Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 45
Frá vinstri: Guðrún Guðnadóttir, Hanne Bækgard Andersen, fyrrverandi formaður Senjorítanna, Hanne Kristensen, núverandi formaður, og Ríkey Ríkharðsdóttir sem var fararstjóri. danska hjúkrunarfélagsins. Við vorum komnartil Kolding um hádegisbilið og þar beið okkar ágætur hádegiverður á Hotel Koldingsfjord sem er í um það bil 100 metra göngufæri frá safninu. Á hótelinu hittum við formenn öldungadeildarinnar, eða Senjorítanna eins og þær kalla sig. Þær voru Hanne Kristensen og tvær aðar senjorítur með henni. Eftir spjall og góðan hádegisverð var safnið skoðað. Þetta er ákaflega vel uppbyggt safn - ekki stórt en mjög áhugavert. Konur röltu um safnið og eftir skoðunarferðina var okkur boðið í kaffi, skipst var á gjöfum og síðan ekið sem leið lá til Kaupmannahafnar og komið þangað um klukkan 19. Kvöldinu var síðan varið á Copenhagen Corner við glaum og gleði. Næsti dagur, sem var laugardagur, var frjáls, það var mikil rigning allan daginn. Þær allra hörðustu fóru í gönguferð um Strikið en hinar tóku sér far með taxa, eða stöðvarbíi eins og sagt var á Akureyri í mínu ungdæmi, á Fiskitorgið til að versla. Við undum þar lengi dags við búðarráp og kaffidrykkju, og eftir langa bið eftir taxa komumst við á hótelið, sumar hverjar rennblautar, þar á meðal undirrituð. Ég var með gamla plastkápu með mér en þar sem ekki var mikil þörf á plastkápum heima á Fróni í sumar og kápan hefði legið lengi í skúffu var plastið allt límt saman og ekki nokkur leið að komast í hana svo ég lét mér nægja að vöðla umræddri kápu um höfuðið. Það dugði þó ekki mikið gagnvart vatnsveðrinu sem var mun meira en við eigum að venjast heima. Um kvöldið klæddum við okkur upp og fórum á Det lille apotek en þar beið okkar góður kvöldverður. Við borðuðum í sérherbergi og ekki veitti nú af því mikið var talað og hlegið alveg eins og á heimavistinni í gamla daga. Þarna hittum við íslenskan þjón sem þar var að störfum og fannst honum við tala helst til mikið og ekki hlusta á útskýringar hans og var hann sí-sussandi á okkur. Eftir að hafa borðað góðan mat tók ég eftir því að sú sem sat á móti mér við borðið var með afskaplega fallega málaðar varir en við hinar löngu búnar að éta allan varalit af vörunum. Kom í Ijós að hún hafði farið á snyrtivörukynningu í Magasin du Nord fyrr um daginn. Þar var verið að kynna varalit sem að sögn sölukonu færi ekki af vörunum hvað sem á gengi. Jú, þetta reyndist rétt, varaliturinn hafði verið settur á félaga okkar seinnipart dagsins og enn var hann þar sjö klukkustundum síðar, skýr og flottur. Tekið skal fram að þegar við vöknuðum næsta morgun örlaði enn fyrir litnum á vörum hennar. Höfðu konur orð á því að koma við daginn eftir í Magasin du Nord og fjárfesta í þessum undravaralit. Eftir morgunverð næsta dag, sem var sunnudagur, fórum við með rútu að Karen Blixen-safninu í góðu veðri. Gengið var um safnið en það var bernskuheimili skáldkonunar og hennar bústaður þegar hún dvaldi í Danmörku og lést hún þar. Hádegisverð fengum við á Humlebæk Kro, mjög góðan danskan mat. Á heimleiðinni ókum við Strandvejen og skoðuðum flottu villurnar þeirra Kaupmannahafnarbúa. Kvöldinu var eytt í Tívolí. Reyndum við að komast inn á hina ýmsu veitingastaði til að borða kvöldverð en það gekk ekki sem best - margt um manninn og við margar. Að lokum komust við inn á ítalskan stað og getur undirrituð ekki mælt með honum, hvorki þjónustu né veitingum, en við tókum þessu öllu með kátínu og þolinmæði eins og hjúkrunarfræðingum einum er lagið. Mánudaginn 25. ágúst fórum við frá hótelinu kl. 9.30 með rútu til að skoða nýjar höfuðstöðvar danska félagsins. Þær eru á góðum stað, rétt við nýja leikhúsið og ekki langt frá Hótel Admiral, en þar ættu margir íslendingar að kannast við sig. Óskandi væri að okkar félag hefði yfir eins góðum húsakynnum að ráða og kollegar okkar í Danmörku. Dönsku kollegarnir okkar tóku afar vel á móti okkur og vonandi getum við endurgoldið þeim gestrisnina. Þetta var mjög skemmtileg ferð að mínu mati, hress og kátur hópur, flestar þekkti ég og vissi hve skemmtilegar og hláturmildar þær eru, en ein kona var með sem ég hafði aldrei hitt áður og það er hún Teddý, hún hélt svo sannarlega uppi fjörinu, þvílíkur stuðbolti! Ég vil þakka ykkur, kæru ferðafélagar, fyrir samfylgdina og þeir öldungafélagar, sem ekki komust með í þetta sinn, koma bara með næst. Við vorum nú svo sem að ræða aðra ferð en það mun koma í Ijós síðar. Ríkeyju vil ég þakka mjög góða fararstjórn og skipulagningu og Bergdísi fyrir að vera til staðar þegar við þurftum á að halda. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 43

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.