Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Qupperneq 55
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Nokkru algengara er að íslensku börnin segist hafa heyrt orðið hjá foreldrum en bresku börnin. Fullnægjandi skýringar liggja ekki fyrir og má nefna að samanburðarúttekt á tíðni samræðna barna og foreldra sýnir lægra hlutfall 15 ára unglinga (43,9%) hér á landi sem segist tala reglulega við foreldra sína en í Bretlandi (60,5%), meðaltal í OECD-löndunum var 62,8% (UNICEF, 2007). Ekki kom fram að samræðurnar væru bundnar við afmörkuð efni. Næst verður farið nokkrum orðum um kynjamun í svörum um hvar börnin heyra um heimilisofbeldi og þá sérlega meðal unglinga. í niðurstöðukafla kom fram að hærra hlutfall stúlkna en drengja segist hafa heyrt um heimilisofbeldi. Stúlkur í 7.-10. bekk heyra líka um það á fleiri stöðum en drengirnir, þannig var marktækur kynjamunur í þá veru í algengustu svörunum, svo sem að hafa heyrt um heimilisofbeldi í skóla, sjónvarpi, í blöðum og bókum, hjá vinum eða móður svarenda. Nærtækt er að skýra þetta þannig að stúlkur sýni ofbeldi á heimilum meiri áhuga en drengir. Þetta samrýmist öðrum niðurstöðum okkar, svo sem um hversu algengt heimilisofbeldi er, en þær sýna að unglingsstúlkur telja slíkt ofbeldi mun algengara en jafnaldra drengir. Það sést einnig í öðru, t.d. í færri og ónákvæmari svörum unglingsdrengja við spurningunni um skilgreiningu á orðinu heimilisofbeldi. Þennan mun má líklega rekja að nokkru til meiri tjáningarfærni stúlknanna en áhugi og færni tengist yfirleitt saman (Masterpasqua, 1989). Hið sama kom fram í svissnesku rannsókninni (Seith og Böckmann, 2006). Þetta samræmist niðurstöðum þroskarannsókna um að munnleg færni stúlkna sé meiri en drengja hvað varðar skilning og tjáningu (Halpern, 2000). Þetta getur einnig tengst ólíkri afstöðu drengja og stúlkna í Ijósi þeirrar staðreyndar að meirihluti ofbeldismanna er karlkyns. Niðurstöðurnar sýna að vitneskja um heimilisofbeldi nær á ólíkan hátt til drengja og stúlkna, sérstaklega unglinga, og virðist hafa ólík áhrif á viðhorf þeirra og hugmyndir um ofbeldi á heimilum. Niðurstöður um skilning sýna að umtalsverður hluti svarenda eða um helmingur barna getur útskýrt hvað átt er við með heimilisofbeldi og um þrír fjórðu hlutar unglinga geta skilgreint hugtakið heimilisofbeldi með eigin orðum. Skilningurinn er háður aldri og upp úr 12 ára aldri fjölgar þeim ár frá ári sem geta útskýrt hugtakið og svarað nákvæmar. Algengast er að barnið sé nefnt sem þolandi ofbeldisins en það stangast á við algengan skilning um að heimilisofbeldi feli í sér átök milli fullorðinna enda hefur sá skilningur verið gagnrýndur og talinn of þröngur eins og áður sagði (Mirless-Black (1991), Walby og Allen (2004), tilvitnun í Radford og Hester, 2006; Mullender o.fl., 2002). Svör unglinga í þessum þremur stærstu flokkum líkjast meira viðurkenndum skilgreiningum fullorðinna um ólíkar myndir ofbeldisins, svo sem líkamlegt og andlegt ofbeldi, heldur en svör barnanna því þau nefna frekar rifrildi. Þessi aldursmunur bendir til þess að unglingar skilji frekar að rifrildi foreldra á milli þarf ekki að vera hættulegt og að hinum yngri stafi frekar ótti af því. Þessar niðurstöður samrýmast niðurstöðum Mullender o.fl. (2002). Síðustu niðurstöður, sem hér verða ræddar, snúa að persónulegri vitneskju. Yfir helmingur barnanna segist ekki þekkja neinn sem