Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 50
andlega og líkamlega næringu. Því felur ofbeldið í sér annars
konar brest og merkingu en valdbeiting utan veggja heimilisins
(Hydén, 1994, tilvísun í Kállström Cater, 2004).
Þekking á ofbeldi meðal barna
Áhrif heimilisofbeldis á börn eru víðtæk og margvísleg. Þau
geta tengst skaða fyrir fæðingu. Þau geta falist í ótta og leitt
til alvarlegra áverka, lífshættu og jafnvel til dauða (Hornor,
2005; Mullender o.fl., 2002; McGee, 2000). Rannsóknir sýna
að mörg börn hafa mikið þol gegn andstreymi (Rutter, 1990;
Werner og Smith, 1982, 1992). Þrátt fyrir það eru flestir
fræðimenn sammála um að fjölskylduofbeldi geti skaðað heilsu,
þroska og aðstæður barna og fólks í nánasta umhverfi þess
(Rossman, 2002; Wolfe o.fl., 2003). Ef ofbeldi á sér stað milli
hinna fullorðnu á heimilinu búa börnin iðulega líka við ofbeldi
og vanrækslu, eða í 30-50% tilvika (Edleson, 1999; Edleson,
1995, tilvitnun í McGee, 2000; Rudo o.fl., 1998). Mullender o.fl.
(2002) bentu á að í rannsóknum á heimilisofbeldi væri of sjaldan
litið tll þess hvað börn vissu og segðu um það. Þeirra rannsókn
sýndi að almenn þekking barna var talsverð, t.d. þekktu 37%
barna og 71% unglinga hugtakið „heimilisofbeldi" og um 30%
svarenda þekktu eínhvern með reynslu af slíku. Skilningur barna
á hugtakinu var oft ólíkur skilningi fullorðinna og algengt var að
þau teldu það ná til alls ofbeldis á heimilinu. í rannsókn Seith
og Böckmann (2006) höfðu 80% barna heyrt um ofbeldi milli
foreldra, 23% þekktu konur sem höfðu orðið fyrir heimilisfbeldi
og 4,2% vissu um karla sem höfðu orðið fyrir því. Þessar
niðurstöður eru einkar áhugaverðar fyrir okkar rannsókn þar
sem sams konar snið rannsóknanna gefur færi á samanburði.
Fyrsta íslenska athugunin á ofbeldi gegn börnum í nútíma
byggðist á skýrslum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1960-
1969. Hún náði til misþyrminga og ofbeldis foreldra gegn
börnum. Stuðst var við hugtakið „battered child syndrome"
(Ásgeir Karlsson, 1971).3 Um er að ræða klínískt ástand
barns sem oft hefur verið beitt ofbeldi svo að af getur hlotist
vefjaskaði, beinbrot, heilaskaði og jafnvel dauði. Fjallað var um
fjögur tilvik, þar af var einungis eitt talið falla undir heilkennið,
sem var álitið sjaldgæft hérlendis. Það hve tilvikin voru fá
var skýrt með smæð þjóðarinnar, félagslegri samhjálp og
almennri innsýn í málefni fjölskyldna. Niðurstöðurnar hafa
verið gagnrýndar enda eru þær komnar til ára sinna (Jónína
Einarsdóttir o.fl., 2004). Viðtöl við konur, sem bjuggu í bernsku
við kynferðislegt ofbeldi af hendi nákominna, sýndu að það
stýrðist af valdbeitingu karla og hafði langvarandi slæm áhrif
(Guðrún Jónsdóttir, 1993). í rannsókn á reynslu ungs fólks
af langvarandi fóstri var sagt frá alvarlegum ofbeldisbrotum
gegn börnum (Guðrún Kristinsdóttir, 2004). Þessar afturvirku
athuganir staðfestu að ofbeldi í bernsku átti sér stað þó að
alhæfingargildi takmarkaðist af úrtaksstærðum. Athugun á
framburði barna í Barnahúsi sýndi að flest börn þekktu til
ofbeldismannsins. Brotin voru oft gróf og beindust meðal
annars að ungum börnum (Jóhanna K. Jónsdóttir og Þorbjörg
Sveinsdóttir, 2004).
