Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 23
21
Markmið með mati á jarðvegsgæðum er oft að fá heildarmynd af ákveðnum jarðvegi eða
landsvæði. Áherslan er á hvemig jarðvegurinn uppfyllir hin ýmsu hlutverk sín og þá er leitað
að þáttum sem einkenna þessi hlutverk. Þessi aðferð er mikið notuð þar sem unnið er að
skilpulagsmálum og gera þarf úttekt á jarðvegi, t.d. fyrir mat á umhverfisáhrifum. Þá er of
einhæft að líta einungis á eitt hlutverk jarðvegsins. Hér er einnig leitað að þáttum sem auðvelt
er að mæla eða meta, þáttum sem ná til efha-, líffræði- og eðliseiginleika jarðvegsins og
einungis nokkurrar, en ekki mjög mikillar, sérfræðikunnáttu er þörf (Blossey og Lehle 1998,
Department of Land and Water Conservation 2000). Þessari nálgun verður fylgt hér. Aðferðir
til mats á jarðvegi til margvíslegra nota er ekki til eða i mótun á Islandi, m.a. með þeim af-
leiðingum að í mati á umhverfisáhrifum er jarðvegurinn sem slíkur og hin ýmsu hlutverk hans
ekki metin, en áherslan beinist að jarðvegseyðingu og áfoki. Þar sem jarðvegsgæði eru notuð
við bústjóm í leiðbeiningum eða við vöktun í landbúnaði má einnig styðjast við þessa nálgun
eða vera með nánari útfærslu.
Fyrsta skref við heildarmat á jarðvegi er mat á gæðum hans til hinna ýmsu hlutverka.
Heildarmat er hægt að mynda sem fall af mati einstakra hlutverka eða ákveða að jarðvegur
sem hefur mikil gæði í fleiri en tvö eða þijú hlutverk fái háa lokaeinkunn og jarðvegur með
lítil gæði með tilliti til flestra hlutverka fái lága lokaeinkunn. Að svo stöddu er ekki ástæða til
að fara í nánari útleggingar á þessu lokastigi matsins.
ÞÆTTIR TIL GREININGA (INDICATORS)
Það er breytilegt hvaða þættir em notaðir við að greina hæfni jarðvegsins og einnig hvar mörk
em sett. Til dæmis er misjafht hvaða sýmstig er æskilegt fyrir hinar ýmsu nytjajurtir, hvað þá
fyrir önnur hlutverk. Karlen o.fl. (2001) benda á að val á þáttum fari eftir stærð svæðis sem er
metið. Þegar svæði er lítið em gæðin metin út frá jarðvegsþáttum einum sér, en eftir því sem
svæðið stækkar em fleiri þættir eins og uppskera, fjölbreytileiki í lífríki, gæði vatns og jarð-
vegseyðing tekin með. Með aukinni stærð kemur að því að réttara er að tala um landgæði en
jarðvegsgæði. Einkunn eða stig em gefin fyrir hvem þátt. Einfaldasta einkunnargjöfin er 0 og
1 (til eða ekki til; í lagi eða ekki í lagi o.fl. í þeim dúr), línuleg einkunnargjöf frá 0-5 eða 0-
10, eða ólínuleg nálgun „í góðu lagi“, „meira er betra“ eða „minna er betra“ em einnig til.
Þegar hveijum þætti hefur verið gefin stig má segja að heildargæði jarðvegsins sé fa.ll af
öllum þáttum sem má ná, t.d. með því að taka af þeim margfeldi til að fá lokaeinkunn fyrir
gæði jarðvegsins eða svæðisins sem athugað var. Vandamál við þannig lokastig eða einkunn
er að þar kemur ekki ffarn hvaða þættir em í góðu lagi og hvar vandamálin em.
í Bandaríkjunum hafa sérstök blöð með lýsingu á einstökum þáttum verið gefin út fyrir
landnotendur (USDA 2002). Greiningarþáttum er ætlað að beina athygli landnotenda aó því
að viðhalda og bæta jarðveginn, meta áhrif nýtingar og tækni, tengja jarðvegsgæði við aðrar
auðlindir, safna upplýsingum til að meta breytingu með tíma, nota síðan niðurstöður sem
hjálpartæki við ákvörðunartökur. Akveðin algild mörk em ekki sett heldur þarf að meta
hvemig ástand er á hveijum stað eða landsvæði.
í nokkmm Evrópulöndum hafa mjög ákveðin mörk verið sett, sérstaklega hvað skaðleg
efni varðar og til hvaða aðgerða skuli grípa fari efnamagn yfir þau. Við mat á jarðvegsgæðum
hafa einnig verð sett ákveðin mörk, t.d. í rótardýpt, magni nýtanlegs vatns, magni leirs og líf-
rænna efna (AG Boden 1994), og þau notuð til að meta hæfileika jarðvegs til að gegna hinum
ýmsu hlutverkum. Þessi aðferð hentar þar sem áherslan er á almennt mat á jarðvegi sem hluta
af vistkerfí, til að vinna að jarðvegsvemd og nota í skipulagningu á landnýtingu í víðasta
skilningi. Þegar tilgangurinn er að vakta jarðvegsgæði þar sem ein nýting, í.d. akuryrkja, er
stunduð getur verið markvissara að nota færri þætti eða þátt sem er viðkvæmur fyrir breyt-