Ráðunautafundur - 15.02.2003, Blaðsíða 43
41
þar sem birkið óð upp innan við girðingu en ekkert var utan við. Ég haföi lika gengið
meðfram svona girðingu. Ég haföi séð hvemig birki kom upp á landi sem haföi verið friðað.
En þetta er ekki svona einfalt. Kindur vilja hafa aðgang að mismunandi gróðri. Ef kindur eru
á rúmu og hóflega beittu landi éta þær eitthvað, en aðeins lítið af birki. Ef komið er kjarr í
landið ver það litlu plöntunnar. Þetta sést skýrt hjá okkur. Þama em litlar plöntur sem ég
fylgist með. Um leið og við emm komin hundrað eða nokkuð hundmð metra frá kjarri gætu
þær haldið birkinu niðri. Maður sér það sama með lúpínuna að ef það er stök planta sem vex
langt frá öðrum lúpínum em þær oft bitnar niður, en plöntur nær eða í útjöðrum em lítið
bitnar. Þetta segir mér í fyrsta lagi, að girðingar geta beinlínis komið í veg fyrir að birki dreifi
úr sér. í öðm lagi, til að ná hámarks uppskem á landi eins og okkar, og miklu víðar á landinu,
er best að landið sé með birkikjarri. Ég reikna með að 1/3 væri mjög gott. Það er oft nauðsyn-
legt að friða land tímabundið til að fá gróðurinn á skrið. Síðan má beita landið og meðan það
heldur áfram að bama erum við hér og sjáum til þess að í landið veljist gróður sem þolir beit.
BÚSKAPUR OG ÚTIVIST
Takið eftir, það er svona land sem er best til útiveru. Miklu skemmtilegra land heldur en land
sem er þéttvaxið birki. Til lengri tíma er miklu heppilegra fyrir útivistar fólk að það sé búið í
landinu og það beitt. Hugsið ykkur heilu hémðin gróin birkikjarri sem er nærri ófært yfir-
ferðar. Birkifrumskógur er ekkert sérstaklega útivistar vænn, það höfum við reynt hér. Það er
líka ljóst að það verður mikið verk að halda landinu opnu. Það em til tæki í þetta og verða án
efa enn betri tæki til. Þegar of mikið birki fer að verða stórt vandamál væri hægt að grípa til
þeirra. Þannig gróðurfar er ekki eins og var á íslandi við landnám, en það er keimlíkt.
MÓAR ERU OFT LÉLEGT BEITILAND
Ég er í dag farin að líta sérstaklega lélega móa svipuðum augum og ég leit mela hér áður. Þeir
em ekki að gefa nema brot af þeirri uppskem sem þeir ættu að gefa. Það er alveg ljóst að við
aðstæður eins og hjá okkur er algjörlega óviðunandi að tala um að landið haldist svipað. Það
verður að stór lagast, þó það sé notað til beitar.
Hófleg sumarbeit og friðun, munu þegar tímar líða, gjörbreyta gróðurfari á íslandi. Ein-
hveijum mun þykja eftirsjá í melum með lambagrasi og holtasóley og móum með krækibeija-
lyngi. Staðreyndin er sú að að þessi gróður verður áfram til, en hann verður dæmdur til að
hverfa af stómm svæðum. Ef til dæmis Reykvíkingum er umhugað að hafa land í Öskju-
hlíðinni ófijósamt og gróið lyngi með beijum fyrir bömin, gætu þeir níðst á landinu með beit
allt árið. Best væri að láta fjármenn halda fénu á beit. Ef þeir kvarta undan kulda þá er bara að
rétta þeim aðra peysu. Bændur hafa aflagt þessa búskaparhætti, en tæknin er en þekkt.
LÚPÍNAN OG LANDBÆTUR
Við hjónin vorum að klára að slá 20 hektara tún hér í sumar. Aðrir tíu hektarar lágu flatir í
brekkunni fyrir ofan. Ég fór út að týna upp plast sem borist haföi út á tún. Ósköp var maður
lítill þama í miðri slægjunni og ég hugsaði til þess að ef við heföum þurft að snúa þessu öllu
með hrífu og hirða allt með gamla Iaginu. Innan við þrem sólahringum seinna vom þessir
þijátíu hektarar komnir í plast. Tæknin sem notuð er verður að vera í takt við vandann. Mér
leist strax mjög vel á lúpínu sem landbótajmt, þegar ég kynntist henni sem unglingur fyrir
ofan Hafiiafjörð. Áður en ég varð bóndi fékk ég fjölskylduna með mér til að týna lúpínufræ,
sem ég svo sáði með góðum árangi. Ég sá líka, að eftir að við fluttum hingað norður, að lúp-
ínan gæti gert okkur mögulegt að rækta melana margfalt hraðar upp. Þrátt fyrir góðan ásetn-
ing fómm við ekki að nota lúpínu til ræktunar fyrr en við gátum fengið fræ frá land-