Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2008, Page 64
Skýr framtíðarsýn um upplýsingatækni á heilbrigðissviði og stefnumarkandi ákvarðanir eru forsendur frekari þróunar. Hugmyndafræðin um rafræna heilsueflingu (blómið) er sett fram til að skapa og auðvelda sameiginlegan tilgang og heildarsýn sem meðal annars er mikilvæg við stefnumótun og innleiðingu rafrænnar þjónustu. Ljóst er að efla þarf rafræna heilsueflingu og að þörfin fyrir þess háttar rannsóknir á heilbrigðis- og félagsþjónustu er mikil. íslendingar eiga að nýta erlendar fyrirmyndir á þessu sviði því þar hefur mikil grunnvinna nú þegar farið fram vegna þróunar á gagnvirkum heilsufarskerfum fyrir rafræna heilsueflingu. Fjarþjónusta og sjúkraskrár samtengdar um allt landið eru mjög mikilvægar til að jafna aðgengi íbúa í dreifbýli og fólks með langvinna sjúkdóma og gott dæmi um þjónustu sem hjá öðrum hefur reynst þjóðfélagslega hagkvæm til lengri tíma litið (Silber, 2004). Nýlega er fram komin íslensk upplýsingastefna til áranna 2008-2011 (Forsætisráðuneytið, 2008) og er mikils að vænta þar fyrir heilbrigðisþjónustuna. Niðurstöðurnar mætti nýta við ákvarðanatöku og forgangsröðun við þróun upplýsingatækni og heilbrigðisþjónustu með rafrænum aðgangi notenda. Skilning þeirra sem nota heilbrigðisþjónustuna þarf að auka með markvissri fræðslu um rafræna heilsueflingu og opinberum umræðum um viðfangsefnið og gera þarf frekari rannsóknir á eiginleikum, hæfni og aðstæðum notenda, ásamt ýmsu sem getur haft áhrif á þróunina (Ágústa Pálsdóttir, 2003). Einnig er rétt að benda á að rannsókn rýnihópa, með og án tölvureynslu, er leið sem gæti hentað vel til frekari undirbúnings. Lokaorð Rafræna byltingin er hafin, tugmilljónir manna um allan heim nota gagnvirka heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á sjálfshjálp notenda þar sem gæði, öryggi í samskiptum og árangur þjónustunnar eru sett í forgang (Silber, 2004). Rannsóknin gefur nýjar upplýsingar um skilning, viðhorf og óskir notenda heilbrigðisþjónustu á íslandi. Upplýsingarnar skapa þekkingu og hvata til umbóta og þróunar og ýta um leið undir hringrás upplýsinga í þágu notenda til samræmis við hugmyndafræðina um rafræna heilsueflingu (blómið). Rannsóknin styður í meginatriðum fyrri niðurstöður um vilja notenda til að vera virkari og eiga jafningjasamskipti vegna eigin heilsu og heilbrigðisþjónustu. Notendur vilja fá aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum og þeir virðast tilbúnir í innleiðingu rafrænnar þjónustu hjá TR. Meirihluti hugsanlegra notenda, sem tóku þátt í rannsókninni, hafði trú á jákvæðum áhrifum aðgangs að eigin upplýsingum. Ný rafræn þjónusta TR, Tryggur, er rétt hafin og veitir notendum aðgang að þjónustu og upplýsingum (TR, 2008). Gagnvirk þjónusta skapar óendanlega möguleika til að auka öryggi og skilvirkni þjónustunnar. Þrátt fyrir tölvu- og netaðgengi í fremstu röð á heimsmælikvarða skortir íslenska notendur enn reynslu og skilning á þýðingu aðgangs að eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu. Góð skilyrði með almenna tölvu- og netnotkun gefa forskot sem nauðsynlegt er að nýta til að þróa sjálfshjálp almennings og úrræði sem fylgja rafrænni heilsueflingu. Stefnumarkmið íslenskra stjórnvalda um rafræn samskipti almennings og fjarskiptalausnir með alþjónustu, sem nýtist öllum og meðal annars auðgar líf öryrkja og fatlaðra, koma vonandi sem allra fyrst til framkvæmda sem rafræn heilsuefling. Takmarkið er að virkja sjálfshjálp notenda með öruggu aðgengi að eigin upplýsingum og gagnvirkri þjónustu og styrkja þannig heilsutengd