Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 28
26
samstarf komst á vorið 2002 með myndun samstarfshóps Bændasamtaka íslands, Land-
græðslu rikisins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og skógræktarstofiiana. Einnig hefur
verið lögð áhersla á að vinna með Búnaðarsamböndum, Náttúruvemd ríkisins (nú Umhverfis-
stofnun), Fomleifavemd ríkisins, Ömefhastoínun íslands, verkefninu Nytjaland og fleiri
aðilum.
Árið 2002 vom haldin fyrstu námskeið fyrir bændur í gerð landnýtingaráætlana á grunni
„Betra bús“ og verður nánar fjallað um þau námskeið í næstu grein.
ÞÖRF FYRIR VERKEFNIÐ
Jarðvegsrof og gróðureyðing hafa um langt skeið verið helstu umhverfísvandamál á íslandi
(Andrés Amalds 1988). Landið kallar ótvírætt eftir betri meðferð, bæði til að fyrirbyggja
frekari hnignun og til að endurheimta fyrri landgæði. Bændur hafa til umráða stóran hluta
landsins, em vörslumenn þess og ábyrgir fyrir nýtingu þess. Þar með em þeir í lykilstöðu
hvað varðar meðferð landsins. Það er m.a. hlutverk Landgræðslu ríkisins að hafa eftirlit með
gróður- og jarðvegseyðingu og leiðbeina um bætta nýtingu lands og nauðsynlegar upp-
græðsluaðgerðir (Lög um landgræðslu nr. 17/1965). Verkefni eins og „Bændur græða
landið“, samstarfsverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda um uppgræðslu heimalanda, sýnir
að fjöldi bænda em öflugir samherjar í baráttu við stöðvun jarðvegsrofs og endurheimt land-
gæða (Sigþrúður Jónsdóttir og Guðríður Baldvinsdóttir 2000).
Áður fyrr var röng landnýting oftast afleiðing neyðar, en á þeim svæðum þar sem röng
landnýting á sér stað enn þann dag í dag er hún oftast afleiðing hugsunarleysis og/eða vana-
festu. Ef bóndinn er aðstoðaður með viðeigandi fræðslu til að auka þekkingu sína, t.d. um mat
á ástandi lands, er hægt að nálgast hugsanleg vandamál á jákvæðan hátt. Bóndinn er þá með-
vitaður um þau vandamál og getur sjálfur firndið lausnir og unnið að þeim eftir eigin reynslu
og aðstæðum. Aðstoð sérfræðinga má ekki fela í sér að koma með tilbúnar lausnir, skilaboð
og aðferðir sem þarf að fara eftir heldur að fræða og bjóða bændum upp á fulla körfu af
mögulegum lausnum og aðferðum sem þeir geta valið úr sjálfir (Douglas 1996).
Vitað er að bein tengsl em milli gæða landsins og framleiðslu í flestinn landbúnaðar-
greinum. Þannig ráða gæði beitilands og beitarstjómun t.d. miklu um afurðir sauðfjár, nyt kúa
og þrif hrossa og þar með afkomu bænda. Til að tryggja fhamleiðslugetu lands til langs tíma
þarf aðgát og skipulag á nýtingu þess (Andrés Amalds 1986).
Gæðastýring í sauðfjárrækt kallar einnig eftir landnýtingaráætlanagerð. í viljayfirlýsingu
sem fylgir samningi rikisins og bænda um framleiðslu sauðfjárafurða frá 2000 segir m.a.:
,yÞar sem umbóta er þörf svo uppfylla megi kröfur um landnýtingarþátt gœóastýringar gerir
framleiðandi og eftir atvikum aðrir umráðaaðilar landgrœðslu- og landnýtingaráœtlun í sam-
ráði við Landgrœðsluna“ (Viljayfirlýsing vegna mats á landnýtingu vegna gæðastýringar-
þáttar í samningi um framleiðslu sauðfjárafurða 2000). Það er gífurlega mikilvægt við inn-
leiðslu á stefnum eins og gæðastýringu að geta boðið bændum upp á raunhæfar leiðir til að ná
settum markmiðum. Þar sem landnýtingaráætlun stuðlar bæði að hagkvæmari framleiðslu og
sjálfbærri landnýtingu á hún samleið með markmiðum landnýtingarþáttar í gæðastýringu.
Eins er nauðsynlegt að þeir bændur sem ná ekki markmiðum landnýtingarþáttar strax geta séð
lausn til að ná þeim skref fyrir skref á aðlögunartímanum.
EFLING GRASRÓTARINNAR
Það er ekki sama hvemig staðið er að gerð landnýtingaráætlunarinnar og hver gerir hana. Með
því að bóndinn vinni slíka áætlun sjálfur þjálfast hann í því að „lesa landið“, þ.e. að geta lesið
og skilið þær vísbendingar sem ásýnd landsins gefur um ástand þess. Meðvitund um ástand