Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 15
13
hérlendis er um 300 millj. fóðureiningar í gróffóðri og um 70 millj. fóðureiningar í kjamfóðri á
ári og er þá talið með fóður handa öllum tegundum búíjár (hrossum, sauðfé, nautgripum,
svínum og hænsnum). I grófum dráttum má því telja að 80% þess fóðurs, sem notað er, sé
gróffóður og 20% kjamfóður. Fóðurræktun í landinu fullnægir þörfum fyrir gróffóður og auk
þess eru ræktuð innanlands 7-8 þús. tonn af byggi og em það 10-12% af því kjamfóðri sem
notað er.
í fyrsta lagi má spyija hvort við getum nýtt ræktað land betur en nú er gert. Gerð hefiir
verið tilraun til þess að svara þeirri spumingu (Áslaug Helgadóttir og Jónatan Hermannsson
2001). Þar var athyglinni eingöngu beint að nautgriparæktinni. Leidd vom rök að þvi að bæta
mætti fóður nautgripa með endurvinnslu túns og sáðskiptum og þar með aukinni grænfóður-
og komrækt. Með breyttu ræktunarskipulagi mætti auka uppskem í fóðureiningum talið um
25% að óbreyttu flatarmáli. í þessari áætlun var gert ráð fyrir því að kom yrði ræktað á um
13.000 ha. Af þeim gætu fengist allt að 40 þús. tonn af byggi og er það rúmlega helmingur
þess kjamfóðurs sem nú er notað.
Því má í öðm lagi spyija hvort ekki er tilefni til að taka nýtt land í notkun á allra næstu
ámm. Nokkrar hugmyndir má nefna:
• Flytja alla fóöuröflun inn í landið.
Gróffóður er að sjálfsögðu allt framleitt innanlands, en fóður fyrir svín og hænsni og
kjamfóður mjólkurkúa er nú að mestu flutt inn eins og áður segir. Til að rækta allt
kom okkar innanlands þurfum við á að halda allt að 25 þús. ha. Þessi komrækt
rúmast hvergi nærri öll innan þess lands sem nú er í ræktun, þótt gert sé ráð fyrir
endurvinnslu túna. Því þarf að taka nýtt land til ræktunar, það gætu orðið 10-12 þús.
ha. Það land verður eðli málsins samkvæmt að vera í 1. flokki samkvæmt skil-
greiningu hér að framan.
• Rœkta nytjajurtir til annars en matar og fóðurs.
Uppi em áform um að ffamleiða hér ýmiss konar iðnvaming sem unninn er úr nytja-
plöntum. Þar er einkum þrennt sem til nýjunga má telja. í fyrsta lagi er stefiit að því
að ffamleiða lífvirk prótein úr byggi með erfðatækni (Júlíus Kristinsson 2003). í öðm
lagi virðist ræktun á líni eiga framtíð fyrir sér, þar sem feygingarverksmiðju hefur
verið komið á fót. I þriðja lagi má nefiia að nú er nýhafið Evrópuverkefiii sem miðar
að því að vinna verðmæt efiii úr lifmassa og horfa menn þar helst til alaskalúpín-
unnar. Ekkert af þessari framleiðslu mim binda ræktunarland varanlega og fellur því
vel að því markmiði að varðveita ræktunarland til matvælaffamleiðslu í ffamtíðinni.
Hér er einnig rétt að nefna skógrækt. Mikil áhersla er nú lögð á að efla skógrækt
víða um land. Með setningu laga nr. 56/1999 um landshlutabundin skógræktarverk-
efni er öllum þeim sem hafa til umráða lögbýlisjarðir gert kleift að rækta skóg að
uppfylltum vissum skilyrðum (Bjöm Bjamdal Jónsson 2001). Skógrækt er þó frá-
bmgðin þeirri ræktun sem áður er nefnd að því leyti að ekki verður svo auðveldlega
aftur snúið þegar einu sinni er búið að fylla landið tijám. Eins og komið verður að
hér á eftir, er hætta á að gott ræktunarland verði í fljótfæmi tekið undir skóg. Það
ætti að vera óþarfi því að skóg má rækta miklu víðar en á því landi sem við flokkum
sem gott ræktunarland.
• Rækta fóður og mat til útflutnings í framtíðinni.
Loftslagsbreytingar em fyrirsjáanlegar. Reiknilíkön gera ráð fyrir hlýnandi loftslagi
á norðlægum slóðum, en minnkandi úrkomu í tempraða beltinu, til dæmis á öllum
helstu komræktarsvæðum heimsins (t.d. Parry og Carter 1988). Ræktun koms mun
fyrirsjáanlega færast norður á bóginn næstu áratugi. í þeim hémðum er minna land
og lakara að gæðum en það land sem búist er við að tapist vegna þurrka. Einnig geta
orðið umhverfisslys sem gera ræktun ónýta á stóram svæðum. Ráðist framtíðin á