lífsgæði almennings. Virkni notenda er hér lykilhugtak um að efla heilbrigði og stuðla að árangursríkri heilbrigðisþjónustu með heilsuneti fyrir rafræna heilsueflingu. Þakkir Styrktaraðilum eru færðar þakkir, TR fyrir góðan stuðning með beinum og óbeinum hætti og Fyrirtækjasjóði RANNÍS og B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir úthlutaða styrki til rannsóknarinnar. Heimildir: Ágústa Pálsdóttir (2003). Icelandic citizens’ everyday life health information behaviour. Health Informatics Journal, 9, 225-240. Baker, B.B., og Masys, D.R. (2004). PCASSO: Vanguard in patient empowerment. í R. Nelson og M.J. Ball (ritstj.), Consumerinformatics. Applications and strategies in cyberhealth care (bls. 93-94). New York: Springer-Verlag. Ball, M.J., og Lillis, J. (2001). E-health: transforming the physician/patient relationship. International Journal of Medical Informatics, 61, 1-10. Bingman, K., og fieiri (2003). Connecting for health. A public-private collab- orative. Rnal report. Markle Foundation. The Personal Health Working Group (skýrsla nefndar). Washingtonborg: Offioe of Disease Prevention and Health Promotion US Department of Health and Human Services. Sótt 12. desember 2003 á http://www.connectingforhealth.org/resourc- es/phwg_final_report.pdf. Canada Health Infoway (2007). A special report from Canada Health Infoway. Technology overcomes geography. Sótt 10. desember 2007 á http://www.theglobeandmail.com/partners/free/infoway/article_technol- ogy.html. Capacent ráðgjöf (2007). Úttekt á framkvæmd stefnunnar um upplýsinga- samfélagið 2004-2007. Auðlindir í allra þágu (skýrsla). Reykjavík: Forsætisráðuneytið. Sótt 12. febrúar 2008 á http://www.forsaetis- raduneyti.is/media/Skyrslur/Utekt_a_stefnu_upplysingasamfelagid_ 20122007.pdf. Donabedian, A. (1997). The quality of care. How can it be assessed? Archives of Pathology & Laboratory Medicine, 727(11), 1145-1150. (Upphaflega birt 1988.) Eng, R.T., og Gustafson, D.H. (1999). Wired for health and well-being. The emergence of interactive health communication. Washingtonborg: US Department of Health and Human Services. Eysenbach, G. (2000). Consumer health informatios. British Medical Journal, 320, 1713-1716. Forsætisráðuneytið (2004). Auðlindir í allra þágu. Stefna n'kisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið, 2004-2007. Reykjavík: Forsætisráðuneytið. Sótt 5. apríl 2004 á http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/ UpplStefna2004.pdf. Forsætisráðuneytið (2008). Netríkið ísland. Stefna ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfélagið, 2008-2012. Reykjavík: Forsætisráðuneytið. Sótt 15. mai 2008 á http://www.ut.is. Fowles, J.B., Kind, A.C., Craft, C., Kind, E.A., Mandel, J.L., og Adlis, S. (2004). Patients’ interest in reading their medical record. Relation with clinical and sooiodemographic characteristic and patients’ approach to health care. Archives of Internal Medicine, 164, 793-800. Gustafson, D.H., Hawkins, R.P., Pingree, S., McTavish, F., Arora, N.K., Mendenhall, J., Cella, D.F., Serlin, R.C., Apantaku, F.M., Stewart, J., og Salner, A. (2001). Effect of computer support on younger women with breast cancer. Journal of General and Internal Medicine, 16, 435-445. Hagstofa Islands (2008). Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og interneti 2008. Hagtíðindi. Statistical Series, 2008:1; 93(48): 1-12. Sótt 12. sep- tember 2008 á http://hagstofan.is/lisalib/getfile.aspx?ltemlD=8282/. Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. 62 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.