Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Blaðsíða 54
Umræða Fram hefur komið að einungis eru þekktar tvær rannsóknir á þekkingu barna á heimilisofbeldi sem byggjast á úrtaki úr almennu þýði barna og að hér var notað sama snið og í breskri og svissneskri könnun og það gefur færi á samanburði. Þetta tvennt hlýtur að teljast könnuninni til tekna, bæði að efnið er lítt rannsakað og einnig sú staðreynd að ólík rannsóknarsnið og aðferðir hamla oft samanburði. Á hinn bóginn skal varast of víðtækar ályktanir um niðurstöðurnar því þær spegla svör (reporting) á tiltekinni stundu. í rannsókninni var gengið út frá því að börn væru alla jafna ábyrg og hæf til að taka þátt í athugunum á trúverðugan hátt. Það er ánægjulegt að geta skýrt frá því að þátttaka í könnuninni var góð. Mörg börnin sýndu skilning á að ofbeldi sé raunverulegt vandamál eins og fram kemur í skilgreiningum þeirra. Þau sýndu einnig könnun þessari beinan áhuga með athugasemdum þegar þau skiluðu listunum. Við undirbúning varð vart við efa hjá sumum lykilaðilum um hvort rétt væri að spyrja börn um svo viðkvæmt efni en alvarlegar mótbárur heyrðu þó til undantekninga. Niðurstöðurnar sýna að mörg börn hér á landi þekkja til orðsins „heimilisofbeldi" eða 70-95% þeirra eftir aldri. Trúlega hafa sum heyrt orðið í tengslum við samþykki foreldra en ekki er hægt að fullyrða um hve algengt það er. Hið háa hlutfall svara við spurningunni, tæp 99%, eykur á hinn bóginn gildi niðurstaðnanna. Þó að hlutfallslega fleiri stúlkur svöruðu en drengir var munurinn ekki marktækur. Það er í samræmi við niðurstöður rannsóknar Mullender o.fl. (2002) en slíkur munur kom hins vegar fram í svissneskri könnun Seith og Böckmann (2006). Merkja má skýran aldursmun í svörunum. Eins og vænta mátti er þekkingin á orðinu útbreiddari meðal unglinga en barna og nánari greining sýnir þá stígandi glögglega. Þessar niðurstöður eru áhugaverðar þar sem ofbeldi á heimilum snertir marga ef marka má íslenskar vísbendingar og erlendar rannsóknir (Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 1997; McGee, 2000; United Nations, 2006; Weinehall o.fl., 2006; WHO, 2000). Algengara er að íslensku þátttakendurnir hafi heyrt orðið „heimilisofbeldi" en bresku börnin og á það bæði við um börn og unglinga. Þetta kann að einhverju leyti að stafa af því að orðið sé gagnsærra en breska hugtakið (domestic violence). Einnig getur aldursmunur haft áhrif þvf að yngstu bresku börnin voru átta ára en níu ára hér á landi og fá ungmenni á aldrinum fimmtán til sextán ára tóku þátt í bresku rannsókninni. Heildarhlutfall er svipað og í Sviss enda sami aldurshópur þar og í okkar könnun, en Seith og Böckmann (2006) benda á að stutt sé síðan þessi mál urðu áberandi í umræðu þar í landi. Hvar börn heyra um ofbeldi skiptir máli þar sem inntakið fer að einhverju leyti eftir miðlunum og skilningurinn er háður því að eiga kost á trúverðugum útskýringum og samræðum. Hátt hlutfall þátttakenda tilgreinir skóla, sjónvarp, blöð og bækur, og aðra unglinga þegar spurt er um hvar þeir hafi heyrt um heimilisofbeldi. Þetta kemur ef til vill ekki á óvart þar eð nútímabörn hafa greiðan aðgang að fjölmiðlum og upplýsingum og alla jafna hæfni til að tileinka sér slíkt efni. Mörg börn segjast hafa heyrt um heimilisofbeidi í skóla en ekki er vitað hvort það var í kennslustundum eða meðal skólafélaga. Ekki er útilokað að hluti þeirra svara tengist könnuninni. Þó að kennarar hafi verið beðnir að ræða ekki efnið fyrir fram er trúlegt að sumir skólafélagar hafi gert það. Algengara er að börnin heyri um heimilisofbeldi í sjónvarpi og skóla en hjá foreldrum. Börn í 4.-6. bekk virðast þó fremur verða vör við umfjöllun um ofbeldi hjá foreldrum en unglingar og nokkru hærra hlutfall stúlkna en drengja. í öllum þremur könnunum var algengast að þátttakendur segðust hafa heyrt um heimilisofbeldi í sjónvarpi. Nokkur munur var á könnununum hversu margir höfðu heyrt um heimilisofbeldi í skóla. Um fjórðungur svissneskra nemenda merkti við skólann, í hinni bresku 46% svarenda og nokkru fleiri í okkar könnun eða um 52%. Á hinn bóginn höfðu fleiri í svissnesku könnuninni heyrt um heimilisofbeldið hjá mæðrum og svörin dreifðust meira. Niðurstöður okkar könnunar um hvar börnin höfðu heyrt um heimilisofbeldi líktust því meira hinum bresku en hinum svissnesku. „Niðurstöðurnar fela í sér mikilvæg skilaboð til skóla og foreldra auk fjölmiðla um ábyrgð þeirra á því að útskýra og fræða börn um efnið þegar tækifæri og tilefni gefast.“ Niðurstöðurnar leiða ekki í Ijós hvernig börn og unglingar vinna úr upplýsingum sem þeim berast eftir þessum leiðum og ber að hafa það í huga. Mullender o.fl. (2002) telja óvíst að börn hafi aðgang að vandaðri og yfirvegaðri umfjöllun. Seith og Böckmann (2006) leggja áherslu á að ekki eigi að láta fjölmiðlum eftir þá umfjöllun um ofbeldi á heimilum sem snýr að börnum. Niðurstöðurnar fela í sér mikilvæg skilaboð til skóla og foreldra auk fjölmiðla um ábyrgð þeirra á því að útskýra og fræða börn um efnið þegar tækifæri og tilefni gefast. Hið lága hlutfall barna, sem segist hafa heyrt um efnið hjá foreldrum, getur skýrst af mörgu, meðal annars er efnið viðkvæmt og kemur ef til vill ekki upp á friðsömum heimilum nema í sérstökum tilvikum. Viðtalsrannsóknir á ofbeldi á heimilum sýna að þar ríkir gjarnan þögn um málið á milli foreldra og barna (Hydén (1994), tilvitnun í Kállström Cater, 2004). Þögnin stafar af ýmsu, t.d. af ótta, sektarkennd eða meðvituðum ásetningi hins fullorðna sem er beittur ofbeldinu um að vernda barnið fyrir vitneskjunni. Oft gerir þögnin illt verra þar eð börnin verða oftar áskynja um ofbeldið en hina fullorðnu grunar og þau bæla niður ótta sinn, áhyggjur og spurningar (Mullender o.fl., 2002). Þó að rannsóknin nái til úrtaks í almennu þýði er ekki útilokað að einhver hluti þátttakenda búi við slíkt ofbeldi. 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.