjum íslensku fyrir vestan. Þar tók
hún einnig þátt í Rótum, áhugahópi
um menningarfjölbreytni. í sveitarstjórnar-
kosningunum 2002 fór hún fram fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á ísafirði. Grazyna
segist vera blá inn við beinið og ekkert
annað en Sjálfstæðisflokkurinn kom til
greina. Henni fannst mjög áhugavert að
kynnast sveitarstjórnarmálum og viðhorf
hennar breyttist mjög. „Fólk, sem er
að kvarta yfir bæjarstjórn, sér oft ekki
hlutina í stærra samhengi. Fólk áttar
sig ekki alltaf á eða kann að meta
það sem er búið að gera eða hvað
það kostar að gera breytingar. Stundum
verður bara það sem er nógu gott að
nægja, við höfum ekki alltaf efni á dýrustu
lausnunum. Ég hef reynslu af því hvernig
var í Róllandi kringum 1980. Þá voru
hillurnar tómar í búðunum og skömmtun
var á mörgum vörum eins og kjöti, áfengi,
fatnaði og sælgæti. Enginn var svangur
en margt vantaði." 2007 fór hún fram í
alþingiskosningunum í Reykjavík og lenti
í 12. sæti í prófkjöri. Núna er hún annar
varaþingmaður í Reykjavík norður. Fyrsti
varaþingmaður er ófrísk þannig að það er
ekkert ólíklegt að hún þurfi að fara á þing
einhvern tíma á þessu kjörtímabili.
Grazyna hefur tíma fyrir ýmislegt annað en
að vera í stjórnmálum. Hún er til dæmis
formaður í Lionsklúbbi pólskra kvenna.
Þá er hún í stjórn neytendasamtaka
í Reykjavfk og tekur þátt í vinnuhópi
í Rauða krossi íslands. Hún er einnig
í Zontaklúbbi en það er alþjóðleg
hreyfing sem hjálpar konum og börnum.
Klúbburinn hennar styður meðal annars
við bólusetningarverkefni á Indlandi. Þá
hefur Grazyna starfað við túlkaþjónustu
á vegum Alþjóðahússins frá stofnun
þess. Svo tekur hún einn og einn kúrs í
háskólanum. Einmitt núna er hún í námi
sem heitir Kennsla á vettvangi. Þegar
það er búið ætlar hún að fara í enskunám
en henni finnst enskuþekking sín hamla
sér við nám. Það er, segir hún, greinilegt
að bekkjarfélagar hennar séu fljótari að
vinna verkefni upp úr námsefni á ensku
en hún þurfi að leggja talsverðan tíma í
að leita í orðabókum.
Grazyna hefur einnig tekið að sér að vera
ráðgjafi fyrir pólska hjúkrunarfræðinga
sem hafa ráðið sig til vinnu á Lands-
pítalanum. Einmitt núna eru fjórir nýráðnir
Tfmarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbi. 84. árg. 2008 33