Hrefna Ólafsdóttir rannsakaði kynferðislega misnotkun barna í
1500 manna siembiúrtaki fólks á aldrinum 18-60 ára. Niðurstöður
bentu til þess að rúmlega fimmta hver stúlka og tæplega tíundi
hver drengur hefðu verið misnotuð. Svarhlutfall var lágt og
verður að fara varlega í alhæfingar (Morgunblaðið (fréttavefur),
2002).4 Önnur rannsókn sýndi að afskipti barnaverndaryfirvalda,
vegna vanrækslu, ofbeldis og vímuefnaneyslu foreldra með
börn allt að18 ára aldri, námu 1,37% af heildarfjölda mála,
eða svipað og í Bandaríkjunum (Freydís J. Freysteinsdóttir,
2005). Gera verður ráð fyrir að einungis hluti mála komi til kasta
yfirvalda. í rannsókn meðal íslenskra barnafjölskyldna sagðist
meirihluti (93%) foreldra aldrei beita líkamlegum refsingum. Um
45% sögðust aldrei hóta börnum sínum (Sigrún Júlíusdóttir
o.fl., 1995). Af því leiðir að einhver hluti foreldra taldi sig beita
börn refsingum og hótunum.
Þó að fræðilegar rannsóknir séu fáar virðist ótvírætt að börn
eru beitt ofbeldi á heimilum hérlendis. Yfirvöld og félagasamtök
hafa einkum beint athygli sinni að kynferðislegu ofbeldi en
annars konar ofbeldi gegn börnum legið að mestu hjá garði
(Barnaheill, 1999, 2007; Barnaverndarstofa, 2002, 2007;
Margrét V. Kristjándóttir, 2002; Umboðsmaður barna, 1997).
Börn hafa ekki tjáð sig almennt um efnið hér á landi og okkar
könnun sneri að vitneskju þeirra og skilningi.
Aðferðir og úrtak
Eins og áður sagði tekur athugun okkar mið af rannsókn
Mullender o.fl. (2002) sem var með sama sniði. Um var að ræða
spurningalistakönnun og viðtalsathugun, en hér er einungis
byggt á könnuninni. Notaðir voru sams konar spurningalistar
sem voru þýddir, aðlagaðir og forprófaðir. Listar Mullender
o.fl. (2002) áttu sér enga hliðstæðu og þótti því áhugavert að
athuga frekar og í fleiri löndum hverju börn svöruðu um þetta
mikilvæga og viðkvæma efni og bera saman niðurstöður.
Einnig gefst færi á samanburði við áðurnefnda könnun Seith
og Böckmann 2006 í Sviss.
Þýðingu, staðfærslu og forprófun lauk 2006. Einn listi með
39 spurningum var fyrir börn í 4.-6. bekk og annar með 62
spurningum fyrir unglinga í 7.-10. bekk, flestar spurningar voru
lokaðar en margar gáfu möguleika á opnum svörum og einnig voru
dæmisögur notaðar. Spurt var um þekkingu, skilning, hugmyndir,
áhrif og afstöðu til algengra ofbeldisathafna og viðbrögð barna við
slíkar aðstæður. Bakgrunnsbreytur voru aldur, kyn, fjölskyldugerð,
uppruni, búseta, heilsufar og fötlun. Unglingar voru einnig spurðir
um kynhneigð og afstöðu til trúar og trúarbragða.
Gögn voru greind í SPSS-forritinu. Tíðni svara var reiknuð fyrir hverja
spurningu og niðurstöður byggjast að mestu á lýsandi tölfræði.
Þær spurningar, sem bornar voru saman eftir bakgrunnsbreytum,
voru fiestar á nafnkvarða og frumbreytur voru fiokkabreytur (kyn og
aldur skipt í yngri og eldri), því var ki' - kvaðrat marktæknipróf notað
við samanburð, p<0,01, að minnsta kosti.
3Hugtakið „battered child syndrome" er yfirleitt rakið til Kempe og Kempe (1978). Fyrsta heimildin frá Kempe og Kempe um heilkennið er frá 1962. Yfirleitt er
vanræksla talin hluti af heilkenninu.
^Niðurstöðurnar hafa eingöngu birst í fréttamiðlum.
48
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008