orðið hefur fyrir ofbeldi heima hjá sér. Svarmöguleikinn „vil ekki svara" var fyrir hendi og við hann merkja rúmlega 10% barna og tæp 5% unglinga. Vekur það upp spurningar um hvort börn í þessum hópi hafi persónulega reynslu af ofbeldi á heimilum, en varlega skal farið í slíka ályktun. Af þeim sem svara játandi eða neitandi segist tæpur fjórðungur þekkja einhvern með slíka reynslu. Ólíkt mörgum öðrum spurningum er ekki munur á svörum barna og unglinga þó að nokkru hærra hlutfall unglinga svari játandi. í bresku rannsókninni sögðu um 30% barnanna f heild að þau þekktu einhvern sem hefði orðið fyrir ofbeldi á heimili (Mullender o.fl., 2002). í rannsókn Seith og Böckmann (2006) svöruðu 23% að þeir þekktu konu sem orðið hefði fyrir ofbeldi heima og fáeinir eða 4,2% að þeir þekktu karl sem hefði orðið fyrir ofbeldi heima, en ekki var spurt um kyn geranda í okkar könnun. Bein vitneskja barna um ofbeldi á heimili virðist því svipuð í þessum þrem löndum. í viðtalsathugunum síðari ára og eigindlegri athugun McGee (2000), sem náði tii stórs hóps barna, er að finna ýmsa aðra áhugaverða fleti er varða þekkingu barna (sjá t.d. yfirlit í Kállström Cater, 2004; Eriksson o.fl., 2005). Niðurstöður um skilning, svo sem áhersla yngri svarenda á rifrildi, sýna ótvíræða nauðsyn þess að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Lokaorð Hér hefur verið fjallað um þekkingu og skilning barna á ofbeldi á heimiium og meðal annars skýrt frá fyrstu könnun á því efni hér á landi. Ein meginniðurstaðan er að börn hér á landi búa yfir talsverðri vitneskju um þetta ofbeldi og hátt hlutfall hefur heyrt orðið. Einnig er nokkuð algengt að börnin geti skilgreint það. Við teljum þessa niðurstöðu mikilvæga þar eð vitneskjan getur ieitt til þess að börn tjái sig um efnið. Unglingsstúlkur virðast talsvert fróðari um efnið en börn og unglingsdrengir sem tjáðu sig mun minna. Þetta vekur til umhugsunar um stöðu kynjanna gagnvart ofbeldinu. Við viljum hnykkja á nauðsyn þess að dóms-, félags-, mennta- og heilbrigðisstofnanir ásamt félagasamtökum, sem sinna ungu fólki, hafi umfjöllun um ofbeldi á stefnuskrám sínum og leggi sitt af mörkum til að hindra kynbundið ofbeldi í nánum samböndum fólks. í því sambandi er mikilvægt að veita börnum og unglingum tækifæri til skoðanaskipta um málið á eigin forsendum. Jafnframt skyldu þessir aðilar veita börnum, sem búa við slíkt ofbeldi, stuðning og meðferð. Ábyrgð foreldra er mikil og meðal annars af þeim sökum að færri börn heyra um ofbeldið hjá foreldrum heldur en í sjónvarpi og í skóla þyrfti að auka persónulegar samræður á heimilum um þetta viðkvæma og alvarlega mál. Þakkir Við þökkum börnum, foreldrum, starfsliði skóla og skólayfirvöldum fyrir þátttöku og liðveislu, Rannsóknasjóði og Rannsóknarsjóði KHÍ fyrir styrki. Breska rannsóknarhópnum, þeim Mullender við University of Warwick og Ruskin College, Oxford, Kelly og Regan við London Metropolitan University, Hague og Malos við University of Bristol og Imam við University of Durham þökkum við fyrir afnot af spurningalistum. Einnig þökkum við áðurnefndum samstarfskonum okkar, Rannveigu Jóhannsdóttur lektor fyrir yfirlestur spurningalista, Manfreð Lemke lektor og Svanhildi Kaaber skrifstofustjóra fyrir aðstoð við gerð bæklinga fyrir börn. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 84. árg. 2008 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.