Ráðunautafundur - 15.02.2003, Side 42
girðing er girt með stuðningi frá Pokasjóði, Framleiðnisjóði og Landgræðslunni. Við vonum
að klára mikið til að sá lúpínu í þetta land næsta sirniar. Landið þama er frá rúmlega 100
metrum upp í 250 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er mikið eítir af melum á landinu okkar sem
þarf að rækta upp, en það fer eftir hvemig gengur að rækta upp þetta hólf hvemig framhaldið
verður. Á svæðinu frá heimagirðingunni að þessari nýju girðingu em melar, um 20-30
hektarar, sem ég vonast líka til að geta ræktað upp með fræi og áburði á næstu tveim til þrem
ámm.
ÁÆTLUNIN
Ég hef gert áætlun sem við höfum unnið eftir, bæði til langs og stutts tíma. í sinni einfoldustu
mynd hefur hún gengið út á að girða af tímabundið það land þar sem verst er farið og sá
lúpínu í það, en nota fræ skít og áburð á mela sem ekki er gott að girða af.
HVERNIG LÍT ÉG Á LAND?
Skoðanir mínar lun um beit og landbætur hafa mótast af ýmsu sem ég hef lesið, ferðalögum
og af því að ræða við aðra. En ég tel að ég hafi lært mest af því sem í dag er kallað að lesa
landið. Margt sem ég trúði og hélt hér áður fyrr hef ég orðið að endurskoða eftir því sem
náttúran kennir mér meira. Ég tel að fijósemi jarðvegs sé atriði sem of lítið sé rætt um. Mínar
skoðanir og viðhorf eru nátengd þessu atriði. Það ræðst mikið af fijósemi jarðvegs hvað vex í
honum, sé fijósemin lítil sem engin vex lítið. Það sést ef til vill ein og ein planta. Væri sturtað
fijósömum jarðvegi í hrúgu á mel eða í rofabarð þyrfti yfirleitt ekki að sá í hrúguna, hún gréri
fljótt upp. Mér sýnist líka að ef fijósemi jarðvegs er hmnin getur það eitt og sér leitt til upp-
blásturs. Þegar fijósemi melanna eykst fara að vaxa mosar og beitilyng. Krækibeijalyng fer
líka að sjást. Þegar fijósemin eykst meira fer að koma blábeijalyng og eitthvað af grasi fer að
sjást. Ef ég ber skít í eitt ár á lyngmóa breytist gróðurfarið, gras fer að verða ráðandi. Hér er
gamall túnblettur sem unnin var úr mólendi fyrir 30-40 árum. Það hefur ekki verið borið á
þetta tún í fjölda ára. Fijósemi hans er að minnka og lyngið farið að taka við af grasinu. Það
sama er að gerast á melum sem við ræktuðum upp fyrir nokkrum árum og erum hætt að bera
á.
Þegar við erum búin að rækta upp mela, hvort sem það er með skít og áburði eða með
lúpínu, fara melamir að gefa af sér áburð. Kindumar beita sér og flytja til fijósemina. Meðan
melamir em gróðurlausir taka þeir frá móunum. Það er greinilegt að móamir fara að batna
hraðar þegar melamir gróa upp. Meira gras kemur í þá.
Það er þó nokkuð kjarr hér á jörðinni og meðal annars samfelldur um 15-20 hektara
skógur og kjarr út frá þessum skógi. Utan við skóginn er sum staðar rýr mói, hann er að vísu
skárri en hann var fyrir 20 ámm, en engu að síður mjög lélegur víða. Mosi, beitilyng og
krækibeijalyng ráðandi. Skógurinn sækir út á þessa móa. Það em stakar birkiplöntur þama um
allt, fleiri eftir því sem nær dregur skóginum. Enn nær skóginum em runnar með opnu landi á
milli. Þama er allt annar gróður, blábeijalyng og gras. Krækibeijalyng og beitilyng hefur
vikið. Þegar komið er inn í skóginn er gras og blágresi ráðandi.
Niðurstaða mín er sú að það em ekki bara landnotin sem hafa leitt til uppblásturs, það
hefur ekki síður verið hmn í fijósemi, sem hefur leitt til þess að gróðurfarið er aðeins rústir
þess sem áður var. Landið getur gjörbreyst og uppskeran margfaldast. Mitt hlutverk er að ýta
undir og flýta fyrir að það gerist.
BIRKIÐ OG SAUÐKINDIN
Ég trúði því hér áður að sauðfé og birki ættu illa saman. Meðal annars hafði ég séð myndir