Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Side 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Side 48
Guðrún Kristinsdóttir, menntavísindasviði Háskóla íslands Ingibjörg H. Harðardóttir, menntavísindasviði Háskóla íslands MÖRG ÍSLENSK BÖRN HAFA VITNESKJUNA: UM ÞEKKINGU OG SKILNING BARNA Á OFBELDI Á HEIMILUM Útdráttur Tilgangur. Útbreiðsla, áhrif og afleiðingar ofbeldis á heimilum á börn og fullorðna eru lítt þekkt hér á landi. Tilgangur athugunarinnar, sem þessi grein byggist á, var að rannsaka almenna þekkingu og skilning barna á ofbeldi á heimilum í almennu þýði. Rannsóknin gefur möguleika á samanburði við breska og svissneska athugun. Þátttakendur og aðferð. Tveir staðfærðir spurningalistar voru lagðir fyrir 1644 grunnskólabörn í 13 skólum á 4 landsvæðum árið 2006. 1125 börn og unglingar tóku þátt, 563 í 4.-6. bekk og 562 í 7.-10. bekk. 72,8% foreldra veittu samþykki og svarhlutfall var 68,4%. Niðurstöður. Um 70% barna og 94% unglinga þekkja hugtakið heimilisofbeldi og er það hærra hlutfall en í sambærilegri breskri könnun. Algengast er að börnin og unglingarnir hafi heyrt um ofbeldið í skóla eða sjónvarpi. Fleiri stúlkur en drengir hafa heyrt um heimilisofbeldi. Meiri og nákvæmari svörun er meðal unglingsstúlkna en drengja. 47% barna og 72% unglinga skilgreina hvað felst í heimilisofbeldi og telja barnið yfirleitt þolanda. Tæpur 1/4 svarenda þekkir einhvern sem orðið hefur fyrir ofbeldi á heimili og er það svipað hlutfall og í Bretlandi og Sviss; um 15% barna velja svarið „vil ekki svara". Ályktanir. Mörg börn hafa nokkra þekkingu á heimilisofbeldi sem berst fyrst og fremst frá sjónvarpi og skóla og hjá unglingum gegnum net- og prentmiðla. Niðurstöðurnar eru skilaboð til skóla, fjölmiðla og annarra aðila, sem sinna forvörnum, um ábyrgð þeirra á vandaðri fræðslu. Lágt hlutfall barna heyrir um heimilisofbeldi hjá foreldrum, það sýnir að þeir geta aukið áhrif sín með samræðum um efnið. Lykilorð: Heimilisofbeldi, sjónarhorn barna, þekking, ísland. Inngangur Skýrslur stofnana staðfesta að ofbeldi á heimilum á sér stað hérlendis og afleiðingar þess eru alvarlegar, en rannsóknir skortir á útbreiðslu ólíkra gerða ofbeldis, áhrifum þess og afleiðingum. Því er mikilvægt að athuga hvað börn vita um ofbeldi á heimilum og hvernig þau hugsa um áhrif, afleiðingar og viðbrögð. Fyrsti hluti rannsóknarinnar Þekking barna á ofbeldi á heimilum fólst í könnun á almennri þekkingu og skilningi barna á efninu. Verkefnið á sér hliðstæðu í breskri rannsókn og er með sama sniði og hún, meðal annars voru spurningalistar hennar notaðir í ísiensku rannsókninni og einnig fara fram viðtöl við börn sem hafa búið við ofbeldi á heimilum (Mullender o.fl., 2002). Rannsóknin var hin fyrsta á þekkingu barna á heimilisofbeldi sem byggðist á almennu þýði. Seith og Böckmann (2006) við Zurich-háskóla í Sviss hafa nýlokið sambærilegri rannsókn. Fáar athuganir höfðu áður beinst að því hvað börn og unglingar vissu og segðu um ofbeldi á heimilum en margar rannsóknir eru til á reynslu barna sem ENGLISH SUMMARY Kristinsdóttir, G., and Harðardóttir, I.H. The lcelandic Journal of Nursing (2008). 84(5), 46-54 CHILDREN’S KNOWLEDGE AND UNDERSTANDING OF VIOLENCE AT HOME Objective. Þrevalence, effect, and implications of domestic violence are not well known in lceland. The study reported aimed at studying children’s general knowledge and understanding of violence at home. It provides an opportunity for comparing results with an English and a Swiss study with the same design. Participants and method. A survey was conducted in 13 schools in lceland. 563 children 9-12 years old and 562 young people 13-16 years of age participated, 72,8% of parents consented and response rate was 68,4%. Results. 70% of children 9-12 years old and 94% of young people 13-16 years of age report that they know the concept “domestic violence" which is a higher prevalence than in a comparable English study. Respondents have most commonly heard about "domestic violence" on TV or in schooi. Girls are more knowledgable than boys and answer more accurately. Around 47% of the children and 72% of the young people define the concept “domestic violence", most commonly by identifying a child as a victim. A little less than a quarter of the participants reports to know someone subjected to violence at home which is similar to comparable English and Swiss results while 15% choose the option "don’t wish to tell". Discussion. Many participants are familiar with the term "domestic violence”. The results convey messages to schools, massmedia and professionalq to engage actively in education on this serious subject. Few respondents have heard about “domestic violence" from parents; more discussion is needed on this serious matter among families. Keywords: Domestic violence, children's perspectives, knowledge, lceland. Correspondance: gkristd@hi.is höfðu búið við slíkt ofbeldi (McGee, 2000). Lítil þekking á viðfangsefninu hvað almennt þýði varðar einkennir því ástandið víða og er þess vænst að niðurstöður þyki athyglisverðar. Greinin fjallar um valdar niðurstöður könnunar sem lúta að almennri þekkingu barna og unglinga og eru þær skoðaðar m.t.t. aldurs og kyngervis.1 46 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.