Ráðunautafundur - 15.02.2003, Page 44
42
græðslunni. Ræktunin með lúpínimni hefur verið töírum líkust. Það er geysilega gaman að sjá
lúpínuna breyta öllu þessu landi, sem áður voru ófijósamir melar, í gott beitiland.
Hér er ég komin að því sem ég tel lykilatriði, landbætur eru tæknilegt vandamál. Við
höfúm þegar tækni sem er ágæt, eins og að rækta upp með fræi, áburði og lúpínu þar sem hún
á við. Það er líka hægt að planta tijám. En það þarf að þróa fleiri aðferðir sem duga bónda
með vandamál af þeirri stærðargráðu sem við höfum á Daðastöðum. Númer eitt er að fá
smárafræ eða aðra tækni sem er til og koma smára í beitilandið. Það er margt tæknilegs eðlis
sem mér hefúr dottið í hug, en ekki komið í verk að gera. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti
að eyða meira í tæknilegar lausnir og minna í margt annað.
HVERS VEGNA STUNDUM VEÐ LANDGRÆÐSLU OG BORGAR ÞAÐ SIG?
Það gefúr mér meiri ánægju við búskapinn en nokkuð annað að sjá ónýtt land verða að góðu
landi. Að sjá hvem melinn af öðrum gróa upp. Að keyra heim að Daðastöðum og horfa yfir
algróið land sem áður var flekkótt af melum hlýjar mér um hjartarætur. Hvort við höfúm beint
grætt á því er önnur saga. Bændur verða að bæta landið til að hafa góða ímynd, það borgar sig
til lengri tíma litið. Afúrðir kindanna hér hafa aukist, en það er raunhæfara að rekja það til
þess að fóðrun hefúr batnað og að fé í Öxarfirði hefúr fækkað og að það hafa verið góð grasár
undanfarið, heldur en að þakka landbótunum meiri afúrðir. Landbætumar skila sér aftur á
móti ótvírætt í bættri haustbeit. Til framtíðar sé ég fyrir mér að ef landbætur verða stundaðar
hér áfram getur það haft úrslitaáhrif um búsetu á þessari jörð. Bættir hagar muni þá mjög
auðveldlega geta framfleytt þeim fjölda fjár með góðar afúrðir sem tækni framtíðar mun
krefjast af bændum.
ÍSLAND ER GOTT LANDBÚNAÐARLAND
Fyrir nokkrum ámm hjálpaði strákur úr Reykjavík okkur að smala. Yfir matnum um kvöldið
var rætt um mistök og sigra dagsins eins og gengur. Eftir að umræðan hafði gengið nokkra
stund kom sú yfirlýsing frá drengnum að hann skyldi ekki hvað við værum að elta kindur um
öll fjöll þegar hægt væri að flytja kjöt frosið frá Nýja Sjálandi. Ekki hlypi það neitt.
Það er reynsla mín að þeir sem trúa ekki á það sem þeir eru að gera ná yfirleitt ekki
miklum árangri. Til dæmis er ekki líklegt að hundaeigandi sem ekki trúir á hundinn sinn nái
góðum tengslum við hann. í mínum huga er það grundvallar atriði hvemig við nálgumst land-
græðslu og búskap í þessu landi og hvort við höfum trú á landinu sem landbúnaðarlandi eða
hvort við emm bara fyrst og fremst að punta upp á landið. Hvað sem segja má um íslenska
stjómmálamenn þá hafa þeir haft trú á íslandi sem landbúnaðarlandi. Því miður held ég að
margir, jafnvel þeir sem vinna fyrir íslenska bændur, séu veikir í trúnni. Mér virðist stundum
fólk komist að niðurstöðu á einhveijum mjög einfoldum forsendum. Til dæmis að það spretti
betur þar sem er hlýrra eða að það þurfi ekki að byggja yfir búpening erlendis. Ég hef unnið
við landbúnað í mörgum löndum og er sannfærður um að ísland sé ágætis landbúnaðarland og
haga mér eftir því. Það má vel vera að stefnan sé sú að kjöt verði framleitt þannig að frumum
verði komið fyrir í plastpokum og pokinn settur í samband við slöngur með blóði. Eftir
nokkra daga verði vaxinn hreinn vöðvi í pokanum og pokamir tíndir niður eins og tómatar i
dag. Jafnvel þó þetta yrði gert í stórum stíl gæti sauðfjárrækt samt lifað af.
Það var í blöðunum verðkönnun sem bar saman verð á matvælum í nokkrum löndum
Evrópu. Þar kom fram að tveir lítrar af kók kostaði 88 kr. á Spáni, en 230 kr. á íslandi. Það er
alveg það sama i kókinu á Spáni og íslandi, nema vatnið. Skildi kókið kosta 88 kr. á íslandi ef
vatnið yrði flutt frá Spáni? Eða kannski er ísland bara svona vont kókland? Miðað við kók-
vísitöluna eru landbúnaðarvörur ekki dýrar á íslandi. Fyrst og fremst verða menn að muna