Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Side 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Side 39
Elsa B. Friðfinnsdóttir og Sólveig Stefánsdóttir, elsa@hjukrun.is ÁHRIF BANKAKREPPUNNAR Á STÖÐU SJÓÐA FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að fall íslensku bankanna hefur haft víðtæk áhrif á efnahag þjóðarinnar, hvort sem miðað er við hag einstaklinga, fyrirtækja, félaga eða annarra. Sjóðir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru þarna ekki undanskildir. I vörslu FÍH eru fimm sjóðir: félagssjóður, vinnudeilusjóður, vísindasjóður, starfs- menntunarsjóður og orlofssjóður. Stjórn félagsins og fjármálastjóri leita á hverjum tíma allra leiða til að ávaxta þessa sjóði sem best, að teknu tilliti til áhættu. Allir eru sjóðirnir vistaðir hjá SPRON og hinir þrír fyrrnefndu voru þar í fjárstýringu. Sjóðirnir voru ávaxtaðir í sjóðum SPRON: alþjóðlegum hlutabréfasjóði, innlendum hlutabréfasjóði (að mjög litlu leyti), stuttum skuldabréfasjóði og í peningamarkaðssjóði, auk inneignar á bankareikningi. Þegar þetta er ritað (20. nóvember 2008) er Ijóst að peningamarkaðssjóður SPRON greiðir innistæðueigendum sem svarar 85,52% af innistæðu miðað við gengi sjóðanna 3. október 2008. Þá hefur verið opnað fyrir viðskipti með alþjóðlegan hlutabréfasjóð en staða hans er litlu lakari en áður þar sem styrking erlendra gjaidmiðla gagnvart krónu hefur mildað þær lækkanir sem orðið hafa á erlendum hlutabréfum. SPRON hefur ekki gefið FÍH upplýsingar um stöðu annarra sjóða. Eignir þessara þriggja sjóða hafa því rýrnað en þó ekki verulega þegar tekið er tillit til mikillar ávöxtunar mánuðina fyrir fall bankanna. Nákvæm grein verður gerð fyrir stöðu sjóðanna á aðalfundi félagsins 12. maí 2009. Þó vísindasjóður hafi verið í fjárstýringu í ofangreindum sjóðum er fjárstreymi um þann sjóð það ríflegt að ekki mun koma til nokkurrar skerðingar útgreiðslna úr sjóðnum í mars á næsta ári. Félagssjóður stendur undir daglegum rekstri skrifstofu og allri starfsemi FÍH. Áriegar áætlanir um starfsemi og útgjöld eru alfarið í samræmi við áætluð félagsgjöld. Ekkert bendir því til þess að skera þurfi niður í starfsemi félagsins umfram eðlilegt aðhald á samdráttartímum. Því er gert ráð fyrir að þjónusta félagsins við félagsmenn verði sambærileg því sem verið hefur. Að lokum er rétt að fara nokkrum orðum um lífeyrissjóði þá sem hjúkrunarfræðingar greiða í. Flestir hjúkrunarfræðingar, sem fæddir eru fyrir 1950, greiða sín lífeyrisiðgjöld í Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LH) en þeir sem fæddir eru eftir 1950 greiða flestir í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Enn er ekki að fullu Ijóst hversu mikil og alvarleg áhrif bankahrunið hefur haft á eignir þessara sjóða. Það verður vonandi kynnt áður en langt um líður. Vegna þeirrar ríkisábyrgðar, sem er á lífeyri opinberra starfsmanna, er þó Ijóst að að óbreyttum lögum munu lífeyrisgreiðslur til þeirra hjúkrunarfræðinga, sem fá lífeyri úr LH og LSR, ekki verða skertar. Rétt er að ítreka að á næsta aðalfundi FÍH, sem haldinn verður 12. maí 2009, verður ýtarlega gerð grein fyrir fjárhag FÍH eins og gert hefur verið á aðalfundi/ fulltrúaþingum. Samkvæmt nýjum lögum FÍH eru aðalfundir eins og áður opnir öllum félagsmönnum en ólíkt því sem áður hefur verið hafa nú allir félagsmenn atkvæðisrétt sem skrá sig á aðalfundinn með að minnsta kosti viku fyrirvara. Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður Féiags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sólveig Stefánsdóttir er fjármálastjóri. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 37

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.